Frjáls verslun - 01.05.1984, Page 77
mælikvarða og því e.t.v. skiljan-
legt að þeir hugsi stórt. þegar
útflutningur er annars vegar og
hafi takmarkaðan áhuga á við-
skiptum við jafn lítinn markað og
Island er.
Nú virðist þó hafa vaknað
skilningur á nauðsyn þess að
rækta vel stóra markaði sem
smáa. Mikið kapp verður því lagt
á að kynna tékkneska fram-
leiðslu sem samkeppnishæfa vió
framleiðslu rikja í Vestur-Evrópu
og Vesturheimi.
Austur-Evrópuþjóðir hafa vakn-
að til vitundar um það. að við-
skipti vestrænna landa eru frjáls
og að þar gildir samkeppnin.
Tékkneskarvörur og
þjónusta
Tékkar hafa náð langt á sviði
túrbínuframleiðslu fyrir vatns-
aflsstöðvar og síðasta vélasam-
stæðan í vatnsaflsvirkjun. sem
þeir seldu okkur var í Lagar-
fljótsvirkjun. Þeir hafa nú sýnt
mikinn áhuga á að fá viðskipti
vegna Blönduvirkjunar, en þar
verður almennt útboð, sem gera
má ráð fyrir að margir taki þátt í.
Þá er aftur hafinn innflutningur á
járni og stáli eins og áðan var
vikið að sem meðal annars er
notað við raflagnalínur og báru-
járnsframleiðslu. Þá er Skoda
velkynntur hérlendis. Hann er
einnig vinsæll víða í Evrópu
og þykir góður að minnsta kosti
miðað vió verð. Tékkneskur
kristall og glervörur eru heims-
þekktar og eru þessar vörur
seldar í nokkrum mæli hérlendis.
Þá selja þeir einnig alls konar
vefnaðarvörur og garn eins og
áóur var minnst á skó. mynda-
vélabúnað. reiðhjól og fleira.
Áður fyrr voru flutt inn nokkuð af
matvælum. svo sem sykur. te og
ýmsir drykkir. en þessi innflutn-
ingur hefur alveg lagst af um
sinn.
Ferðamannaland
En það eru ekki einungis
vörur sem hægt er að kaupa frá
Tékkóslóvakíu. Landið er fjöl-
breytt og fagurt og tvímælalaust
hið ákjósanlegasta ferðamanna-
land. Tékkar eiga sér langa og
menningarríka sögu. sem þeir
hafa varðveitt vel í byggingum
og tónlist sinni. Höfuðborgin
Prag er lifandi minnismerki um
stórar stunair í evrópskri menn-
ingu. Hún státar af byggingum
allt frá tíundu öld fram til dagsins
í dag og hún á sér sögu sem er
vart jafnmikil og jafnsjálfsögð
annars staðar. Tékkar hafa á
undanförnum árum lagt sig í líma
við að kynna landið sem land
ferðamannsins. Þeir hafa byggt
stór og góó hótel víðs vegar um
landið á síðustu árum og nú
koma árlega um 18 milljónir
ferðamanna víðsvegar aó úr
heiminum en íbúar landsins eru
ekki nema um 15 milljónir. Flestir
ferðamanna koma eðlilega frá
Austantjaldslöndum en mikið
kapp er lagt á að fá vestræna
ferðamenn til landsins til að efla
gjaldeyrissjóðina. Það eru ekki
margir íslendingar sem hafa
farið í skemmtiferðir til Tékkó-
slóvakíu en þó veróur nokkuð
um það í ár.
Framtíð viðskipta landanna
En hver er framtið viðskipta
landanna? Eru þessi viðskipti af
þeirri stærðargráóu. að menn
vilji leggja hart að sér að halda
þeim áfram? Hvað varðar út-
flutning okkar til Tékkóslóvakíu
er vart spurning um það. Þótt
útflutningur á fiskimjöli hafi
dregist saman vegna minni
framleiðslu er þess vænst að
hann aukist aftur með aukinni
framleiðslu.
Eins og fram hefur komið, hafa
Tékkar lagt áherslu á að flytja inn
mikið í einu og þess vegna ef til
vill misst nokkur viðskipti, sem
þeir hefðu ella haldið. Þeim virð-
ist nú mikið í mun að leggja meiri
rækt við litla markaði. með því að
selja í smærri skömmtum í einu
og kosta einhverju til sölustarf-
seminnar.
77