Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1983, Qupperneq 41

Frjáls verslun - 01.02.1983, Qupperneq 41
fylgjast meö, og svo allur þessi aragrúi af töskuheildsölum, menn sem flestir hafa allt annaö en innflutning eöa heildsölu aö sinni aðalatvinnu, en lítið sem ekkert er gert til að fylgjast með eða skatt- leggja. í þessum efnum er hið opinbera sífellt að rannsaka skakka aðila. — Ég vil þó í tilefni þessara orða taka skýrt fram, að við hér hjá Þýsk-íslenska höfum ekki yfir neinu að kvarta og höfum undantekningalaust átt gott sam- starf við alla þessa opinberu starfsmenn, skattyfirvöld, verð- lagsyfirvöld, toll og fleiri, en þessi orð eiga jafn mikinn rétt á sér jafnt fyrir það.“ Stefnum í íslenskan iðnað til útflutnings Okkur er fyrir löngu Ijóst, að margt af því sem flutt er inn til landsins er hægt að framleiða jafngott hér eða betra. Við hjá Þýsk-íslenzka hf. erum með tals- verða athugun í gangi núna um þátttöku okkar í iðnaði sem yrði ekki síst til útflutnings. Við teljum víst að þetta sé hægt án styrkja þess opinbera, en þess í stað með skilningi og áhuga stjórnvalda. Breytt viðhorf gagnvart atvinnufyrirtækjum — Þú nefndir almenna erfið- leika við að reka atvinnufyrirtæki á íslandi í dag. Hvað má gera til að breyta þessu? ,,Það má segja að ógerlegt sé að reka fyrirtæki hér nú af einhverju viti, svo lítið vit virðist vera í ís- lensku efnahagslífi. Þetta hreytist auðvitað ekki fyrr en átak hefur verið gert í því að rétta þjóðarbúið við og losna við helstu og verstu sjúkdómseinkennin. En fleira þarf að koma til, og þar er að mínum dómi mjög mikilvægt að hugarfarsbreyting verði hjá al- menningi og stjórnmálamönnum mörgum gagnvart atvinnulífinu í landinu. I rauninni ætti að vera sjálfsagt, að ýtt væri undir at- vinnulífið í hverju landi og í hverju héraði, en svo undarlega vill til, að víða skortir skilning á því hversu mikilvæg hverjum stað blómleg Benóný Gíslason vörumótttöku- stjóri á ferð og flugi með vörur, sem sjaldan stoppa lengi við, enda umsetnigarhraði mikilvægur öllum innflutningsfyrirtækjum. atvinnufyrirtæki eru. Ég get nefnt sem dæmi, að í september sl. var tekin í notkun ný blöndunartækja- verksmiðja hjá Grohe. Þar sem þetta er fyrirtæki með nánast allan heiminn sem markaðssvæði, var víða svipast um eftir heppilegustu staðsetningunni. Meðal annars kom ísland til greina, sem og flest eða öll lönd Vestur-Evrópu. Að lokum varð niðurstaðan sú, að verksmiðjan skyldi reist í Þýska- landi, og það sem gerði útslagið var það, að viðkomandi bæjaryfir- völd lögðu til fría lóð, lögðu fram 17 milljónir marka til að koma verksmiðjunni af stað, og auk þess var heitið ýmsum fríðindum fyrstu árin. — Þetta var auðvitað gert til þess að fá stórt og viðurkennt fyrirtæki til að setjast að í borginni, þannig skapaðist atvinna fyrir fjölda fólks, og hagnaður yrði ótvíræður í bráð og lengd. — Þarna var slegist um að fá fyrir- tækið til að setjast að en ansi er ég hræddur um að hugsunarháttur sem þessi væri mörgum stjórn- málamönnum hérframandi. Þetta er dæmi um það sem ég vil nefna nauðsynlega hugarfars- breytingu, til að unnt verði að rífa íslenskt efnahagslíf upp úr þeim öldudal, sem það nú er í.“ Nýt þess aö vera í skemmtilegu starfi — Hvað er það, sem þú færð einkum út úr því að reka stórt fyrirtæki, sem Þýsk-íslenska, safn- arðu til dæmis auði í þessu starfi? ,,Nei, ég berst lítið á, og mun minna en margir þeir, sem minna hafa umleikis í fyrirtækjum sínum, og ég fæ lítið út úr slíku. Þýzk-ís- lenska hf. er hlutafélag með mörgum eigendum, ég er einn af þeim. Ég hef vissulega góð laun hér, en hvort ég telst ríkur maður tel ég vafamál. Ég hygg að ekki yrði svo ýkja mikið eftir hér, ef fyrirtækið hætti og seldi eigur sín- arog greiddi skuldir. Þetta byggist allt á því að reksturinn gangi eðli- lega, og það er hlutverk okkar að sjá svo um að það gerist. Ég upp- sker fyrst og fremst í því að vinna vinnu sem mér finnst skemmtileg, það er mér nóg. Hinu er svo heldur ekki að leyna, að þetta er bindandi meira en góðu hófi gegnir, og stundum finnst mér sem ég hafi lítið svigrúm eða frelsi til að gera það sem mig lystir. Fyrirtækið hef- ur bundið mig í báða skó um langt árabil. —- Á þessu verður þó nokkur breyting nú, þegar við verðum tveir framkvæmdastjór- ar.“ — Fjárhagsáhyggjur, hafa þær ekki verið miklar í svo örri upp- byggingu fyrirtækisins? „Jú, óneitanlega. Það virðist ekki hægt að komast hjá þeim í atvinnurekstri, og sannleikurinn er sá að ekkert er eins lýjandi og langvinnar fjárhagsáhyggjur. Okkur hefur þó tekist að sigla hjá öllum stórerfiðleikum hér, og við höfum lagt kapp á að byggja upp traust fyrirtækisins með því að standa í skilum og standa við gerða samninga. Hér hafa allar skuldir verið greiddar á gjalddaga, og við höfum aldrei lent í vanskil- um, alltaf greitt fólki laun og svo framvegis, hér hefur aldrei verið skrifað uþp á víxil eða greitt með ávísun, sem ekki reyndist inni- stæða fyrir. Það hefur reynst mikils virði, þegar fram í hefur sótt, að geta þannig byggt upp traust á fyrirtækinu. — í heild hefur þetta verið erfitt en skemmtilegt starf, og fyrirtækið hefur vaxið hraðar og dafnað betur en við gátum átt von á í upphafi. Það er gæfa okkar hér, og við hyggjumst halda áfram á sömu braut." 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.