Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1983, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.01.1983, Blaðsíða 43
flutningsgetu. Á leiðinni Hong Kong — London hefur fram- boð meir en tvöfaldast eftir að Cathay Pacific og British Cal- edonian hófu áætlunarflug á þessari leið á móti daglegu flugi British Airways. Bæði BA og Cathay nota B 747, en BCal notar DC 10, sem ber heldur minna. Þessi mikla samkeppni hefur neytt fraktfélög eins og Cargo- lux og GCS til að hætta nánast öliu flugi til Hong Kong, en áð- ur voru flugvélar Cargolux þar nánast daglega. Erfitt á Atlantshafinu Ekki síður en í farþegaflug- inu eru erfiðleikar í fraktflugi á Norður Atlantshafinu. Mikið framboð á fraktplássi með breiðþotum í farþegaflugi hef- ur þrengt kosti fraktfélaganna. Ekki bætir úr skák að mun minni aukning hefur verið á þessum markaði en annars staðar. Á meðan fraktflutning- ar IATA félaganna jukust um 6% fyrstu sjö mánuði síðasta árs, miðað við 4,5% 1981, varð aukningin á Norður Atlantshafi aðeins 0,4% og á Suður Atl- antshafi varð 10% samdráttur. Áætlunarfélög í farþegaflugi hafa því í flestum tilfelium boð- ið svo lágt verð fyrir pláss í annars tómum lestum að ekki hefur borgað sig að hreyfa vöruflutningavél fyrir þann pening. Það hefur einnig dreg- ið úr hagkvæmni vöruflugs á hafinu að flutningar eru mun meiri í austurátt en vesturátt. Smápakka og heimsendingar- þjónusta Ein grein vöruflutninga íflugi hefur þó dafnað verulega, en það er smápakkaflutningar með heimsendingarþjónustu. Mörg félög hafa sérhæft sig í þess háttar flutningum og hafa vaxið ört við mikla arðsemi. Brautryðjandi á þessu sviði er bandaríska fyrirtækið Federal Express, sem nú hefur komið upp þéttriðnu flutningsneti um Bandaríkin. Formúla Federal Express var sérhæfing í flutn- ingi á minni pökkum, sem sóttir eru heim til sendanda og skilað til viðtakanda innan 24 klukku- stunda. Fyrir slíka hraðsend- 8-63 fraktvélum til að draga úr eldsneytiskostnaði og auka flugþol. Þá hafa Flying Tigers séð sig knúna að feta í fótspor smápakkafélaganna og bjóða nú flutninga frá dyrum til dyra. Þessi þjónusta er nú að fær- ast yfir til Evrópu og hafa nokkur af gömlu stóru flugfé- lögunum þegar tekið hana upp þó í smáum stíl sé enn sem Federal Express hefur sérhæft sig í smápakkaflutningum og á velgengni að fagna. Mcdonnell Douglas DC10 þotur hafa nú bæst við stóran flota af Boeing 727-100. ingarþjónustu er hægt að taka hærra verð og hún krefst slíkr- ar sérhæfni í skipulagi að erfitt er fyrir hvern sem er að komast inn á þann markað. Fleiri flugfélög hafa þó sér- hæft sig í þessari flutninga- þjónustu í Bandaríkjunum, og fer samkeppni vaxandi. Þessi þjónusta hefur höggvið mikið skarð í markað Flying Tigers, stærsta vöruflutningaflugfé- lags í heimi. Tigers hafa átt við mikla fjárhagserfiðleika að etja og hefur taprekstur verið krón- iskur undanfarin ár. Hefur fé- lagið mætt þessu með miklum niðurskurði og hefur starfs- mönnum verið fækkað úr 9.000 í 6.000 undanfarin þrjú ár. Þá hefur verið reynt að samræma betur flutningsframboð eftir- spurninni í von um hærra verð samhliða lægri rekstrarkostn- aði. Hefur félagið nú ákveðið að skipta um hreyfla á 14 DC komið er. Má þar nefna Luft- hansa, SAS og Birtish Airways. Verður Cargolox borgið? Það er ekki að sjá að fram- tíðin brosi við þeim flugfélög- um, sem stunda hreina frakt- flutninga. Flest þeirra minni standa tæpt eins og Cargolux og nokkur hafa gefist upp. Fátt bendir til þess að jafnvægi skapist milli framboðs og eftir- spurnar á stærstu mörkuðun- um og reyndar vart hægt að tala um verulega möguleika fyrir evrópsk fraktfélög nema í Afríku, þar sem frakt fer vax- andi og farmgjöld eru enn há. Það ríður því á fyrir þá sem vilja lifa af að finna sér einhverja sérstöðu eða niche, eins og það er kallað. Hvort Cargolux, með nýja hluthafa innanborðs tekst að finna sér slíka sérstöðu á 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.