Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1983, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.01.1983, Blaðsíða 16
innlent Mvndbandavæðinqin Hin óvænta ákvörðun ríkissaksóknara að höfða mál á hendur myndbandafyrirtækinu Videoson hf. og ný lög frá Alþingi um bann við tilteknum kvikmyndum, og umræður um myndbandamál að undanförnu, hafa orðið til þess að margir velta því nú fyrir sér hver verði framtíð myndbandanna hér á landi, eða hvort mynd- böndin eigi sér yfirleitt nokkra framtíð. Myndbönd á um 15% heimilanna Nú er talið samkvæmt opinber- um tölum, að myndbandstæki sé aö finna á um 15 af hverjum 100 íslenskra heimila. Séu þeir teknir með, sem aðgang hafa að mynd- bandakerfum á borð við Videoson hf. verður þetta hlutfall mun hærra, en það lækkaði þó veru- lega er Videoson hf. lokaði ásamt fjölmörgum öðrum kapalkerfum, í kjölfar kæru ríkissaksóknara. Hvað um það, þá er Ijóst, að myndböndin eru þegar orðin snar þáttur í lífi þúsunda (slendinga, og tækjum á eftir að fjölga jafnt og þétt á næstu árum. Myndsegul- band er einfaldlega orðið hluti af heimilistækjabúnaði íslenskra heimila, og slíkt gerist þrátt fyrir opinbera andstöðu, gífurlega skattlagningu og andúð sterkra þjóðfélagsafla á þessum nýja miðli, sem þau óttast að erfitt verði að sveigja undir miðstýringar- áform sín. Myndbandabyltingin hér á landi virðist hafa orðið öflugri og gerst á skemmri tíma en víðast hvar ann- ars staðar á Vesturlöndum, þrátt fyrir áðurgreinda afstöðu stjórn- valda og þrátt fyrir að eitt mynd- segulbandstæki kosti hérlendis 15 til 20 þúsund krónum hærri upp- hæð en í nágrannalöndunum vegna skattagleði hins opinbera. Skýringarnar á því af hve miklu afli myndbandabyltingin gekk yfir eru vafalítið margvíslegar, en freist- andi er að álykta sem svo, að þar skipti miklu máli ríkiseinokun á út- varpsfjölmiðlun hér á landi og sú litla rækt sem ríkissjónvarpið leggur við afþreyingarefni. Verður þróunin stöðvuð? Enn er ekki Ijóst hvort kæra ríkissaksóknara mun leiða til þess að kapalkerfunum verði endan- lega lokað hér á landi, en sennilegt verður þó að telja, að núverandi lög túlkuð á þrengsta hátt, veiti ekki svigrúm til starfsemi af þessu tagi. Sá dagur kann því að renna upp að Videoson og öðrum kapal- kerfum verði lokað með dómi og eigendurnir dæmdir til að greiða háar skaðabætur. — Skaðabætur til ríkissjóðs, sem þegar hefur haft af því drjúgar tekjur að skattleggja hin ólöglegu kapalkerfi! Hræðsla stjórnmála- manna við nýjan miðil sem þeir geta ekki stjórnað af eigin geðþótta En hitt er jafn Ijóst, að hvort sem dómstólar dæma Videoson í hag eða óhag, þá verður þróunin í þessu efni ekki stöðvuð. Hér mun fólk fara sínu fram í öllum aðalat- riðum og horfa á það sjónvarps- efni sem það kærir sig um, í eigin tækjum eða í gegnum kapalkerfi. Þá virðist einnig borðleggjandi eftir að útvarpslaganefnd skilaði áliti sínu fyrir skemmstu, að ekki er orðið langt í að á Alþingi verði meirihluti fyrir því að aflétta nú- verður verandi ríkiseinokunarfyrirkomu- lagi, leyfa frjálsar útvarpsstöðvar og rýmka lagaákvæði um starf- semi kapalkerfa. Þróunin verður ekki stöðvuð, “takist stjórnmála- mönnunum sem fylgjandi eru auknu frjálsræði í þessum efnum ekki að breyta þessu, þá mun tæknin geta það“ sagði einn við- mælenda þlaðsins, ,,hér gengur tæknin af miðstýringunni og ríkis- einokuninni dauðri eins og stund- um áður hefur orðið raunin.“ Hvernig starfa myndbandaleigurnar? Það, sem hér að framan hefur verið sagt, hefur einkum átt við um kapalmyndbandakerfin. Nokkru öðru máli gegnir um myndbanda- leigur þær sem leigja út efni til einstaklinga, þar sem um er að ræða að fólk horfi á kvikmyndir heima í stofu í eigin tækjum, en miðli þeim ekki jafnframt til íbúa næstu húsa eða íbúða. Ekki hafa enn komið kröfur um að mynd- bandaleigur verði stöðvaðar eða myndsegulbandstæki fólks gerð upptæk, en þó hefur oft komið fram, að sterk þjóðfélagsöfl líta starfsemi þessa hornauga, og brenna í skinninu eftir tækifæri til að koma á hana höggi. Nýleg lög frá Alþingi um bann við ,,ofbeldiskvikmyndum“ vöktu ekki mikla athygli er þau voru til umræðu og afgreiðslu á löggjaf- arsamkomunni í vetur. Þorri landsmanna telur vitaskuld að grófar ofbeldiskvikmyndir eigi lítið erindi til þeirra, og því sé meinlaust að banna þær, það geti ekki snert þá á neinn hátt. Aðrir hafa á hinn bóginn orðið til þess að gagnrýna þessi lög, og hafa bent á að hér sé í rauninni stigið fyrsta skrefið í átt til ritskoðunar hér á landi. Hér hafi verið gefið fordæmi sem vafasamt 16 k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.