Frjáls verslun - 01.01.1983, Blaðsíða 43
flutningsgetu. Á leiðinni Hong
Kong — London hefur fram-
boð meir en tvöfaldast eftir að
Cathay Pacific og British Cal-
edonian hófu áætlunarflug á
þessari leið á móti daglegu
flugi British Airways. Bæði BA
og Cathay nota B 747, en BCal
notar DC 10, sem ber heldur
minna.
Þessi mikla samkeppni hefur
neytt fraktfélög eins og Cargo-
lux og GCS til að hætta nánast
öliu flugi til Hong Kong, en áð-
ur voru flugvélar Cargolux þar
nánast daglega.
Erfitt á Atlantshafinu
Ekki síður en í farþegaflug-
inu eru erfiðleikar í fraktflugi á
Norður Atlantshafinu. Mikið
framboð á fraktplássi með
breiðþotum í farþegaflugi hef-
ur þrengt kosti fraktfélaganna.
Ekki bætir úr skák að mun
minni aukning hefur verið á
þessum markaði en annars
staðar. Á meðan fraktflutning-
ar IATA félaganna jukust um
6% fyrstu sjö mánuði síðasta
árs, miðað við 4,5% 1981, varð
aukningin á Norður Atlantshafi
aðeins 0,4% og á Suður Atl-
antshafi varð 10% samdráttur.
Áætlunarfélög í farþegaflugi
hafa því í flestum tilfelium boð-
ið svo lágt verð fyrir pláss í
annars tómum lestum að ekki
hefur borgað sig að hreyfa
vöruflutningavél fyrir þann
pening. Það hefur einnig dreg-
ið úr hagkvæmni vöruflugs á
hafinu að flutningar eru mun
meiri í austurátt en vesturátt.
Smápakka og heimsendingar-
þjónusta
Ein grein vöruflutninga íflugi
hefur þó dafnað verulega, en
það er smápakkaflutningar
með heimsendingarþjónustu.
Mörg félög hafa sérhæft sig í
þess háttar flutningum og hafa
vaxið ört við mikla arðsemi.
Brautryðjandi á þessu sviði er
bandaríska fyrirtækið Federal
Express, sem nú hefur komið
upp þéttriðnu flutningsneti um
Bandaríkin. Formúla Federal
Express var sérhæfing í flutn-
ingi á minni pökkum, sem sóttir
eru heim til sendanda og skilað
til viðtakanda innan 24 klukku-
stunda. Fyrir slíka hraðsend-
8-63 fraktvélum til að draga úr
eldsneytiskostnaði og auka
flugþol. Þá hafa Flying Tigers
séð sig knúna að feta í fótspor
smápakkafélaganna og bjóða
nú flutninga frá dyrum til dyra.
Þessi þjónusta er nú að fær-
ast yfir til Evrópu og hafa
nokkur af gömlu stóru flugfé-
lögunum þegar tekið hana upp
þó í smáum stíl sé enn sem
Federal Express hefur sérhæft sig í smápakkaflutningum og á velgengni að
fagna. Mcdonnell Douglas DC10 þotur hafa nú bæst við stóran flota af Boeing
727-100.
ingarþjónustu er hægt að taka
hærra verð og hún krefst slíkr-
ar sérhæfni í skipulagi að erfitt
er fyrir hvern sem er að komast
inn á þann markað.
Fleiri flugfélög hafa þó sér-
hæft sig í þessari flutninga-
þjónustu í Bandaríkjunum, og
fer samkeppni vaxandi. Þessi
þjónusta hefur höggvið mikið
skarð í markað Flying Tigers,
stærsta vöruflutningaflugfé-
lags í heimi. Tigers hafa átt við
mikla fjárhagserfiðleika að etja
og hefur taprekstur verið krón-
iskur undanfarin ár. Hefur fé-
lagið mætt þessu með miklum
niðurskurði og hefur starfs-
mönnum verið fækkað úr 9.000
í 6.000 undanfarin þrjú ár. Þá
hefur verið reynt að samræma
betur flutningsframboð eftir-
spurninni í von um hærra verð
samhliða lægri rekstrarkostn-
aði. Hefur félagið nú ákveðið
að skipta um hreyfla á 14 DC
komið er. Má þar nefna Luft-
hansa, SAS og Birtish Airways.
Verður Cargolox borgið?
Það er ekki að sjá að fram-
tíðin brosi við þeim flugfélög-
um, sem stunda hreina frakt-
flutninga. Flest þeirra minni
standa tæpt eins og Cargolux
og nokkur hafa gefist upp. Fátt
bendir til þess að jafnvægi
skapist milli framboðs og eftir-
spurnar á stærstu mörkuðun-
um og reyndar vart hægt að
tala um verulega möguleika
fyrir evrópsk fraktfélög nema í
Afríku, þar sem frakt fer vax-
andi og farmgjöld eru enn há.
Það ríður því á fyrir þá sem vilja
lifa af að finna sér einhverja
sérstöðu eða niche, eins og
það er kallað.
Hvort Cargolux, með nýja
hluthafa innanborðs tekst að
finna sér slíka sérstöðu á
43