Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1983, Qupperneq 28

Frjáls verslun - 01.01.1983, Qupperneq 28
manna. Ekki ósvipað fyrirbæri hefur verið haldið í Belgíu, Hipp- orama nefnist sýningin þar. I báðum tilvikum er um að ræða hrossasýningar en um leið miklar vörusýningar eða kaupstefnur, þar sem framleiðendur kynna vör- ur sínar. Þarna má sjá tískufatnað í úrvali, vínframleiðendur og mat- vælaframleiðendur kynna vöru sína, hvers kyns iðnfyrirtæki eru meö sýningarbása og svo mætti áfram telja. — Hestarnir eru mið- punkturinn sem fólk kemur til að sjá, en um leið er boðið upp á fjöl- margt annað, framleiðendur nota tækifærið, og fólk virðist kunna því vel. Hið sama myndi verða uþþ á teningnum hér heima." Laugardalshöll í lok maí — Og hvernig á að standa að þessu hér? ,,Ég ímynda méraó heppilegasti árstíminn sé í lok maí. Þá er farið að vora hér og dagurinn orðinn langur, aðalferðamannatíminn er þó ekki hafinn, og síðast en ekki síst; þá eru hrossin í mjög góðu ásigkomulagi eftir veturinn. Þá á að skipuleggja stóra sýn- ingu í Laugardalshöllinni og í ná- grenni hennar, þar sem nokkrum sinnum á dag yrðu haldnar hesta- sýningar. Sýnt væri tölt og skeið, gæðingum riðið um svæðið, tryþpi sýnd, stóðhestar og kynbóta- hryssur sýndar með afkvæmum, sýnd yrðu sýnishorn ætta eða stofna íslenska hestsins, og svo framvegis. Svona sýningar yrðu haldnar tvisvar til fjórum sinnum á dag, en inn á milli væri skipulögð dagskrá af öðru tagi, sem gestir gætu notfært sér.‘‘ — Hvers vegna á hesturinn að vera miðdepill sýninga af þessu tagi? „Vegna þess, að úti í Evrópu eru tugþúsundir manna, sem þekkja (sland og íslendinga í gegnum ís- lenska hestinn. Þetta er fólk sem ann íslandi og vill gjarnan koma hingað, oftast fólk af góðum efn- um, og þetta fólk vantar aðeins smá hvatningu til að koma hingað. Þessi hvatning er einmitt sýning af þessu tagi. Þjóðverjar og aðrir íþúar á meginlandi Evrópu verða undrandi er þeir heyra, hvað kost- ar að fara í leiguflugi til íslands. Þeir segja að þetta sé eins og skrepþa til Napólí, og finnst ekki mikið! Ég hef trú á að ferðir af þessu tagi yrðu vinsælar. Ég sagði áðan að um 500 þúsund manns komi árlega á sýninguna í Essen. Væri okkar sýning auglýst þar og kynnt, yrði ég undrandi ef ekki mætti fá hingað um 1% af gestum Equit- ana, eða um 5000 manns. Auk þess myndi sýningin verða sótt af Islendingum, og vafalítið má kynna hana í Bandaríkjunum og víðar." Mjög jákvæðar undirtektir — Hvernig hafa undirtektir verið? „Þær hafa undantekningarlaust verið mjög góðar, og ætlunin er að fara af stað í vor, svo fremi sem unnt verði að fá fjárveitinu til að setja dúk eða hlíf á gólf Laugar- dalshallarinnar, en nauðsynlegt er að hafa sýningu af þessu tagi að verulegu leyti innan dyra vegna óvissu um veðurfar. Þegar hefur verið haft samband við Búvöru- deild SIS, Landbúnaðarráðuneyt- ið, Landssamband hestamannafé- laga, Félag tamningamanna, Ferðamálaráð, Flugleiðir, Hags- munafélag hrossabænda, Hesta- mannafélagið Fák, Búnaðarfélag Islands, Hótel Sögu, Tímaritið Eið- faxa og fleiri. Undirbúningsnefnd hefur unnið að þessu máli, en í henni voru auk mín þeir Agnar Tryggvason formaður, Sveinbjörn Dagfinnsson ráðuneytisstjóri og Gísli B. Björnsson framkvæmda- stjóri. — Framkvæmdanefnd hef- ur nú leyst undirbúningsnefndina af hólmi, en þar sitja Sveinbjörn Dagfinnsson formaður, Gísli B. Björnsson og Agnar Tryggvason. Undirtektirnar hafa sem fyrr segir verið mjög góðar, og mér finnst vera skilningur á því hve hér gæti verið um stórt mál að ræða, og gott tækifæri til að gera tvennt í senn: Lengja ferðamannatímann og kynna íslenskar vörur." Kynnisferðir, sýningartjöld, sýningar — Hvað er það nákvæmlega, Gunnar Bjamason: Það er engin vandi að laða útlendinga að landinu ef rétt er á spilum haldið. sem þú hugsar þér að verði boðið uppá auk hestasýninganna? „Hugmynd mín var sú, að allan daginn yrði í gangi hvers kyns starfsemi í hliðarsölum aðalsýn- ingarhallarinnar eða í tjöldum og nálægum húsum. Ég sé fyrir mér að boðið verði upp á allar mögu- legar tegundir lambakjöts í einu tjaldinu. Tískusýningar verði í öðru, þar sem íslenskur fatnaður verði sýndur. I því þriðja væru sýndar íslenskar kvikmyndir, sem einnig mætti kaupa meðenskum og þýskum textum á myndböndum. Þarna væri tjald með íslenskum bókmenntum, þýddum á hin ýmsu tungumál, auk íslenskra bóka. Rit- höfundar kæmu fram og læsu upp, svöruðu jafnvel fyrirspurnum um verk sín, íslenska menningu og fleira. Á enn öðrum stað yrði sala og kynning á íslenskri málaralist, þar sem listmálarar seldu verk sín og kynntu þau. Tónlistarmenn væru á einum stað, einsöngvarar, kórar, hljómsveitir, hljóöfæraleik- arar, og hljómplötur til sölu. Þann- ig má endalaust telja. Hægt væri að skipuleggja vík- ingakvöld, ferðalög um Suðvest- urland, sundlaugarnar yrðu not- aðar, farið í heita lækinn í Naut- 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.