Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1983, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.01.1983, Blaðsíða 49
erlent Smekkur bandaríkjamanna á áfengum drykkjum hefur gjörbreyst á undanförnum ár- um þannig að mjög hefur dregið úr neyslu hinna ýmsu tegunda af whiskey á sama tíma og neysla borðvína hefur aukist mjög. Jafnframt hefur aukist notkun óáfengra drykkja, einkum sódavatns. Þetta sýna tölur glögglega: Árið 1980 var hlutfall wiskeys af heildarsölu áfengra drykkja í landinu 48,5% og hafði þá iækkað úr 49,5% frá árinu áður og úr 65,1% árið 1970. Á sama tíma hafði neysla borðvína aukist úr 267,4 mill- jón gallonum árið 1970 í 444,3 milljón gallon árið 1979 og áætluð heildarsala á síðasta ári var 476,0 milljón gallon. Stærsti kaupendahópur áfengra drykkja í Bandaríkjunum er fólk á aldrinum frá 25 til 44ra ára. í þessum aldursflokkum nú eru þeir í meirihluta sem ungir voru á tímun andófs og óróa víða um land á árunum um og eftir 1960, m.a. viö háskóla og aðrar mennta- stofnanir. Með árunum hefur dregið úr andófinu hjá þeim en jafnframt hafa þeir kastað fyrir róða ýmiss konar hefðbundnúm neysluvenjum, m.a. á sviði áfengra drykkja og borðvína. Yfirleitt er tilhneigingin nú sú að þetta fólk sækist meira eftir léttum drykkjum og sætum en aðrir þeim eldri, og borðvínin eru ekki aðeins notuð með mat heldur er einnig boðið upp á létt vín fyrir mat frekar en sterka kokkteila eða whiskey. Þettaáviðborðvínsneyslunaíheild, því ekki ber á aukningu einnar tegundar fram yfir aðrar. Og í búðum þar sem áfengir drykkir eru seldir er nú talið að 60% til 70% af söluvarningnum sem sýndur er í gluggum hinna ýmsu verslana og í hillum innan dyra séu létt vin. Einnig sækist þetta fólk meir eftir blönduðum drykkjum en hinir sem eldri eru, og er undirstaðan þá oft suðrænir ávaxtasafar. Þetta hefur einnig haft í för með sér aukna sölu á svonefndum hvít- vöruflokkum áfengisframleiðsl- unnar, svo sem vodka, gin og rom, því þessar tegundir hæfa betur í slíkar blöndur en whiskey. Af sömu sökum er búist við aukningu á brandy og líkjörum ýmiss konar og ber þegar meir á því að líkjörar eru ekki síður boðnir fyrir mat en eftir — og þá oft blandaðir léttari vínum eða óáfengum drykkjum. En þótt sala í þessum flokkum áfengra drykkja hafi aukist nokkuð milli áranna 1979 og 1980 (þannig að hún er nú hærri en sala á hinum ýmsu tegundum whiskey) hefur sala á whiskey dregist svo saman að heildaraukning í sölu sterkra drykkja í Bandaríkjunum milli þessara ára var ekki nema 1%, og milli áranna 1978 og 1979 var aukningin 1,1%. Margir stórframleiðendur fyrir whiskey berjast nú í bökkum og sjá enga breytingu framundan. ,,Létt vín eru komin í tísku," segja þeir, ,,og útbreiðsla þeirra mun halda áfram. Þróunin verður því sú að áhersla verður lögð á framleiðsu drykkja sem einkennast af léttleika og litlu alkohólinnihaldi." Því er það að mörg þessara stórfyrir- tækja hafa þegar farið út í fram- leiðsu á léttum vínum jafnframt hinni hefðbundnu framleiðslu. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.