Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Qupperneq 16

Frjáls verslun - 01.05.1987, Qupperneq 16
Framleiðsla á gosdrykkjum 1976—1986 Neysla á mann í lítrum 75 50 25 0 1976 1978 1980 1982 1984 1986 1977 1979 1981 1983 1985 ÁR Neysla á mann í lítrum Framleiðsla í millj. lítra T..........I..........T— I 1 I I I.......-"'T Þróun á markaðnum Gosmarkaðurinn er mjög þróaður og örar breytingar hafa orðið á síð- ustu árum. Framleiðslan var lengi vel stöðug á árunum 1978 til 1982 i um 77-78 lítrum á mann á ári. Árið 1983 dettur framleiðslan niður í um 70 lítra á mann og helst þannig 1984. Framleiðslan fór svo í fyrra horf 1985 en rauk upp í 93.5 lítra á mann á síðasta ári sem þýðir að hver Islendingur hafi drukkið 16 lítrum meira af gosi á ári en hann er vanur. Líkur eru á því að ársneyslan á mann fari hátt í 100 lítra í ár. Án efa er það met i Vestur-Evrópu. Á rúmum 10 árum hafa komið tvö samdráttarskeið í gosmarkaðinn, árið 1975 og 1983. í bæði skiptin þegar mikill samdráttur var í efna- hagslífinu. Á árunum 1983 og 1984 kom Svalinn einnig á markaðinn en skiptar skoðanir eru á því hvort og hve mikinn þátt hann hafi átt í sam- drætti á gossölu. Þróun í umbúðum og nýjum drykkjum skýrir vöxt síð- ustu ára og tilkoma stórmarkaðanna hefur auðveldað þær breytingar. Bar- áttan um hilluplássið í stórmörkuð- unum er nú orðin stór þáttur í sam- keppni gosframleiðenda bæði vegna mikilvægis þeirra og hins að hinn mikli fjöldi tegunda og umbúða ger- Framleiðsla á gosdrykkjum 1976-1986 Neysla á mann í lítrum Neysla á mann Framleiðsla Ár í lítrum í þús. lítra 1976 62.0 13.693 1977 69.5 15.446 1978 78.5 17.618 1979 77.0 17.503 1980 78.0 17.910 1981 77.5 17.970 1982 77.5 18.278 1983 70.0 16.669 1984 69.0 16.621 1985 77.5 18.745 1986 93.5 22.792 ir öllum verslunum erfitt fyrir að hafa allt vöruúrvalið frammi. Eins og hálfs lítra plastflöskurnar komu árið 1985 og á síðasta ári hóf Sanitas að framleiða gos í áldósum. Að sögn Ragnars Birgissonar framkvæmda- stjóra Sanitas hefur framleiðslan færst úr 100% margnota umbúðum yfir í 97% einnota. Ekki er að vænta að breytingin verði jafn gagnger hjá öðrum framleiðendum. Dósagosið hefur slegið í gegn og Ragnar Birgisson segir að það hafi nær tvöfaldað markaðshlutdeild Sanitas á gosmarkaðnum. Vífilfell og Ölgerð Egils Skallagrímssonar hafa svarað þessu með innflutningi á dósagosi. Þeir standa þó höllum fæti þar sem ekki er eins hagkvæmt að flytja dósagosið inn eins og að fram- leiða það hér heima. Lýður Friðjóns- son hjá Vífilfelli sagði að þessi lausn væri ekki til frambúðar enda væri fyrirtækið búið að kaupa vélar til þess að framleiða dósagosið hér heima og hæfist framleiðsla á því fljótlega. Jóhannes Tómasson for- stjóri Ölgerðarinnar sagði að verið væri að athuga um framleiðslu á dósagosi hjá þeim. Verulega hefur dregið úr mikil- vægi veitingastaða sem söluaðila á gosi og eru þeir aðeins með brot af markaðnum. Ætla má að hátt verð á gosi á veitingastöðum hafi dregið úr sölu. Fleiri drykkir Öl og gos er hluti af drykkjarvöru- markaðnum. Innan hans eru ýmsar tegundir drykkja svo sem ávaxtasaf- ar og vín. í mörgum tilvikum eru gosdrykkjaframleiðendur því ekki aðeins að keppa innbyrðis heldur einnig við aðra drykkjarvörufram- leiðendur. Þó er hæpið að foreldrar hætt að senda börnin í skóla með ávaxtadrykki en kaupi þess í stað dósagos. Dósagosið hefur samt haft áhrif á sölu ávaxtadrykkja eins og Svala. Að vísu var ekki neinn sam- dráttur á síðasta ári en í byrjun þessa árs minnkaði salan. Davíð Scheing sagði að sölutölur fyrir annan ársfjórðung 1987 sýndu að Svalinn væri þó að ná sér á strik aftur þannig að þessi samdráttur virtist vera tímabundinn. Ekki er hægt að fá tölur um drykkjarvörumarkaðinn á íslandi á einum stað en sem dæmi má nefna að árið 1985 voru framleiddir 1.8 milljón lítrar af hreinum ávaxtasafa og 1.1 milljón lítrar af öðrum ávaxta- safa og lituðu sykurvatni. Þetta er til blöndunar í vatni. Við þetta bætist gífurlegur innflutningur á ávaxta- safa og ávaxtadrykkjum t.d. í eins litra femum. Um 4.5 milljón lítrar af ávaxta- drykkjunum Svala og Hi-C var fram- leitt árið 1985. Þar af var Svali með 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.