Frjáls verslun - 01.01.1983, Blaðsíða 28
manna. Ekki ósvipað fyrirbæri
hefur verið haldið í Belgíu, Hipp-
orama nefnist sýningin þar.
I báðum tilvikum er um að ræða
hrossasýningar en um leið miklar
vörusýningar eða kaupstefnur,
þar sem framleiðendur kynna vör-
ur sínar. Þarna má sjá tískufatnað í
úrvali, vínframleiðendur og mat-
vælaframleiðendur kynna vöru
sína, hvers kyns iðnfyrirtæki eru
meö sýningarbása og svo mætti
áfram telja. — Hestarnir eru mið-
punkturinn sem fólk kemur til að
sjá, en um leið er boðið upp á fjöl-
margt annað, framleiðendur nota
tækifærið, og fólk virðist kunna því
vel.
Hið sama myndi verða uþþ á
teningnum hér heima."
Laugardalshöll í lok maí
— Og hvernig á að standa að
þessu hér?
,,Ég ímynda méraó heppilegasti
árstíminn sé í lok maí. Þá er farið
að vora hér og dagurinn orðinn
langur, aðalferðamannatíminn er
þó ekki hafinn, og síðast en ekki
síst; þá eru hrossin í mjög góðu
ásigkomulagi eftir veturinn.
Þá á að skipuleggja stóra sýn-
ingu í Laugardalshöllinni og í ná-
grenni hennar, þar sem nokkrum
sinnum á dag yrðu haldnar hesta-
sýningar. Sýnt væri tölt og skeið,
gæðingum riðið um svæðið, tryþpi
sýnd, stóðhestar og kynbóta-
hryssur sýndar með afkvæmum,
sýnd yrðu sýnishorn ætta eða
stofna íslenska hestsins, og svo
framvegis. Svona sýningar yrðu
haldnar tvisvar til fjórum sinnum á
dag, en inn á milli væri skipulögð
dagskrá af öðru tagi, sem gestir
gætu notfært sér.‘‘
— Hvers vegna á hesturinn að
vera miðdepill sýninga af þessu
tagi?
„Vegna þess, að úti í Evrópu eru
tugþúsundir manna, sem þekkja
(sland og íslendinga í gegnum ís-
lenska hestinn. Þetta er fólk sem
ann íslandi og vill gjarnan koma
hingað, oftast fólk af góðum efn-
um, og þetta fólk vantar aðeins
smá hvatningu til að koma hingað.
Þessi hvatning er einmitt sýning af
þessu tagi. Þjóðverjar og aðrir
íþúar á meginlandi Evrópu verða
undrandi er þeir heyra, hvað kost-
ar að fara í leiguflugi til íslands.
Þeir segja að þetta sé eins og
skrepþa til Napólí, og finnst ekki
mikið!
Ég hef trú á að ferðir af þessu
tagi yrðu vinsælar. Ég sagði áðan
að um 500 þúsund manns komi
árlega á sýninguna í Essen. Væri
okkar sýning auglýst þar og kynnt,
yrði ég undrandi ef ekki mætti fá
hingað um 1% af gestum Equit-
ana, eða um 5000 manns. Auk
þess myndi sýningin verða sótt af
Islendingum, og vafalítið má
kynna hana í Bandaríkjunum og
víðar."
Mjög jákvæðar undirtektir
— Hvernig hafa undirtektir
verið?
„Þær hafa undantekningarlaust
verið mjög góðar, og ætlunin er að
fara af stað í vor, svo fremi sem
unnt verði að fá fjárveitinu til að
setja dúk eða hlíf á gólf Laugar-
dalshallarinnar, en nauðsynlegt er
að hafa sýningu af þessu tagi að
verulegu leyti innan dyra vegna
óvissu um veðurfar. Þegar hefur
verið haft samband við Búvöru-
deild SIS, Landbúnaðarráðuneyt-
ið, Landssamband hestamannafé-
laga, Félag tamningamanna,
Ferðamálaráð, Flugleiðir, Hags-
munafélag hrossabænda, Hesta-
mannafélagið Fák, Búnaðarfélag
Islands, Hótel Sögu, Tímaritið Eið-
faxa og fleiri. Undirbúningsnefnd
hefur unnið að þessu máli, en í
henni voru auk mín þeir Agnar
Tryggvason formaður, Sveinbjörn
Dagfinnsson ráðuneytisstjóri og
Gísli B. Björnsson framkvæmda-
stjóri. — Framkvæmdanefnd hef-
ur nú leyst undirbúningsnefndina
af hólmi, en þar sitja Sveinbjörn
Dagfinnsson formaður, Gísli B.
Björnsson og Agnar Tryggvason.
Undirtektirnar hafa sem fyrr
segir verið mjög góðar, og mér
finnst vera skilningur á því hve hér
gæti verið um stórt mál að ræða,
og gott tækifæri til að gera tvennt í
senn: Lengja ferðamannatímann
og kynna íslenskar vörur."
Kynnisferðir, sýningartjöld,
sýningar
— Hvað er það nákvæmlega,
Gunnar Bjamason: Það er engin
vandi að laða útlendinga að landinu
ef rétt er á spilum haldið.
sem þú hugsar þér að verði boðið
uppá auk hestasýninganna?
„Hugmynd mín var sú, að allan
daginn yrði í gangi hvers kyns
starfsemi í hliðarsölum aðalsýn-
ingarhallarinnar eða í tjöldum og
nálægum húsum. Ég sé fyrir mér
að boðið verði upp á allar mögu-
legar tegundir lambakjöts í einu
tjaldinu. Tískusýningar verði í
öðru, þar sem íslenskur fatnaður
verði sýndur. I því þriðja væru
sýndar íslenskar kvikmyndir, sem
einnig mætti kaupa meðenskum og
þýskum textum á myndböndum.
Þarna væri tjald með íslenskum
bókmenntum, þýddum á hin ýmsu
tungumál, auk íslenskra bóka. Rit-
höfundar kæmu fram og læsu upp,
svöruðu jafnvel fyrirspurnum um
verk sín, íslenska menningu og
fleira. Á enn öðrum stað yrði sala
og kynning á íslenskri málaralist,
þar sem listmálarar seldu verk sín
og kynntu þau. Tónlistarmenn
væru á einum stað, einsöngvarar,
kórar, hljómsveitir, hljóöfæraleik-
arar, og hljómplötur til sölu. Þann-
ig má endalaust telja.
Hægt væri að skipuleggja vík-
ingakvöld, ferðalög um Suðvest-
urland, sundlaugarnar yrðu not-
aðar, farið í heita lækinn í Naut-
28