Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1984, Page 48

Frjáls verslun - 01.05.1984, Page 48
SAMTÍÐARMAÐUR Takist mér vel til er það hvati til frekari athafna — segir Finnbogi Kjeld, forstjóri skipafélagsins Víkur h.f. FINNBOGI KJELD er forstjóri og aðaleigandi Skipafélagsins Víkur h/f. Hann á einnig fyrir- tækið SALTSALAN H/F, og inn- flutningsfyrirtækið VÍKUR- BRAUT S/F. Þá hefur Finnbogi einnig haslaö sér völl á sviði fiskiræktar, en hann er meiri- hluta eigandi í tveimur fiskeldis- stöðvum, Pólarlaxi h/f., við Straumsvík, og Fiskeldi h/f, á Húsavík Finnbogi hefur ekki verið áberandi í þjóöfélaginu þau 15 ár sem liðin eru frá því að hann hóf rekstur Skipafélagsins Víkur h/f. Hinsvegar hefur hann veriö þekktur á þeim stöðum sem skiptu máli varðandi reksturinn. Hagur fyrirtækja hans er all- góöur, aö minnsta kosti á ís- lenskan mælikvarða, og nam velta þriggja helstu fyrirtækj- anna, þaö er Skipafélagsins Vík- ur h/f, Saltsölunnar h/f., og Vik- urbrautar s/f., um 470 milljón- um króna á síðasta ári. Finnbogi tjáir sig ekki mikið um þær aðferöir sem hann beitir í rekstri fyrirtækjanna. Finnbogi Kjeld var tregur til að veita blaðamanni Frjálsrar verslunar viötal og kvaðst síður vilja hafa sig í frammi í fjölmiðl- um, en að lokum féllst hann á viðtaliö og er hann samtíöar- maður Frjálsrar verslunar aö þessu sinni. Aðdragandinn — Finnbogi var fyrst spuröur um hans fyrri störf og aðdrag- andann að stofnum fyrirtækj- anna. Aö loknu farmannaprófi árið 1960, var ég stýrimaður hjá Jökl- um h/f, þar til Drangajökull fórst í júlimánuði þaö sama ár. Þá fór ég til Bandaríkjanna þar sem ég var stýrimaður hjá United Fruit i ban- ana- og sykurflutningum, um eins árs skeiö og siöan hjá National Bulk Inc., i málmgrýtisflutningum i á annaö ár. Ég kom aftur til is- lands áriö 1962. Settist þá á skólabekk í Menntaskólanum á Akureyri meö þaö fyrir augum aö veröa prestur. Það breyttist eins og gengur, og ákvaö ég að fara i kaupskipaútgerð. Áriö 1969 keypti ég, ásamt fleirum, flutn- ingaskipiö Gjótey, og stofnuöum við jafnframt Skipafélagiö Vikur h/f. Viö keyptum skipið af Björg- un h/f, sem haföi bjargað skipinu af strandstaö á Raufarhöfn. Grjótey skíröum viö „Eldivik" en hún var „Bulk carrier", eöa skip sem flytur lausa farma. Eldvikin kostaöi á þessum tima 21 milljón króna og var skipið í siglingum víöa. Veðsetti allt — Hvernig gekk aö fjármagna skipakaupin og hvernig var aflað fjártil þeirra? Ég veðsetti auövitaö allt sem ég átti og einnig var talsvert lán- aö i skipinu. Þessi rekstur hefur 48

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.