Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 37
 ■ Sj L' TJ Nýjasta verslun BYKO, „Byggt og búiö” er í Kringlunni í Nýja miöbæ Reykjavíkur. Þar meö er BYKO komiö meö verslanir í þremur bæjarfélögum. um skipafélagið Jónar sf. árið 1982. Flutningar eru stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í aðföngum BYKO og til þess að ná sem mestri hagkvæmni var farið út í skiparekst- ur. Við leigjum skip og flytjum vörur fyrir verslanir okkar. Við rekum skipaafgreiðslu í Hafnarfirði í sam- vinnu við fleiri aðila.“ Þið eruð með umtalsverðan inn- flutning. Hvernig standist þið verð- samanburð við önnur lönd? „Við höfum reynt að fylgjast með verðlagi á byggingavörum í verslun- um annars staðar á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Að vísu vitum við ekki hvernig útsöluverðið er samsett í þessum löndum og þar með hvert innkaupsverð er. En ef við miðum við útsöluverð og tökum út áhrif tolla á verðlag komum við mjög vel út í þeim samanburði. í sumum tilvikum höfum við náð hagstæðari samningum. Til dæmis kaupum við spónaplötur á um 20% lægra verði en nágrannalöndin. Það helgast af því að offramboð er af þessari vöru. ísland er lokað mark- aðssvæði og því truflar það ekki markaðsstarfsemi framleiðenda á öðrum svæðum þótt umframfram- leiðslan sé seld á lægra verði hingað. Þessi staðreynd mætti koma fram þegar verið er að bera saman inn- flutningsverð til íslands og annarra landa. Það er ekki alltaf verið að gera óhagstæð innkaup. Annars eru verð- kannanir nauðsynlegar til þess að menn fái að vita hvar þeir standa. Verðlagsstofnun hefur ekki gert nýlega samanburð á verði á bygg- ingavörum hér og í nágrannalönd- um en við mundum fagna því ef slík könnun færi fram. Við mundum vera mjög óánægðir með sjálfa okk- ur ef í ljós kæmi að innkaupsverð okkar væru lakari en hjá starfs- bræðrum okkar á Norðurlöndum.“ 1100 milljóna velta Velta BYKO á síðasta ári var rúm- ar 1100 milljónir króna. Hagnaður fyrir tekju-og eignaskatt var um 38 milljónir króna. Eigiðfjárhlutfall BYKO er mjög hátt en Jón Helgi var ekki tilbúinn til þess að nefna ákveðna tölu í því sambandi en nefndi sem dæmi að hlutafé BYKO hf. er 90 milljónir króna. „Hagnaður af fyrirtækinu hefur alltaf runnið aft- ur inn í reksturinn. Þannig hefur það alltaf verið og við ætlum að hafa það að leiðarljósi áfram. Þetta er eitt af þeim atriðum sem hafa stuðlað að velgengni fyrirtækisins“, sagði Jón Helgi. Þegar hlutafélagið var stofnað var breytt um nafn á fyrirtækinu án þess að margir hafi eflaust tekið eftir því. Fyrirtækið hét Byggingavöruverslun Kópavogs sf. BYKO var snemma valið sem símnefni og sú skammstöf- un var í merki fyrirtækisins. Nú heit- ir félagið „BYKO byggingavöru- verslun Kópavogs hf.“ Nýju hluthaf- arnir eru fyrst og fremst fjölskyldur stofnendanna, Guðmundar H. Jóns- sonar og Hjalta Bjarnasonar. Synim- ir, Jón Helgi og Jón Þór em mjög stórir hluthafar í hinu nýja félagi. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.