Frjáls verslun - 01.01.1983, Blaðsíða 55
fyrir 50 árum. Það stafar af því að
samfélagið í heild er ríkara. Það er
ekki tilfærsla tekna, sem hefur
aukið velmegun.
Sagan kennir okkur líka að ör
hagvöxtur hefur fylgikvilla svo sem
stórborgargettó og ójafna tekju-
skiptingu. En hægt er að ganga of
langt í tillitssemi og jöfnun tekna. í
velvirku hagkerfi hækkar velferð-
arstig allra, ekki bara hinna ríku
eða fátæku."
— Eiga hagfræðingar að hafa
meiri áhrif á stjórnmálum?
,,Ég hef ekki trú á hagfræðing-
um, sem pólitískum ráðgjöfum.
Hins vegar erum við ágætir í að
benda á leiðir að settu markmiði.
Hagfræðingar eiga að vera tækni-
menn — Keynes sagði einu sinni
að hagfræðingar ættu að vera
góðir tannlæknar, að við ættum að
gera við en ekki segja fólki hvernig
það á að lifa lífinu.
Hagfræðingar eru góðir í hag-
kvæmni og hámörkun. Stjórn-
málamaður getur spurt okkur
hvernig best er að hámarka tekjur
ríkisins og við höfum svar. En við
eigum ekki að skipta okkur af því
hvort ein leiðin eða önnur sé betri
fyrir landbúnaðinn, atvinnulausa
eöa efnamenn. Millifærslurnar eru
svið stjórnmálamannanna."
— Þú hefur oft skipt um rann-
sóknarsvið á starfsævinni?
,,Ég vinn hratt. Kannski hef ég
skipt oft, en það endurspeglar
persónuleika minn. Ég vil breyt-
ingar. Sjálfur tel ég að framgangur
minn hefði orðið meiri ef ég hefði
haldið mig við hlutverk upplýsinga
ímarkaðshegðun. Ég vann við það
í nokkur ár. Síðan fór ég yfir í að
rannsaka orsakir og afleiðingar
opinberra afskipta. Nú er það
hlutverk upplýsinga í stjórnmála-
lífi."
Nýjar
spara
leiðir til að
telexkostnað
Stærð telex kerfisins bendir til þess að mörg ár líði, áður en
það víkur sem algengasti sjálfvirki sendingarmiðillinn í notk-
un hjá fyrirtækjum. Reyndar eru til kerfi sem vinna hraðar en
telexið, sem sendir á hámarks hraða 400 stafi á mínútu. Slíkt
kerfi eru gjarnan gagnleg fyrirtækjum sem þurfa að sendi
mikinn texta til sömu, fáu viðtakendanna. — Samt sem áður
veitir telex kerfið aðgang að næstum hverju einasta fyrirtæki f
heiminum.
Telex kerfið er enn í vexti. Talið
er að þaö nái til u.þ.b. 1,2 milljón
notenda, í 190 löndum og ríkjum.
Notendum fjölgar samfara því að
telex kostnaður minnkar í hlutfaiii
við póstkostnað, og þar sem tel-
exið er stöðugt betur viðurkennt til
þess að gera bindandi samninga á
sviði viðskipta og fjármála.
Eins og telexið er uppbyggt,
getur það orðið við nauðsynlegum
kröfum sem gerðar eru til send-
ingarmiðils. Þegar um stuttan
texta er að ræða berast skilaboð
tafarlaust til viðtakenda. Telexið
getur sent texta stanslaust í 24
stundir, lætur báðum aðilum í té
prentuð afrit af því sem þeim hefur
farið á milli og leyfir bein sam-
skipti, þegar báðir aðilar sitja við
telex tækin
Flest fyrirtæki sem hafa telex
nýta sér illa þann kost einfaldlega
vegna þess að tækin eru í flestum
tilfellum staðsett í sérstöku telex
herbergi, langtfrá þeim, sem fá og
senda skilaboðin. Orsakir þess er
aftur að leita til þess hávaða sem
fylgir hefðbundnum telex tækjum
og þess að þau krefjast oft sér-
hæfðs ritara.
Með því að skilaboð eru með-
höndluð af starfsfólki sem hefur
oft takmarkaðan skilning á inni-
haldi þeirra, vilja verða tafir og
villur, sem íbesta falli leiðatil reiði,
í versta falli til glataðra tækifæra,
en villur eru óhjákvæmilegar þeg-
ar telex ritari endurritar vélritað —
eða handskrifðað frumrit. Enn-
fremur ná skilaboö, sem móttekin
eru í telex herbergi einungis til
viðtakenda, þegar einhver hefur
tíma til að afhenda þau.
Skrifborðstelex
Hvernig má virkja nútíma tækni
til þess að nýta betur kosti telex?
Sendihraði verður ekki auðveld-
lega aukinn, þar sem umfang
kerfisins, sem sé kostir þess, virka
hér sem ókostir. Samþykkja þarf
allar breytingar vegna telex kerfis-
ins um heim allan af CCITT
(Comité Consultatif International
Téléphonique et Télégraphique
(nefnd skipuð af Sameinuöu Þjóð-
unum)) og síðan tekur 4 ár að
hrinda þeim í framkvæmd
Betri nýting á kerfinu getur því
einungis orðið hjá notanda sjálfum
með því að bæta sjálfan tækja-
búnaðinn t.d. nota telex skjái og
breyta staðsetningu.
Philips telur mesta þörf á því að
flytja telex skjáina út úr telex her-
berginu og setja þá inn ískrifstofur
stjórnenda, eða einkaritara. Hröð,
áreiðanleg samskipti fólks sem
hefur beina hagsmuna að gæta,
mun færa besta arðinn, og mun
einnig spara kostnað við að hafa
sérþjálfaöa telex ritara. Með því að
55