Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 38
Frá verslun BYKO í Hafnarfirði. Guðmundur hefur dregið sig út úr daglegri stjórnun BYKO en hann er stjórnarformaður fyrirtækisins. Aðrir í stjórn eru Kristín Hjaltadóttir og Sjöfn Guðmundsdóttir. „Við berum það með okkur að þetta er ennþá fjölskyldufyrirtæki“, sagði Jón Helgi. „Við höfum þó fjar- lægst það aðeins og við ætlum okkur að gera þetta faglegt fyrirtæki stjórn- unarlega. í samræmi við það mark- mið höfum við nú þegar ráðið til okk- ar fagmenn í leiðandi stjórnunar- störf.“ Það kom einnig fram hjá Jóni Helga að svo hafi verið gengið frá stofnskrá hlutafélagsins að í framtíð- inni gæti BYKO boðið út nýtt hlutafé á almennum markaði þótt slíkt væri ekki á dagskrá nú. Aukabúgreinar Sígandi lukka er best segir mál- tækið og það sannast á BYKO. Ekki hafa orðið neinar byltingakenndar breytingar á vexti fyrirtækisins ár frá ári heldur hefur vöxturinn komið jafnt og þétt. Fyrir utan verslunina er ýmis starfsemi rekin á vegum BYKO eða í tengslum við fyrirtækið. Jón Helgi kallar þessa starfsemi aukabúgreinar en samanlagt bæta þessar aukabúgreinar um 100 til 150 milljónum króna við veltu fyrir- tækisins. Þegar hefur verið minnst á skipafélagið Jónar sf. sem Jón Helgi og Jón Þór reka. BYKO er aðalhlut- hafi í Fljótalaxi hf. sem rekur seiða- eldi að Reykjahóli í Skagafirði en Guðmundur í BYKO hefur það fyrir- tæki á sinni könnu. Fljótalax var stofnaður árið 1982. Þar er nú að- staða til ræktunar hálfrar milljónar sjógönguseiða og verða 300 þúsund ræktuð í ár. Af þeim verða 200 þús- und seld til írlands. Til skamms tlma var spónnin frá timburvinnslu BYKO vandamál því erfitt gat reynst að losna við hann. Nýlega hóf BYKO aö framleiöa eldiviðarkubba úr spóninum og hef- ur sú framleiösla reynst vinsæl. Á síðasta ári tók BYKO svo þátt í stofnun fyrirtækisins Haflax sf. sem það á til helminga á móti Nesskipi. Þar verða meðal annars seiði frá Fljótalaxi alin. Seiðin eru alin í girð- ingu í Eiðsvík milli Geldinganess og Viðeyjar og er ætlunin að slátra 100 tonnum af laxi í ár. Haflax var meðal annars stofnað vegna þess að ekki er á vísan að róa með sölu seiða en auk þess vilja aðstandendur BYKO halda áfram að þreifa fyrir sér með nýjungar. — Jón Helgi var spurður hvers vegna BYKO hefði lagt út í jafn áhættusaman rekstur og fiskeldi, hvort áhættan væri ekki næg fyrir í byggingavöruversluninni? „Við viljum horfa í fleiri áttir en eingöngu til byggingaiðnaðarins. í fyrstu helgaðist fiskeldið af áhuga- málum föður míns. Síðan þykjumst við hafa eygt þarna leið til að skjóta fleiri rótum undir reksturinn. Það er rétt að fiskeldi er mjög áhættusöm atvinnugrein en við byrjuðum smátt í seiðaeldinu og höfum fikrað okkur áfram, aðeins eitt skref í einu. í kvíaeldinu byrjuðum við með eina girðingu sem er smæsta eining sem hugsanlega getur staðið undir sér.“ BYKO rekur Trésmiðjuna Bó hf. sem er glugga-og hurðasmiðja. Þar eru einnig framleiddir listar fyrir verslanir BYKO. Eins og sést á með- fylgjandi skipuriti heyra Haflax og Trésmiðjan Bó undir iðnaðar-og eld- issvið BYKO ásamt timburvinnsl- unni. Næsta stórátak hjá BYKO er að byggja 3000 fermetra húsnæði fyrir timburvinnsluna á þessu og næsta ári. Þó verslun BYKO í Hafn- arfirði heyri undir framkvæmda- stjóra verslunarsviðs á skipuritinu er hún nokkuð sjálfstæð með eigin framkvæmdastjóra. Verslunin í Hafnarfirði var opnuð árið 1984. Með stærstu innflytjendum BYKO verður með nýja verslun í Kringlunni sem opnuð var nú í ágúst á 1000 fermetrum. „Við rennum vissulega blint í sjóinn því verslun af þessu tagi hefur ekki verið rekin á íslandi fyrr að því ég best veit“, sagði Jón Helgi. „Við höfum þó fyrirmynd- ir erlendis frá. Islendingar eru alltaf að færast nær öðrum þjóðum og við höfum þá trú að þessi tegund versl- unar eigi erindi hér sem erlendis. Með versluninni í Kringlunni „Byggt og búið“ verður meðal annars komið til móts við tómstundaþörf neytand- ans og sinnt þörfum þeirra sem vilja dytta að heima hjá sér eða smíða 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.