Frjáls verslun - 01.05.1987, Qupperneq 46
minni pokann fyrir þessum risum í
smásöluversluninni, Hagkaup og
kaupfélögunum. En ég var þarna að
taka við verslun sem hafði geysigott
orð á sér.
Og mitt stóra lán var það að þeir
Nonni og Bubbi vildu starfa áfram
við fyrirtækið og gera enn þann dag í
dag. Ég stóð því föstum fótum í ein-
hverri allra mestu samkeppni, sem til
er í smásöluversluninni á íslandi.
Þessi samkeppni var satt að segja
eitilhörð og er enn. En með því að
bjóða upp á góða þjónustu og góða
vöru, tókst okkur að halda velli og
vel það. Verslunin Nonni & Bubbi er
með mjög umtalsverðan hluta af
matvörudreifingunni á Suðurnesjum
í dag“.
Engu að síður er það staðreynd að
með tilkomu nýrra stórverslana varð
hrun í smásöluverslun á Suðurnesj-
um á árunum 1984 og 1985 og hver
búðin af annarri hefur orðið að hætta
starfsemi, ekki síst matvörubúðirnar,
fimm eða sex hættu rekstri, en Jónas
hélt sínu og vel það, því veltuaukn-
ing hefur orðið mikil á hverju ári.
AÐ FJÁRFESTA í
SJÁLFUM SÉR
Jónas Ragnarsson er greinilega
félagslyndur maður. Hann tók sér
fljótlega stöðu innan Kaupmanna-
samtaka íslands og gerðist einn
stofnenda K-samtakanna, sem hafa
reynst fjölmörgum matvörukaup-
mönnum mjög vel s.l. þrjú ár, og er
Jónas formaður K-samtakanna í dag.
Hann gerðist virkur félagi og stjórn-
armaður í Félagi kaupsýslumanna á
Suðumesjum og er formaður þess
félags.
„Það hefur verið mér mikill styrk-
ur að starfa innan Kaupmannasam-
takanna og í rauninni skil ég ekki
kaupmenn sem starfa án þess að
halda félagslegu sambandi og standa
utan samtakanna. Raunin hefur orð-
ið sú með mig eins og fleiri, að ég hef
hagnast verulega á því að taka þátt í
félagsstarfinu, auk þess sem ég hef
eignast marga góða vini innan sam-
takanna. Þar er mikið og gott sam-
starf milli manna og í gegnum
samtökin hef ég náð sambandi við
erlend kaupmannasamtök, t.d. þau
dönsku, sem hafa unnið ómetanlega
vinnu við skipulagningu fyrir versl-
anirnar. Þá hef ég fengið hingað til
starfa danskan kjötiðnaðarmann,
sem hefur unnið hjá okkur í ár, og
ætlar að starfa áfram. Danir eru sér-
fræðingar í markaðssetningu og í
kjötiðnaði bera þeir af öðrum þjóð-
um. Það er ekki lítils virði að ná
sambandi við slíka menn. Daninn
annast kjötborðið í búðunum okkar
ásamt fastaliðinu okkar, sem er frá-
bær starfskraftur. Ég get nefnt sem
dæmi að svínakjötsalan hérna hjá
okkur hefur aukist um 70-80% síð-
an að hann fór að vinna hjá okk-
ur”.
„En ekki þarf að sækja alla hluti til
útlanda. Hér heima hefur mér reynst
vel að afla þeirrar þekkingar sem á
skorti, þ.e. innan Kaupmannasam-
takanna. Ég er þeirrar skoðunar að
besta fjárfestingin sé í sjálfum sér,
það er að afla sér þekkingar, læra af
þeim sem eldri eru. I þessu efni lærir
maður mest hér heima, og það höf-
um við bræðumir gert“.
REKSTURINN EYKST
ENN
í ársbyrjun 1986 ákvað Hannes
bróðir Jónasar að taka boði hans um
að gerast félagi í Nonna & Bubba.
