Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1983, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.01.1983, Blaðsíða 15
sem stærstu liðirnir eru kaup á húsnæði, og innrétting og uppsetning á stúdíói. Mér virð- ist hins vegar lítil ástæða til að gera jafn miklar gæðakröfur til lítilla, staðbundinna útvarps- stöðva, enda munu þær ekki njóta jafn tryggra tekna og Ríkisútvarpið gerir.“ 14 milljónir í rekstur rásar tvö á ári? Samkvæmt heimildum Frjálsrar verslunar hefur undir- búningsnefnd, sem unnið hef- ur að tillögum að starfrækslu rásar tvö hjá Ríkisútvarpinu, lagt fram hugmyndir sínar um umfang útvarpsdagskrár og mannaflaþörf. I' nefndinni eru þeir Hallgrímur Thorsteinsson fréttamaöur, Þorgeir Ástvalds- son útvarpsmaður, Ólafur Guðmundsson verkfræðingur Ríkisútvarpsins og Guömund- ur Jónsson framkvæmdastjóri. Miðað við útsendingar sextán klukkustundir á sólarhring gerir nefndin ráð fyrir að þurfi ellefu fastráöna starfsmenn og tíu lausráðna starfsmenn, samtals tuttugu og einn starfs- mann ífullu starfi. f þessari tölu eru meðal annars auglýsinga- stjóri, tæknimenn, dagskrár- gerðarmenn og maður er ann- ast gerð auglýsinga, skrif- stofumenn og fleiri. Þessi rás tvö á aö kosta samkvæmt hugmyndum undir- búninganefndarinnar um 14 milljónir króna í rekstri á ári. Reiknað er meö að stofnkostn- aður miðaó viö einn sendi í Skálafelli og miðað viö sextán klukkustunda útsendingatíma á sólarhring, verði 22 milljónir króna. Sé á hinn bóginn miðað við fimm senda, og ná þannig til meginhluta landsins, er stofnkostnaðurinn 30.8 milljónir króna, miðað við verðlag í desember 1982. Sérstaklega skal tekið fram, að þessar tölur eru aðeins til- lögur undirbúningsnefndar- innar, sem raunar eru enn merktar ,,trúnaðarmál“, og lík- legt er að yfirvöld Ríkisút- varpsins hafi allt aðrar hug- myndir um umfang rásar tvö. Þessar tölur sýna aftur á móti glöggt hve stórt menn hugsa hjá Ríkisútvarpinu, enda er þar verið að ráðskast með al- mannafé, en ekki áhættufé hlutafélags eða fárra einstak- linga. Nýtt Útvarpshús á 247 milljónir króna. „Áætlaður heildarkostnaður við byggingu nýja Útvarps- hússins er 247 milljónir króna, og er þá átt við að húsiö sé til- búið og nálega fullgert árið 1986“ sagði Höróur Vilhjálms- Þótt nýtt húsnæði sé dýrt mun því fylgja margvísleg hagkvæmni son fjármálastjóri Ríkisút- varpsins í samtali við blaðið. ,,Þetta hús á aö hýsa bæði hljóðvarp (rás 1 og rás 2) og sjónvarp“ sagöi Hörður, ,,og miðað er við svipaðan fjölda starfsmanna og nú er. Miðað við 1. mars 1983, þá starfa við útvarpið 97 menn, við sjónvarp 139, sameiginlegir starfsmenn eru 28, og starfsmenn á Akur- eyri teljum við þrjá. Þetta eru samtals 267 starfsmenn hjá Ríkisútvarpinu." — Starfsmenn verða viðlíka margir, en hversu stórt er hið nýja hús? ,,Leiðslukjallari, sem allur er neðanjarðar er 2.270 fermetr- ar. Fyrsta hæð, þar sem eru þílastæði, er 1.160 fermetrar, vélahús á sömu hæð er 175 fermetrar; geymslur og fleira eru 1.920 fermetrar, og annað rými er 3.845 fermetrar, fyrir stúdíó, skrifstofur og fleira. Flatarmál fyrstu hæðar er þá 7.100 fermetrar, og við það bætast síðan um 350 fermetrar fyrir tökubíl sjónvarpsins og verkstæði honum tengt. Önnur hæð skiptist þannig: Geymslur og fleira 250 fm. og annað rými fyrir stúdíó og skrifstofur er 4.000 fm. — Þar af verður rás 2 með um 500 fm. Síðan er þriðja hæö: Geymslur og tæknirými, svo sem hita- og loftjöfnunar- rými, um 800 fm. Fjórða hæð er 630 fm og verður aðallega fyrir skrifstofur sjónvarpsins og væntanlega einnig að ein- hverju leyti fyrir rás 2. Á fimmtu hæð verða skrifstofur, mötu- neyti og fleira, svo sem skrif- stofa útvarpsstjóra og útvarps- ráðs, þessi hæð er einnig 630 fm. Síðan er smáturn, sjötta hæð, tæknirými 50 fermetrar. Alls er Útvarpshúsið þá 15.800 fermetrar, með geymslukjallar- anum, og við þetta bætast síð- an 350 fermetrarnir fyrir töku- bílinn.“ — Hvernig er þá heildar- skipting húsnæðisins eftir þeirri starfsemi sem þar á að fara fram? „Skrifstofur, stúdíó og önnur íverusvæði, eru 9.105 fm. Geymslur: 2.170 fm. Vélahús og leiðslugöng: 3.365 fm. Bíla- stæði 1.160 fm.“ — Rás tvö tekur til starfa í haust. Hversu margir starfs- menn munu vinna við hana? ,,Það er ekki endanlega ákveðið, en væntanlega verða þar um það bil sex fastráðnir menn, og sex til átta lausráðnir, eða samtals tólf til fjórtán manns.“ — Þýðir það að hugmynd- um eöa tillögum undirbúnings- Framhald á bls. 89 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.