Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1984, Page 49

Frjáls verslun - 01.05.1984, Page 49
Finnbogi með helstu starfsmönnum fyrirtækjanna. F.h. Finnbogi Kjeld, Ólafur Thorarensen, Baldvin Jónssoi Jón R. Halldórsson, Hjálmar Diégo, Viðar Halldórsson og Þórður R. Magnússon. gengiö sæmilega en nú á Skipa- félagiö Vikur h/f, þrjú skip. Eldvik fyrsta var seld til Kýpur áriö 1974 og i staö hennar var keypt nýtt og stærra skip sem einnig hlaut nafnið „Eldvik". Gamla „Eldvik" var 1600 lestir aö stærö, en nýja skipið sem keypt var frá Þýzka- landi, er 2840 lestir. Áriö 1974 keyptum viö síðan „Hvalvik“ en hún er 4450 lestir, og loks var þriöja skipið, „Keflavik“ keypt áriö 1982. Þaö skip er 3960 lestir aö stærö. 80% erlend lán — Hvernig var meö fjármögn- un á þessum skipakaupum? Þau hafa verið fjármögnuö 80% meö erlendum lánum og 20% meö eigin fé. Rekstur skipanna hefur staðið undir þessari lánabyrði, en viö höfum aö sjálfsögöu ekki farið varhluta af þeim erfiöleikum sem undirstöðuatvinnuvegur þjóöar- innar á viö aö etja i dag. Þaö hef- ur m.a. birst okkur meö þeim hætti aö útgerðarfyrirtækin hafa keypt salt af Saltsölunni h/f.. sem Skipafélagiö Víkur h/f, hefur flutt til landsins. Greiðsluerfið- leikar útgeröarinnar hafa þýtt aö þeir hafa ekki getaö staöiö i skil- Víkur h.f. á þrjú skip ídag Fjármögnum eriend lán um viö Saltsöluna h/f„ og Salt- salan h/f„ hefur ekki getaö stað- iö i skilum meö flutning á salti. Saltsalan keypt — Hvaö varö til þess aö þú keyptir Saltsöluna hf? Ég keypti fyrirtækið áriö 1978 af Geir Borg og börnum hans, en Saltsalan h/f„ var stofnuö áriö 1972, um þaö leiti er Kol og Salt var lagt niður. Saltsalan h/f er sem sagt arftaki Kol og Salt h/f Aðspurður um samkeppnina, sagöi Finnbogi Kjeld, aö sam- keppni almennt væri af hinu góöa, og væri aðeins til aö hvetja menn til dáöa. Hinsvegar væri afleiöing einokunar jafnan sú að óhagkvæmni héldi innreið sina. Ef fyrirtæki kæmist i einokunar- aöstööu á markaðinum leiddi þaö aö jafnaði til þess aö verk hækk- aöi þaö sem ekkert aöhald væri aö verölagningu vörunnar eöa þjónustunnar. Væri þetta vel þekkt á Íslandi ekki sist i flutning- um. Salt og saltfiskur — Finnbogi var næst spurður um það hverjir væru aðal flutn- ingar skipanna þriggja? Aöalflutningarnir eru salt og saltfiskur. Eldvikin og Keflavíkin eru sérhönnuö til saltfiskflutning- a á brettum. Þessi bretti þróuöum 49

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.