Frjáls verslun - 01.01.1983, Blaðsíða 87
lýsingar og hafa líklega þegar*
hugsað sig um. Láttu fundinn
hefjast á tilsettum tíma, haltu þig
við efnið og reyndu að komast að
einhverri niðurstöðu um hvert ein-
stakt atriði eða koma því þannig
fyrir að einhver beri ábyrgð á
framkvæmdum/aðgerðum. Láttu
ekki fundinn dragast fram úr fyrir-
fram ákveðnum tímamörkum.
Til að gera fundi árangursríka er
sennilega mikilvægast að lesa upp
í lok fundarins ákvarðanir sem
teknar voru og störf sem úthlutað
var. Of oft enda fundir án þess að
öllum sé Ijóst hvaða ákvarðanir
voru teknar og hver beri ábyrgð á
hverju.
Eftir fundinn — helst samdæg-
urs, skaltu senda minnismiða til
fundarmanna sem staðfestir
ákvarðanir og ábyrgð þeirra sem í
hlut eiga, ásamt hugsanlegum
tímatakmörkunum sem áfram-
haldandi aðgerðir eru háðar.
Gleymdu aldrei þessu atriði. Það
fastbindur ákvarðanir og eykur
ábyrgð. Einnig neyðir það þig til að
horfast í augu við spurninguna um
það hvort þú hafir náð markmiði
þínu.
En hvað um fundi sem einhver
annar boðar til, t.d. yfirmaður þinn,
þar sem hann sóar tíma allra með
því að hundsa allar ráðleggingar
sem hér hefur verið minnst á?
Láttu ekki tímann fljúga frá þér
án þess að gera eitthvað í málinu.
Ef yfirmaður þinn undirbýr ekki
fundi, skaltu segja honum að það
væri góð hugmynd, ,,það myndi
halda okkur við efnið.“ Ef fundirnir
dragast langt fram úr áætlun,
skaltu segja honum í einrúmi að
gott ráð væri að hafa þá framvegis
um hálf tólf eða um hálf fimmleytið,
,,til þess að koma í veg fyrir að
hinir málglöðu gleymi sér.“ Ef yfir-
maður þinn á bágt með að ákveða
endanlega eitt atriði áður en ann-
að er tekið fyrir, skaltu bjóðast til
að skrifa fundargerð. Það gefur
þér tækifæri til að trufla og segja
t.d. „Andartak, hver var niður-
staðan um þetta atriði? Ég vil vera
viss um að fundargerðin sé rétt,
áður en við tökum næsta mál fyr-
ir.“
Sigurður rekur skíðaskóla í Bláfjöllum. Hér er hann á skíðum á heimaslóðum —
Ísafirði.
Á skíöum í íslenskri
vorsól
Þeir sem reynt hafa vita aö vart er til nokkuö dá-
samlegra en að stunda skíði á íslandi seinni hluta
vetrar þegar sól fer að hækka á lofti. Aðbúnaður og
aðstaða hefur stórbatnað víðast hvar á landinu á
undanförnum árum enda eru innlendar skíðaferðir að
verða ný grein ferðaiðnaðar. Hér á eftir verður gerð
nokkur grein fyrir aðstöðu á fimm helstu skíðamið-
stöðvum á ísiandi: Reykjavík, ísafirði, Siglufirði,
Akureyri og Húsavík.
87