Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1984, Page 73

Frjáls verslun - 01.05.1984, Page 73
VIÐSKIPTI Viöskiptasamningar kjölfestan í öllum viðskiptum milli ís- lands og Tákkóslóvakíu Viðskipti íslands og Tékkó- slóvakíu eiga sér nærri 40 ára langa sögu. Þau hófust 1946 er undirritaður var fyrsti viðskipta- samningur landanna. I upphafi voru þessi viðskipti fyrst og fremst í formi vöruskipta, því skiptanlegir peningar voru af skornum skammti. Vöruskipti lögðust þó brátt af, bæði vegna aukins frelsis í viðskiptum og aukinna fjármuna, sem þjóðirn- ar höfðu umleikis. Vlðskiptasamningarnir hafa verið kjölfestan í viðskiptunum. Þeir hafa yfirleitt verið til fimm ára í senn nú seinni árin. Ef þeim hefur ekki verið sagt upp að þeim tíma liðnum. hafa þeir framlengst sjálfkrafa óbreyttir í eitt ár í einu. í þessum samning- um kemur fram vilji þjóðanna til viðskiptalegra tengsla. Núgild- andi samningur er frá 1977 og gilti hann til ársloka 1982 en hefur verið framlengdur árlega síðan. Nefndir landanna hittast ár- lega til að ræða framkvæmd við- skiptasamningsins og þróun viðskiþtanna. -Þessi nefnd er kölluð viðskiptanefnd íslands og Tékkóslóvakíu. i henni eiga sæti fulltrúar stjórnvalda beggja landanna og fulltrúar þeirra fyrirtækja. sem hagsmuna eiga að gæta vegna inn- og útflutn- ings. Nefndarfundirnir voru uþphaflega haldnir árlega í Tékkóslóvakíu, en síðan 1954 hafa þeir verið til skiptis í Tékkó- slóvakíu og á íslandi. Núverandi formaður íslensku nefndarinnar er Sveinn Björnsson skrifstofu- stjóri í viðskiptaráðuneytinu. Útflutningur til Tékkó- slóvakíu LJtflutningur okkar til Tékkó- slóvakíu hefur á undanförnum árum dregist verulega saman af mörgum ástæðum. Sömu sögu eru raunar að segja um innflutn- ing okkar frá Tékkóslóvakíu. Fiskafurðir Tékkar hafa frá upphafi fyrst og fremst keypt af okkur ýmsar fiskafurðir, svo sem fryst fiskflök, frysta síld. fiskimjöl, lýsi og lag- meti. Undanfarin ár hafa þeir einnig keypt af okkur kísilgúr í siauknum mæli. Að lokum má nefna að þeim líkar vel íslenski osturinn og hefur útflutningur á honum stóraukist. Framleiðslu- kostnaður á osti er hins vegar hár eins og á allri landbúnaðar- vöru en útflutningsverðið of lágt. hvort sem er til Tékkóslóvakíu eða til annarra landa. Blómstrandi viðskipti Á sjötta áratugnum blómstr- uðu viðskipti landanna og á síð- ari hluta þess áratugar nam út- flutningur okkar til Tékkósló- vakíu allt að 7% af heildarút- flutningi okkar. Upp úr því dró jafnt og þétt úr útflutningnum þangað. Um 1970 nam útflutn- ingurinn 2—3% af heildarút- 73

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.