Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Qupperneq 28

Frjáls verslun - 01.05.1987, Qupperneq 28
lýsingum til skýrslugerðar, seinna í því að skrifa skýrslur, undirbúa ákvarðanir og taka þátt í stefnumót- un bankans í peningamálum. Ekki síst í sambandi við vexti og viðskipti við bankana. Aður sinnti hagfræðideildin ýmsu sem nú heyrir undir aðrar deildir, þar á meðal peningamálunum. í árs- skýrslu Seðlabankans 1977 var Eiríkur titlaður forstöðumaður pen- ingamáladeildar. Hann varð hag- fræðingur bankans árið 1984, en sá titill reyndist fremur villandi. Nú hafa “grúskdeildir" bankans, hag- fræði- og peningamáladeild, verið formlega aðskildar og staða hag- fræðings Seðlabankans felld niður. Aðstoðarbankastjórarnir eru þrír, auk Eiríks þeir Bjami Bragi Jónsson og Björn Tryggvason. Forveri Eiríks í starfi var Sigurgeir Jónsson sem tók við starfi ráðuneytisstjóra í fjár- málaráðuneytinu fyrir rúmu ári. Það lá beint við að byrja spjallið við Eirík Guðnason á því að spyrja í hverju starf aðstoðarbankastjóra Seðlabankans felist. „Eins og nafnið bendir til vinnum við í nánu samstarfi með bankastjór- um en annars sinnir hver sínu sviði. Bjami Bragi er yfirmaður hagfræði- deilda, Björn er yfir bankadeildum en sinnir auk þess innlendum gjald- eyrismálum og fleim og ég sé um peningadeildirnar. Peningamála- deildir annast samskipti við banka og sparisjóði, verðbréfaþingið til- heyrir þeim og þar fer fram heilmikil úrvinnsla úr gögnum frá bönkum og öðmm lánastofnunum. Hugmyndin er sú að í framtíðinni verði gagna- miðstöð bankans hér. Starfssvið mitt hefur í rauninni ekkert breyst, aðeins nafngiftin. Ég tek áfram þátt í skýrslugerð og stefnumótun um peningamál. Sam- skipti við bankastjóra og aðra banka- menn eru mikilvægur hluti af dag- legu störfunum. Við fundum oft um ýmis vandamál sem ráða þarf fram úr, til dæmis í sambandi við vaxta- málin. Eins og kunnugt er ákveða bankarnir nú sjálfir vextina í stað Seðlabankans, sem á hinn bóginn safnar saman upplýsingum frá þeim. Það kallar ennfremur á mikil sam- skipti við bankana. Þar fyrir utan er margt sem Seðlabankinn þarf að hafa skoðun á, t.a.m. lausafjárhlutfall bankanna. Um það þarf að setja regl- ur sem krefjast góðs undirbúnings og bollalegginga með ýmsum aðil- um.“ Hvað um þær breytingar sem eiga sér stað í peningamálunum? Veriö er aö undirbúa reglur um skráningu hlutabréfa á veröbréfaþinginu „Ég held að breytingarnar í pen- ingamálunum séu yfirleitt til batn- aðar. Þær mikilvægustu eru á sviði vaxtamála. Viðskipti á verðbréfa- þinginu eru einnig merk nýjung og hið sama má segja um millibankavið- skipti svo dæmi séu tekin. Svona nýjungum fylgja auðvitað einhverjir byrjunarörðugleikar, en það er spennandi að taka þátt í að móta þær. Hlutirnir gerast mjög hratt. Fyrir þremur árum þekktust varla millibankaviðskipti. Þá höfðu bank- amir frekar samband við Seðlabank- ann vegna lána en hver við annan. En fyrir nokkm var komið á fót víxil- kvóta fyrir bankana. Ef banki þurfti ekki að nýta sinn kvóta til fulls gat hann selt öðmm banka möguleikann á að slá Seðlabankann um lán. Þetta var fyrsti vísirinn að þeirri beinu lánastarfsemi milli bankanna sem nú tíðkast og Seðlabankinn hvetur til.“ Ein af nýjungunum í peningamál- um hér á landi er Verðbréfaþing ís- lands, en Eiríkur er formaður stjóm- ar þess. Hvernig hafa viðskiptin á verðbréfaþinginu gengið, stendur kannski til að fara að versla með hlutabréf? „Til að byrja með var eingöngu verslað með skuldabréf á verðbréfa- þinginu, mest spariskírteini ríkis- sjóðs. Það hefur gengið ágætlega, t.a.m. vom spariskírteini ríkissjóðs í fyrsta flokki 1986 vinsæl bréf vegna 9% ávöxtunar. Þau sköpuðu lífleg viðskipti á seinni hluta síðasta árs. Reyndar hefur dregið úr viðskiptum á verðbréfaþinginu eftir að ríkissjóð- ur lækkaði vexti á spariskírteinum. En nýir flokkar verðbréfa, s.s. banka- bréf og bréf stórra fyrirtækja em að koma til skráningar, svo að engin ástæða er til að ætla annað en að viðskiptin glæðist á nýjan leik. Nú þegar komin er dálítil reynsla á þennan markað eru menn einnig farnir að huga að hlutabréfaviðskipt- um. Verið er að undirbúa reglur um skráningu hlutabréfa, en þar er um mjög flókið mál að ræða. Ætli þær líti þó ekki dagsins ljós með haust- inu.” Hvernig líst þér á fjármagnsmark- aðinn í dag? „Þetta er stór spurning. í stuttu máli má segja að mikil gróska sé á þessu sviði og að greinilegar fram- farir hafi átt sér stað. Engu að síður fóna&arblaðft áskriftarsími Iðnadarblaðsins er 82300
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.