Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 36
é£" ■
F i i m
WtÉÍÉíi ÉMk
••
Heilsað upp á gamlan kunningja í verslun BYKO á Nýbýlaveginum.
Vandasöm innkaup
— Nú vill svo til að ýmislegt er
sammerkt með tveim helstu keppi-
nautum í byggingavöruversluninni,
BYKO og Húsasmiðjunni. Bæði fyr-
irtækin hafa unnið sér sess á seinni
árum, eru stærst á sínu sviði og synir
hafa tekið við af feðrum. Er bygg-
ingavörumarkaðurinn nú orðinn ein-
vígi á milli ykkar nafnanna Jóns
Snorrasonar í Húsasmiðjunni og
þín?
„Ég veit ekki hvað ég á að segja
um það. Hins vegar er það þróunin
erlendis að einingarnar verða stærri
í þessari grein og því ekki nema eðli-
legt að það séu ekki margir stórir á
þessum litla markaði hér. Þeir hjá
Húsasmiðjunni hafa staðið sig mjög
vel og samkeppni á milli okkar er af
hinu góða. Þeir eru verðugir keppi-
nautar og ég lít á það sem viðurkenn-
ingu fyrir okkur að við getum skilað
góðum árangri þrátt fyrir svona
fríska keppinauta. Við erum að sjálf-
sögðu í samkeppni við fleiri bygg-
ingavöruverslanir svo sem Völund
og Sambandið."
íslendingar flytja inn timbur fyrir
um 450 milljónir króna árlega.
Helstu viðskiptalöndin eru Sovétrík-
in, Norðurlöndin og Kanada.
Rammasamningar við Sovétmenn
um verð og magn eru gerðir til eins
árs í senn en meira er keypt eftir
hendinni frá hinum löndunum. Jón
Helgi annast þessi innkaup fyrir
BYKO og hefur hann fengið orð á
sig fyrir að vera sleipur samninga-
maður meðal annars vegna yfirburð-
ar þekkingar á vörunni. Hann tók
þessari fullyrðingu með mikilli hóg-
værð.
„í þessum viðskiptum skiptir
miklu máli að afla sér traustra og
haldgóðra upplýsinga til þess að geta
gert góða samninga", sagði Jón
Helgi þegar timburkaupin bar á
góma. „Þótt ekki sé hægt að ná verði
niður nema um 1 til 2% skiptir það
miklu í krónum talið því hér er um
stórar tölur að ræða. Timburverð
ræðst að nokkru af heimsmarkaðs-
verði en þó er það ekki eins einhlítt
og verð á kaffi eða stáli. Þekking á
vörunni er mikilvæg enda eru ýmis
dæmi um það að menn hér á landi,
sem ekki eru vanir þessum viðskipt-
um, hafa verið plataðir til að kaupa
lélega vöru á háu verði.“
Eigið skipafélag
— Síðan eruð þið með eigið skipa-
félag.
„Ég og Jón Þór Hjaltason stofnuð-
Helstu vöruinnflytjendur
1986
Magn í Cif-verð Magn i Cif-verð
tonnum í miilj. kr tonnum í mili. kr.
Innflutningur alls árið 1986 1.541.815 45.905,2 14. P. Samúelsson og Co hf, Rv 1.554 390,4
1. íslenska álfélagið hf, Straumsvík 185.530 1.968,1 15. Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri 16.470 359,4
2. Olíufélagið hf, Rv 217.085 1.681,1 16. Innkaupastofnun Rvk.borgar 12.634 308,9
3. S.I.S. Rv 28.718 1.371,0 17. Áburðarverksmiðja ríkisins, Rv 32.269 308,6
4. Skeljungur hf, Rv 166.118 1.257,2 18. Húsasmiðjan hf, Rv 17.816 303,6
5. Olíuverslun fslands hf, Rv 131.351 987,2 19. O. Johnson og Kaaber hf, Rv 2.030 294,4
6. Flugleiðir hf, Rv 21.971 969,1 20. Hagkaup hf, Rv 4.304 280,3
7. Á.T.V.R., Rv 5.511 782,2 21. Innkaupastofnun ríkisins, Rv 8.207 279,5
8. fsl. járnbl.fél hf, Grundart. 258.231 681,6 22. Bílaborg hf, Rv 1.129 276,5
9. Hekla hf, Rv 2.181 604,9 23. Veltir hf, Rv 924 264,6
10. Póstur og sími, Rv 441 588,5 24. Kristján Ó. Skagfjörð hf, Rv 1.198 263,3
11. BYKOsf, Kóp 22.017 466,3 25. Kassagerð Reykjavíkur hf, Rv 8.965 259,0
12. Ingvar Helgason hf, Rv 1.927 459,4 26. Vífilfell hf, Rv 3.046 251,0
13. IBM World Trade Corp. hf, Rv 134 397,3 (Heimlld: Hagtíðindi)
36