Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1984, Side 21

Frjáls verslun - 01.05.1984, Side 21
leysi heldur enn áfram aö aukast og alls eru nú 32 milljónir manna atvinnulausar í OECD löndunum. Efnahagsbatanum er mjög misskipt á löndin, þannig hefur hagvöxtur i Bandarikjunum náö allt að 8% (m.v. heilt ár) síðustu mánuði. Hagvöxtur í Japan er rétt undir 5% en talið er að aukning þjóðarframleiðslu verði ekki nema 2 —2,5% i Evrópulöndum OECD. Atvinnuleysi fer minnk- andi i Bandarikjunum og er nú i 71/2% en eykst hins vegari Evr- ópulöndum, og er búist við að at- vinnuleysið verði um 11 % af mannafla þar undir árslok. Mikið hefur hægt á verðbólg- unni í aöildarlöndum OECD. Verðbólgan var í Evrópulöndum að jafnaði um 7% árið 1983, er talin verða um 6% i ár og um 5% 1985. Vegna mikillar þenslu i Bandarikjunum er búist við að verðbólgan aukist nokkuð á seinni helmingi þessa árs og á næsta ári, eða úr 31 /2% nú í rúm 5% á árinu 1985. Nýrtónn Það kveður við nokkuð nýjan tón í seinustu greinargerðum OECD um þróun og horfur i efna- hagsmálum en áður. Bretinn Dr. Henderson er nýráðinn til starfa sem formaður stofnunarinnar. Er hann hinn skeleggast talsmaður markaðshyggju og frjálsar versl- unar. Aðaláherslupunktarnir i stefnu OECD undir stjórn Dr. Hendersons er annsrs vegar virk beiting peningastefnunnar, þann- ig að viðhalda megi stöðugum hagvexti án verðbólgu og hins vegar að ná jöfnuði i rikisfjármál- um, draga úr hallarekstri rikisins og lækka skatta. 'I framhaldi af þessu er lögð mikil áhersla á það hjá OECD að gera skipulagsþreytingar í efna- hagslifinu, með það fyrir augum að auka samkeppni og skilvirkni i efnahagsstarfseminni. Megininn- takið er aö láta markaðsöflin starfa sem allra mest frjálst, sér- staklega á sviði vinnumarkaðar- ins, á fjármagnsmarkaðnum og i viðskiptum þjóða i milli. Horfurnar næstu 18 mánuði. Efnahagsbatinn hófst i raun fyrr i Bandarikjunum en i öðrum OECD-löndum. Nú bendir allt til þess, að nokkuð muni hægja á hagvextinum i Bandarikjunum, enda vandséð að sú mikla gróska, sem einkennt hefur efna- hagslifið þar i landi geti haldist til lengdar. Bent er sérstaklega á, að hinir háu vextir í Bandarikjun- um (um og yfir 12% en verðbólg- an er um 5%), hljóti að draga úr fjárfestingum fyrirtækja, sem or- sakar bæði beint og óbeint minni hagvöxt. Mismunandi þróun Þróun efnahagsmála i helstu Evrópulöndum OECD hefur verið með nokkuð öðru sviði en i Bandsrikjunum og Japan. Efna- hagsbatinn gerði seinna vart við sig og er mun hægari en i tveim ofangreindum löndum. Hagvöxtur er talinn verða um 21/2% i ár i helstu Evrópulöndum og sá sami á næsta ári. Þessi litli hagvöxtur nægir ekki til að halda í horfinu með núverandi atvinnustig og er þvi spáð að atvinnnuleysi muni nokkuð aukast allt fram á árið 1985. í Japan hefur hagvöxtur verið allnokkur undanfarna mánuði, og spáð er að þjóðarframleiðslan muni aukast um nær 5% á þessu ári. í þessu efni búa Japanir að verulegri aukningu útflutnings sérstaklega til Bandarikjanna. Nokkuð mun draga úr hagvexti i Japan á næstu mánuðum, en áætlað er, að efnahagslifið verði tiltölulega kröftugt þar i landi allt framáárið 1985. Verðbólga hefur verið á hröðu undanhaldi í flestum OECD-lönd- um og verðbólgumunurinn milli landa fer minnkandi. Búist er við að verðbólgan verði um 5% að jafnaði í OECD löndunum í heild bæði i ár og á næsta ári. 21

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.