Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1983, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.01.1983, Blaðsíða 34
inginn. Subaru hefur verið mikill happabíll fyrir okkur." — Var ekki Subaru nánast al- veg óþekkt merki hér í Evrópu? ,,Já, hann var það. Þeir byrjuðu með hann á svipuðum tíma og ég, Norðmennirnir og litlu seinna Danirnir. En ég held að ég megi segja að Subaru hafi verið að öðru leyti algerlega óþekktur, og að við höfum verið einna fyrstir." — Nú síðan kemur Wartburg ,,Siðan byrjum við á Wartburg, það er 1978. Þá breytir Wartburg um módel. Síðan höfum við verið með þessar fjórar tegundir og höfum ekki hugsað okkur að auka við það meira. Ekki strax að minnsta kosti." — Sumir segja að þú sért gull- tryggður gegn öllum kreppum og sveiflum því þú sért með bíla fyrir uppgangstíma, dýra og fína, og svo þá ódýrustu fyrir krepputíma ,,Það er nú satt, það má kannski líta á það þannig. Þó efast ég um að það auki svo söluna hjá okkur á ódýrum bílum þó að kreppa komi. Islenskir eru nú ekki alltof spenntir fyrir því ódýrasta. Jafnvel þó að það sé kreppa, þá láta þeir sig frekar vanta hlutina en að kaupa það ódýrasta." — Hefur ekki Trabant samt selst alltaf jafnt og þétt? ,,Hann hefur alltaf selst jafnt og þétt. Hann á vissan aðdáendahóp og hefur staðið sig framúrskarandi vel. í ábyrgðarviðgerðum og því- umlíku er hann á svipuðum skala og japanskir bílar, með mjög litla viðhaldsþörf. Hann er sneiddur öllum lúxus. Hann er mjög ódýr og er eitthvert það farartæki, sem að mínu áliti er skynsamlegast að eiga og reka." — Það er greinilegt að fyrir- tækið hefur vaxið mikið frá því að þið byrjuðuð tvö í 2ja herbergja íbúðinni, fram á þennan dag. Hvað starfa margir hér núna? ,,Hjá okkur starfa 36 manns í leikfangadeild og bíladeild og með verkstæðunum hér í Reykjavík, sem eru reyndar ekki rekin á okkar vegum en gera eingöngu við okkar bíla. Langflest af þessu fólki er fjölskyldufólk. Það er sennilega um 100 manns sem hafa lífsviður- væri sitt að miklu eöa öllu leyti af þessu fyrirtæki." — Nú er bílainnflutningur sú starfsemi sem verður einna helst fyrir barðinu á efnahagssveiflum í samfélaginu. Er þetta ekki erfitt að brúa bilið milli öldudalanna og toppanna? „Jú það er það, það er ákaflega erfitt. Sérstaklega vegna þess að fjármagnsskortur er mikill hjá okkur. Það er miklu erfiðara hjá okkur heldur en í öðrum löndum Var búinn að afþakka Datsun ... ekki síst vegna þess að hérna er bíllinn álitinn algjör lúxusvara og bílafyrirtækin því hornrekur bæði í bönkum og annars staðar. Mér finnst það stórfurðulegt, ekki síst þar sem flestir flutningar fara fram á landi í bílum og fjöldi manns hefur sitt lífsviðurværi við að keyra, flytja inn eða þjónusta bíla. Það er rétt það er mjög erfitt að brúa þetta bil." — Maður tekur eftir því að þitt fyrirtæki er fjölskyldufyrirtæki í orðsins fyllstu merkingu. Þið vinnið við fyrirtækið bæði hjónin og börnin ykkar fiest. Hvernig er verkaskiptingin á milli ykkar? ,,Það er rétt að þetta er mikið fjölskyldufyrirtæki. Frá því krakk- arnir fóru að geta gengið hafa þau hjálpað til í fyrirtækinu. Ég held að flestir krakkarnir okkar hafi verið farin að vinna létt störf við fyrir- tækið ekki seinna en sjö — átta ára. Verkaskipting fjölskyldunnar er þannig að konan mín rekur alger- lega leikfangadeildina. Með henni er dóttir okkar, Elísabet og tveir aðrir starfsmenn. Guðmundur sér um bókhald og tölvurekstur. Helgi sér um söluna á bílum. Vífill sem er nýbyrjaður annast lögfræðistörf og ýmis sérmál. Áslaug er með telexið og sér um að skeytum sé svarað. Tengdasonur minn, Gunnar Hauksson er aðalgjaldkeri fyrirtækisins. En fyrirtækið byggist nú ekki eingöngu á fjölskyldunni heldur höfum við ágæta starfsmenn, t.d. Björn Guðjónsson og Kristján Ágústsson sem annast varahluta- deildina, en hún er ein af nauð- synlegustu deildum fyrirtækisins og störfin því mikilvæg." — Táknar það að börnin séu komin í ábyrgðarstörf hjá fyrir- tækinu að þú sért að minnka við Þ'9? „Það er alveg rétt. Það er engin ástæða til að vera að keppa við ungt og fjörugt fólk. Ég er meir og meir farinn að draga mig í hlé." — Þið eruð búin að fjárfesta í nýjum sýningarsal. Hefur það ekki gjörbreytt aðstöðunni? „Jú, en þetta er ekki endanlegt fyrirkomulag. Við erum þegar byrjuð að hugsa um framtíðar- byggingar. Ég vil ekki byggja hefðbundið eins og mörg fyrirtæki hafa gert, að byggja steinkassa upp á 6—7 hæðir. Ég er ekkert hrifinn af slíku. Ég er að athuga að byggja lítið þorp með svona 10 litlum húsum þar sem væru garðar á milli og jafnvel sundlaug. Leik- fangasalan hefði eitt hús, leik- fangalager hefði annað, bílasalan hefði sér hús með nýjum bílum og sala á gömlum bílum heföi annað hús þannig að deildir fyrirtækisins yrðu hver um sig í einu húsi. Þau mynduðu lítið þorp og mann- eskjulegt umhverfi og vinnustað. Við erum að vinna í því að fá lóð fyrir þetta, og þurfum 1 'k—2 hekt- ara. Við erum nú þegar búin að fá arkitekt að vinna í þessu. Ætlunin er ekki að gera þetta allt í einu stökki heldur taka þetta í áföng- um.“ — Hvernig gengur að fá þessa lóð? 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.