Hann seldi bróður þeirra, Sigurði,
fasteignasöluna, og sneri sér að mat-
vörusölunni.
„Það var ánægjulegt að fá Hannes
með í fyrirtækið. Hann kom með nýj-
ar hugmyndir, sem hafa reynst vel.
Hannes stækkaði enn reksturinn, við
keyptum 900 fermetra hús í Hólm-
garði, sem við gátum nýtt fyrir jóla-
sölu um síðustu hátíðar. Við keypt-
um einnig Holtsgötu 24 í Njarðvík,
en þar höfum við opnað útibú. Versl-
unarhúsnæðið í Hólmgarði bíður enn
um sinn opnunar, það verður mjög
nútímalegt, teiknað af íslenskum inn-
anhússarktitekt, sem dönsku kaup-
mannasmtökin sendu til okkar.
Aður en Hannes kom hafði ég komið
á fót Brauðhúsi N&B héma við hlið-
ina á búðinni á Hringbrautinni, og
húsið allt var okkar eign“.
Jónas sagði að þeir bræðurnir,
hann og Hannes ásamt Guðmundi,
sem er eigandi Starmýrarbúðanna
tveggja í Reykjavík, hefðu keypt 50%
í kjötiðnaðarstöðinni við Bolholt í
Reykjavík, en þar var Vörumarkað-
urinn áður með kjötvinnslu. Fyrir-
tækið heitir Kjötsalan h.f. og hjá
henni starfa 9 manns. Keypt vom ný
tæki og búnaður og öllu bylt og gert
sem nýtískulegast. Þarna fer fram
kjötvinnsla fyrir verslanir þeima
bræðra og jafnframt selja þeir öðmm
búðum, sem óskað hafa eftir við-
skiptum.
Innflutningsfyrirtækið IMPEX
stofnaði Jónas Ragnarson ásamt
tveim öðmm, sem nú eru hættir í
rekstrinum, fyrir 3 árum. Með Jónasi
starfar Hannes í Impex og hjá fyrir-
tækinu starfa 4-5 manns að staðaldri
og selja þeir um landið allt. A boð-
stólum em 220 vömtegundir, inn-
flutningurinn stöðugur og jafn.
Hjá Impex og hjá Nonna & Bubba
hefur allt verið tölvuvætt og allt bók-
hald fyrirtækjanna hefur verið tekið
inn á skrifstofur þeirra, þannig að
fylgjast megi sem gerst með öllum
málum.
Jónas sagði að hægt og bítandi
væri unnið að því að byggja upp
heildverslunina, sem hefði reynst
smásöluverslunum þeirra happa-
drjúg, því eigin innflutningur hefði
gert þeim kleyft að bjóða góðar vör-
ur á hagstæðum verðum.
Hjá Nonna & Bubba starfa 40-50
manns og velta verslananna á síð-
asta ári var um 300 milljónir króna.
PÍPUHATTASKEIÐIÐ í
STJÓRNUN ER LIÐIÐ
„Maður hefur eignast marga góða
vini í gegnum allt þetta brambolt, en
fáa eða enga óvildar eða öfundar-
menn“, sagði Jónas.
„Ég tel að menn megi aldrei týna
trúnni á athafnafrelsi einstakling-
anna, það er alltaf af hinu góða.
Kaupfélögin vom að mínu mati góð
og gild á sínum tíma, en oft finnst
mér að þau séu orðin lík konungs-
versluninni dönsku sem þau tóku við
af á sínum tíma. Þau em orðin ríki í
ríkinu. ísland hefur byggst fólki sem
trúði á frelsi einstaklinganna, þannig
var þetta allt frá landnámi. Núna
mega einstaklingarnir sín lítils í
verslunarrekstri, þeir fá ekki aðstoð
til að komast að í verslunarrekstrin-
um, þar hafa aðeins risarnir bolmagn
46