Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1984, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.05.1984, Blaðsíða 33
VERSLUN Verslunarrými orðið of mikið í höfuðborginni — verslunarrými stdrmarkaðanna mun enn aukast á komandi árum Stórmarkaðir á Reykjavíkur- svæðinu eru orðnir staðreynd. Raunar eru allmörg ár síðan fyrstu búðirnar sem kalla mætti því nafni, opnuðu og á síðustu árum hafa þessar búðir eflst og þeim fjölgað. Bent hefur verið á að nú sé komið fullmikið af svo góðu og verslunarrými á Reykjavíkursvæðinu sé nú orðið full mikið miðað við íbúafjölda. Einnig er bent á að síaukinn fjöldi stórmarkaða í eigu fjár- sterkra aðila muni ganga af smákaupmönnum dauðum, þ.e. verslunum þeirra. Hér verður reynt að varpa Ijósi á þessi mál og er samantektin byggð á við- tökum við kaupmenn í Reykja- vík. Einnig fylgir með sérstakt spjall við Sigurð E. Haraldsson formann Kaupmannasamtaka íslands. Stórmarkaðir Stórmarkaður er hér skil- greindur sem verslun þar sem fá má alla venjulega nauðsynja- vöru. þ.e. matvöru og hluti frá saumnálum upp í stærstu hús- gögn eða allt sem heimili þarfn- ast til daglegs brúks og viðhalds. Hagkaup er þeirra elstur og Vörumarkaðurinn, JL húsið og Mikligarður eru dæmi um stór- markaði, en þessum verslunum er það sameiginlegt að hafa margar deildir og mikið vöruúr- val. SS búðirnar. þótt sumar séu stórar, teljast því ekki til stór- markaða að þessu leyti, en þó má telja þær ásamt Kjötmið- stöðinni, Víðisbúðunum o.fl. til samkeppnisaðila við matar- deildir stórmarkaðanna. Fyrir rúmu ári töldu menn ríkja nokkurt jafnvægi í matvöruversl- un á Reykjavíkursvæðinu, en með tilkomu Miklagarðs og nýrr- ar verslunar Vörumarkaðarins á Seltjarnarnesi hefur framboðið aukist talsvert. Og ekki er það allt búið enn. Víðisbræður eru að • Meðalstdrar matvöruverslanir standa helst höllum fæti • hefja byggingu stórrar verslunar í Mjóddinni í Breiðholti, Kaup- garður undirbýr nýja verslun í Garðabæ. Hrafn Bachmann í Kjötmiðstöðinni hefur hug á aö stækka við sig og Hagkaup opn- ar nýja verslun í Kringlumýri inn- an fárra missera, mun stærri en þá sem nú er rekin í Skeifunni. Harðari samkeppni Þetta aukna framboð verslana hefur að nokkru leitt til meiri og harðnandi samkeppni, einkum í verði. Fulltrúar stórmarkaðanna fylgjast grannt með verði hvers annars, flokkar manna fara reglulega í búðirnar og skrifa upp verðin. Allt er þetta í mesta bróóerni gert. menn gefa sig fram hjá keppinautnum og hann veitir samþykki sitt. Mjög er þó misjafnt í hversu miklum mæli þetta er gert. en vissulega er hér um einfalda leið að ræða til að fylgjast með keppinautnum. Annað atriði sem aukið hefur samkeppnina eru verðkannanir Verðlagsstofnunar. Þær versl- anir sem sýna lægst verð njóta þess lengi á eftir. fá út á það auglýsingu og geta baðað sig upp úr því og laðað að við- skiptavini. Önnur atriði sem fylgja fast eftir í verðsamkeppn- inni eru gæói og vöruúrval, en kaupmennirnir voru sammála um að verðsamkeppnin væri í fyrsta sæti. Sem fyrr segir ríkti nokkuð jafnvægi á sviði stórmarkaðanna þar til Mikligarður opnaði á liðnu hausti. Fulltrúar hinna stórmark- aðanna töldu sig hafa misst nokkra verslun í fyrstunni og fannst þeim ekki óeðlilegt að fólk kannaði hina nýju verslun sem bar allmikið á í fyrstunni. Að nokkrum tíma liðnum segja þeir hina föstu viðskiptavini sína hafa snúið .,til síns heima'-. Ekki vildu þeir viðurkenna að Mikligarður hefði því ekki tekið neitt frá þeim 9 til 10 mánaða reynslu af sam- býlinu. Forráðamenn Miklagarðs segja veltuna hafa verið meiri en vonir stóðu til. líka eftir áramótin og að hún stefni enn upp á við. Með þessar staðhæfingar i huga verður að telja að Mikligarður hafi því einna helst tekið hluta frá minni verslunum og meðalstór- um og líklegt er einnig að einn 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.