Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1984, Side 81

Frjáls verslun - 01.05.1984, Side 81
flutningsbóta, sem námu um 25.000 krónum á hvert meðalheimili 1983, aukast ráðstöfunartekjur heimilanna til muna, 3. Með sölu ríkisfyrirtækja vinnst tvennt. Möguleiki skapast á því að grynnka á erlendum skuldum ríkissjóðs, sem ógna jafnvægi í verð- lagsmálum, og rekstrarhag- kvæmni samkeppnisgrein- anna, sem við tækju mun birtast neytendum og skatt- greiðendum í formi betri vara og þjónustu og lægri skatta. 4. Tillögur Vi um ráðstafanir í efnahagsmálum, sem mióa að því að afnema óskynsam- leg ríkisafskipti, skapa at- vinnulífinu almennt skilyrði til að auka kaupmátt launa, og jafnframt auka ráðstöfunar- tekjur fólks vegna minni rík- isútgjalda og þar með minni þörf fyrir háa skatta. 4. Greinargerð Tillögum Verzlunarráðsins má gróflega skipta í fernt eftir efni. í fyrsta lagi þær, er snerta skatta-, tolla-. gjaldeyris- og verðlags- mál. ( öðru lagi fjalla þær um lánamál. í þriðja lagi varða þær skipulagsbreytingar á frumat- vinnuvegunum, landbúnaói og sjávarútvegi og nýtingu auð- linda. Og að síðustu taka þær til ríkisfjármála og beinnar þátttöku ríkisins í atvinnurekstri. 4.1. Skatta-, tolla-, gjaldeyris- og verðlagsmál Talsvert hefur áunnist í flest- um þessara málaflokka. Ný lög um tekju- og eignarskatt gera ráð fyrir ýmsum breytingum, sem hníga að því að örva þátttöku al- mennings í atvinnulífinu. Á hinn bóginn eru enn við lýði ýmsar álögur á atvinnurekstri, sem tor- velda aðlögunarhæfni hans og getu til að borga hærri laun. Skattur á skrifstofu- og versl- unarhúsnæði, aðstöðugjald, launaskattur og stimpilgjald eru nokkur dæmi um þessar álögur, sem brýnt er að losna við. í heild ætti að stefna að mikilli einföld- un skattkerfisins, sem miði að því að ráðstöfun fjármagsn og skattheimta verði í meira sam- hengi. Neikvæður tekjuskattur og auknar sértekjur ríkisstofn- ana eru í þessa veru. Mikilvægt er að tollalögin verði einfölduð, tollafgreiðslu- stöðum verði fjölgað, banka- stimplun afnumin, verðtollar verði samræmdir og sama pró- senta verði á skyldum vörum, en aðflutningsgjöld verði aðeins tvö, þ.e. verðtollur og vörugjald. Ennfremur er nauðsynlegt að innleiða gjaldfrest á aðflutnings- gjöldum til þess að auka hag- ræði við innflutning. Gjaldeyrismál hafa að ýmsu leyti færst til betri vegar, en margt er enn ógert. Æskilegt væri, að veita innlendum fyrir- tækjum og almenningi heimild til að hafa ávísanareikninga í inn- lendum bönkum á erlendan gjaldeyri; að fyrirtækjum verði heimilað að nýta sér gjaldfrest við vörukaup og verði frjálst að taka lán erlendis; að rýmkaðar verði reglur um fjármagsnflutn- inga og fjárfestingu; unnið verði að því að fyrirtækjum gefist kostur á fyrirframkaupum á gjaldeyri; að skilaskyldu megi almennt fullnægja með innleggi á gjaldeyrisreikning. Að undanförnu hefur verð- lagning veriö gefin frjáls á viss- um vörutegundum. Mikilvægt er að stíga sporið í átt til frjálsrar verðmyndunar til fulls sem fyrst, svo að kostir hennar, aukin hag- ræðing og lægra vöruverð, komi ótvírætt í Ijós. 4.2. Lánamál Eitt af mikilvægustu verkefn- unum framundan til að treysta grunninn að bættum lífskjörum eru skipulagsbreytingar á sviði lánamála. Reynslan sýnir að miðstýrð vaxtastefna og mistök í fjárfestingum í kjölfar hennar hafa leitt til lakari lífskjara. Raunvextir eru um þessar mundir jákvæðir, sem helst má þakka hægari verðlagsbreyting- um á seinasta ári fremur en markvissri stefnu stjórnvalda. Besta leiðin þess vegna til að tryggja jákvæða raunvexti og þar með sparnað og skynsam- lega nýtingu fjármagns er að gefa vaxtamyndun frjálsa. Við þá ákvörðun má einnig búast við meiri almennri samkeppni milli lánastofnana. Stærstu bankar og lánasjóðir landsins eru í eigu ríkisins. Engin haldbær rök hafa komið fram til að viðhalda því fyrirkomulagi og eðlilegast að viðskiptabönkum í eigu ríkisins verði breytt í hluta- félög og þeir seldir í fyllingu tím- ans. Nauðsynlegt er að ríkið afsali sér yfirráðum opinberra sjóða og framlögum ríkissjóðs og skatt- lagningu til þeirra verði þar með hætt. í staðinn verði núverandi 81

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.