Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1983, Page 19

Frjáls verslun - 01.04.1983, Page 19
Texti: Atli Steinarsson innlent „Það er deginum Ijós- ara að þegar við erum farnir að takast á við verðbólgu, sem er yfir 100% á ári er staða okkar orðin býsna alvarleg. Við eigum ekki annars úr- kosti en vinna bug á þessari efnahagsmein- semd. Vilji stjórnvalda er að ná verulegum árangri í þessari baráttu þegar á þessu ári. Ég trúi þvíekki, að fólk sé reiðubúið að fara aftur í sama djúpa farið og við vorum í, heldur hinu að þegar árangurinn sést, sjái allir hversu miklu hyggilegra sé að draga aðeins úr ferðinni í bili.“ Þannig mælti Matthías Á. Mathiesen, viðskipta- ráðherra, er Frjáls verslun ræddi við hann um verkefni nýrrar ríkis- stjórnar og þá málaflokka er hann stjórnar, en þeir snerta hvern einasta ís- lending. „Ég er svo vongóður um árangur í þeirri bar- áttu sem hafin er, að ég tel að jafnvel í september sjáist sá árangur, sem opna mun augu allra þeirra sem enn tvístíga fyrir því að á markaðri baráttubraut verði að halda áfram. Raunveru- leg mæling verðbólgunn- ar nú sýnir, að ekki er óhugsandi, að þegar í Matthías Á Mathiesen, viðskiptaráðherra: Aukið frjálsræði septembermánuði verði hægt að stíga fyrstu skrefin í þá átt að lækka vexti. Þetta er ýmsu háð. En þegar sá áfangi næst stuðlar hann að stöðugu gengi og stórkostlegum áfanga í baráttunni við verðbólguna“, sagði ráð- herrann. Verðlagsmálin snerta hvern einasta íslending. í stjórnar- sáttmálanum er talað um að- hald í fyrstu en síðan frelsi. Hvernig er útfærsla þessara mála hugsuð? — í stjórnarsáttmálanum er talað um aðhald í verðlagsmál- um og það hafa ekki verið leyfðar verðhækkanir, þar sem um er að ræða verðlagseftirlit, nema vegna óumflýjanlegs kostnaðarauka. Við hugsum okkur að halda áfram þar sem frá var horfið og byggja á þeim lögum, sem samþykkt voru í tíð ríkisstjórnar Geirs Hallgríms- sonar og auka á frelsið í verð- lagsmálunum. Það er skoðun okkar aö það sé best fyrir neytendur, að þeir annist sjálfir verðgæsluna. Hefur þetta m.a. komið mjög vel í Ijós í þeirri könnun, sem Verðlagsstofnun gerði nú fyrir skömmu. Það verður gert um leið og þaö tímabil, sem nú stendur yfir, er liðið. — Er síðar með „auknu 19

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.