Frjáls verslun - 01.05.1984, Page 5
frjáls
verz/un
Sérrit um efnahags-, viðskipta-
og atvinnumál. Málssvari
viðskiptafrelsis.
Stofnað 1939.
Útgefandi Frjálst framtak hf.
STJÓRNARFORMAÐUR:
Magnús Hreggviðsson
RITSTJÓRI:
Sighvatur Blöndahl
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
Ólafur Jóhannsson
AUGLÝSINGASTJÓRI:
Sjöfn Sigurgeirsdóttir
Auglýsingasími: 31661
LJÓSMYNDIR:
Jens Alexandersson
SKRIFSTOFUSTJÓRN:
Þórunn Þórisdóttir
Tímaritið er gefið út ísamvinnu
við Verslunarmannafélag
Reykjavíkur og Verslunarráð
islands.
Skrifstofa og afgreiðsla:
Ármúla 18
Simar 82300 — 82302
SETNING, PRENTUN
OG BÓKBAND:
Prentstofa
G. Benediktssonar
LITGREINING Á KÁPU:
Prentmyndastofan hf.
Öll réttindi áskilin
varðandi efni og myndir
FRJÁLS VERZLUN
er ekki ríkisstyrkt blað
Islensk fyrirtæki
BÓKIN ÍSLENSK fyrirtæki hefur á undanförnum árum notið
vinsælda meðal landsmanna, enda er hún eina bók sinnar teg-
undar hérlendis. Undirbúningur að útgáfunni fyrir árið 1985
stendur nú sem hæst og mun hún væntanlega koma út í janú-
armánuði nk. Ritstjóri íslenskra fyrirtækja ersem fyrr Erla Ein-
arsdóttir, en útgefandi er Frjálstframtak hf.
Mjög hefur verið vandað til vinnslu bókarinnar í gegnum tíð-
ina og nú er svo komið að hún er að mestu leyti tölvuunnin,
sem gerir hana mun nákvæmari en áður var. Allar upplýsingar
eru færðar jafnóðum inn í tölvu fyrirtækisins. Strax og breyt-
ingar berast eru þær færöar inn og engin hætta skapast á því
aö upplýsingar í bókinni séu úreltar á hverjum tíma.
íslensk fyrirtæki er góð handbók fyrir alla þá sem starfa í at-
vinnurekstri og aðra þá sem áhuga hafa á atvinnumálum. Bók-
in kemur aö bestum notum fyrir aðila í atvinnurekstri hér á
landi, en ennfremur hefur veriö bætt inn í hana á siðari stigum
upplýsingum, sem handhægar eru fyrir þá erlenda aðila, sem
hyggjast eiga viðskipti við íslendinga. í því sambandi er hafið
söluátak bókarinnar erlendis og hafa viötökur veriö mjög góð-
ar.
Bókin skiptist í nokkra meginkafla. Þeir eru helstir efnisyfir-
lit og leiðbeiningar um notkun bókarinnar. Sérstakur kafli er í
bókinni um ísland fyrir erlenda notendur. Hann nefnist lceland
today. Kaflinn hefur að geyma upplýsingar fyrir erlenda kaup-
sýslumenn um viðskiptamál á íslandi og ýmislegt fleira sem
að notum gæti komið. í bókinni er sérstök umboðaskrá með
nöfnum framleiöenda og umboðsmanna þeirra hér á landi. Þá
er að finna vöru- og þjónustuskrá með upplýsingum um hvaða
aðilar versla með tiltekna vöruflokka. Kafli er í bókinni um
vörusýningar erlendis.
Kjarni bókarinnar er síðan fyrirtækjaskráin, sem hefur aö
geyma skrá yfir fyrirtæki, félög, stofnanir og sveitarfélög á
öllu landinu. í kaflanum er að finna nöfn starfandi fyrirtækja,
stofnár þeirra, heimilisföng, símanúmer, nafnnúmer, sölu-
skattsnúmer, telexnúmer, starfssviö, stjórnir, nöfn helstu
starfsmanna, starfsmannafjölda, umboö, þjónustu og fram-
leiöslu. Þar er einnig að fjöldi firma- og vörumerkja. íslensk
fyrirtæki hefur ennfremur aó geyma skipaskrá, sem er hand-
hæg fyrir alla þá er starfa að málefnum tengdum útgerö.
Að endingu er ástæöa til að hvetja alla þá aðila, sem í bók-
inni eru og breyting hefur orðiö á högum hjá á árinu, að hringja
inn breytingar, sem samstundis eru færðar inn.