Frjáls verslun - 01.01.1983, Blaðsíða 36
sérstakir og gjörólíkir okkur í við-
skiptum. Ég hef verslað við Japani
löngu áður en ég fór að flytja inn
bíla frá þeim eða í um 20 ár. Fyrir
mörgum árum hefði ég talið mig
geta haldið langa tölu um Japani
og þóst vita mikið um þeirra við-
skiptahaetti. En nú eftir að ég
kynnist þeim meir og meir hef ég
uppgötvað það að ég veit um þá
harla lítið og á eftir að læra heil
ósköp."
— Þú nefndir það í upphafi að
þú hefðir haft litla trú á því að
Japanir hefðu getað framleitt bíl,
sent hann til Evrópu og selt hann í
beinharðri samkeppni við
evrópska framleiðendur. En þetta
gátu Japanir. Er þetta eitthvað
sem þeim með sínum aðferðum
einum er lagið?
,,Það var mikil tæknibylting hjá
þeim þegar þeir tóku gerfimenn
eða robota í sína þágu löngu áður
en Evrópumenn og Ameríkanar
fóru aö hugsa um það. Japönsku
fyrirtækin lentu ekki í neinu stríði
við verkalýðshreyfinguna. Þau
sögðu ekki starfsfólkinu sínu upp
heldur fluttu það til og stofnsettu
aðrar verksmiðjur. Þeir hafa getað
tekið í notkun nýjustu tækni langt
á undan öðrum og fengið mikið
forskot. I einni Datsun verksmiðju,
sem framleiðir 500.000 bíla á ári
starfa 5000 manns að meðtöldu
starfsfólki í mötuneytum, læknum,
þeim sem keyra aðföng o.fl.
Starfsmannafjöldi er svo langt
langt fyrir neðan verksmiðjur í
Evrópu og Ameríku. í Englandi er
t.d. svipuð eða heldur stærri verk-
smiðja British Leyland og þar
starfa um 70 þús. manns. Japanir
hefðu aldrei getað brúað þetta
flutningsbil ef þeir hefðu þurft að
nota gömlu aðferðirnar."
— Er svo ekki allt annað að
skipta við Austur-Þjóðverja þar
sem eru ríkisstarfsmenn og býró-
kratar?
„Jú það er miklu svipaðra og í
Vestur-Evrópu. Ég er búinn að
vera í Austur-Þýskalandi 50—60
sinnum. Ég er því trúlega búinn að
vera þar í nokkur ár allt í allt ef
maður leggur þetta allt saman.
Viðskipti þar ganga ekkert ósvipað
fyrir sig og viðskipti í Vestur-
Evrópu.
— Eru ekki miklir skirffinnsku
erfiðleikar?
,,Jú, það hafa verið miklir skrif-
finnskuerfiðleikar í kringum við-
skiptin við Austur-Þjóðverja. En
mér finnst þó samt að skrif-
finnskuerfiðleikar séu að verða á
íslandi sviþað því sem er fyrir
austan. Það sækir mikið í þessa
miðstýringu hjá okkur, og sama
skriffinnskubáknið.
Gólfteppi og húsgögn
frá bestu framleiðendum í Evrópu
Fyrir heimili, skrifstofur og stofnanir
Af lager eða sérþantað fyrir einstaklinga
Sérstök tilboð í stærri verkefni
og pantanir
KAUPIÐ BEINT - ÞAÐ BORGAR SIG
Skólavörðustíg 38, Reykjavík
Símar 25418 - 25417 - 25416
HEILDVERSLUN
36