Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 59
Að utan
Ný herferð í Bandaríkjunum:
Ameríkanar
kaupið amerískt!
Níu af hverjum tíu
Bandaríkjamönnum eru
þeirrar skoðunar að þeir
eigi að kaupa bandaríska
vöru. Þetta er niðurstaða
könnunar S+H Motiva-
tion, Inc., dótturfyrirtæki
Sperry og Hutchinson,
sem er hvað þekktast fyrir
að hafa byrjað með
afsláttarmerkin. Núna
ætla þessi tvö fyrirtæki að
hefja heljarmikla söluher-
ferð sem höfðar til þjóð-
erniskenndar Bandaríkja-
manna.
Frá næsta ári fá þeir
sem kaupa ameríska vöru
Bonus America afsláttar-
merki sem um leið eru
happdrættismiðar og
vinningar í vöruhapp-
drættinu eru frá 25-1200
dollarar. S+H Motivation
Inc. fær 0.5% af sölu varn-
ings fyrirtækja sem selja
með Bonus America kerf-
inu. Þar á meðal eru fram-
leiðendur búsáhalda,
matvæla, húsgagna og
fleiri. Bandarísk fyrirtæki
hafa lengi vitað að hægt
er að virkja þjóðarstolt
Bandaríkjamanna og hafa
góða þénustu af. En ekki
einungis bandarísk fyrir-
tæki hafa áhuga á Bonus
America kerfinu heldur
einnig mörg útlend fram-
leiðslufyrirtæki í Banda-
ríkjunum vilja vera með í
kerfinu.
(ÚRFORBES)
Bílaþjófar i USA:
Velja þýska bíla
í Bandaríkjunum eru
evrópskir bílar sérstak-
lega vinsælir meðal bíla-
þjófa og efstir á vinsælda-
listanum eru þýskir lúx-
usbílar. Þetta kemur fram
í yfirliti frá Insurance
Institute for Highway
Safety. I skýrslunni kem-
ur fram að á árunum
1984-1986 eru evrópskir
fólksbílar i 12 efstu sæt-
unum. Sérstaklega eru
Volkswagen, Golf GTI
VW-Cabrio og Jetta vin-
sælir. í fjórða sæti er
sænska lúxuskerran Saab
900 og siðan koma
Porsche 944 og Mercedes
190 E.
Aftur á móti eru amer-
ísku gerðirnar ekki eftir-
sóttar af bílaþjófum. Með-
al 14 fólksbílategunda í
lægsta áhættuflokknum
eru 13 amerískar og ein
japönsk : Það er kombi-
límúsina frá Surbaru.
(THE NEW YORK
TIMES)
Minnkandi þörf á hráefni:
Ný kreppa íþríðja heiminum
Miklar framfarir í fram-
leiðslutækni í Evrópu og
Bandaríkjunum hafa í för
með sér minnkandi þörf
fyrir hráefni og veldur
það löndum í þriðja heim-
inum sem byggja afkomu
sína á útflutningi hráefna
vaxandi erfiðleikum.
Lengi vel gat þriðji heim-
urinn notað auðlindir sín-
ar sem vopn gagnvart iðn-
aðarlöndunum til að
reyna að knýja fram nýtt
efnahagsmynstur í heim-
inum en núna er staðan á
alþjóðlega hráefnismark-
aðinum allt önnur heldur
en sérfræðingar spáðu
fyrir nokkrum árum.
Vöntun á hráefnum eins
og kopar, tini og zinki og
öðrum málmum er ekki
fyrirsjáanleg og þar af
leiðandi verðhækkun ólík-
leg. Og þó að efnahags-
ástandið í heiminum
batni þá mun þörfin fyrir
málma lítið aukast þar
sem notkun plasts og
annarra gerviefna eykst
stöðugt. Þetta hefur alvar-
leg áhrif á efnahag þróun-
arlanda: Minnkandi tekj-
ur af útflutningi hráefna
koma í veg fyrir nauðsyn-
lega fjárfestingu til upp-
byggingar landanna og
um leið dragast þau æ
meir aftur úr í nútima-
tækni.
Þróun innan fjarskipta
og samgöngumála er
dæmi um hvað þörfin á
málmum fer minnkandi.
250 kg þungur gervi-
hnöttur getur í dag annað
sama hlutverki og djúp-
sjávarsímastrengir úr
kopar sem eru 150.000
tonn að þyngd og optískir
glerþræðir koma núna í
staðinn fyrir hefðbundna
koparstrengi í símakerf-
inu i Bandaríkjunum. Nýj-
ar málmblöndur, gervi-
efni og sérstál minnka
mjög þörfina á stáli í bíla-
iðnaðinum, t.d. má nefna
að 1990 verður fólksbíll
að mcöaltali 26% léttari
heldur en 1980 gerðin
var. Ný endurvinnslu-
tækni málma eykur vanda
margra þróunarlanda.
Árið 1985 var 25.4% af
öllu áli á Vesturlöndum
fengið við endurvinnslu.
Hlutfallið á kopar er um
38.2% og zinki 23%, fyrir
blý er það heil 41.8%, á
tini 21.1% Sérfræðingar
United Nations Center for
Science and Technology
for Development
(UNCSTD) álíta að besti
valkostur þróunarland-
anna sé að nýta hráefni
sín til þróunar eigin iðn-
aðar og með auknum eig-
in rannsóknum að ná tök-
um á nútíma efnatækni.
(ÚR DEVELOPMENT
BUSINESS)
59