Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 24
ItjSvo viröist sem íslendingar ætii aö fara varhluta af þessari þróuöu grein tölvutækn- innar sem blómstraö hefur annars staöar í Vestur- Evrópu undanfarinn áratug og leitt til verulegrar framleiöniaukningar í verslun” áfastri peningaskúffu eða ekki. Af þeim skal því greiða 35% toll, 24% vörugjald (á innkaupsverð, flutnings- gjald, tryggingariðgjald og toll) 1% tollafgreiðslugjald og 25% söluskatt. Enginn greinarmunur er gerður í tolli á svonefndum „POS-Terminals“ (POS = Point of Sale) sem kalla mætti afgreiðslutölvur og s.n. ECR (Electronic Cash Register) þ.e. raf- eindabúðarkössum þótt afgreiðslu- tölvurnar séu með forritanlegu minni og auk þess með forritanlegri úrvinnslu. Á þessum tækjum er enn frekari eðlismunur þótt „sér- fróða“ ráðgjafa tolladeildar Fjár- málaráðuneytis hafi brostið þekk- ingu til að láta til skarar skríða: Af- greiðslutölva (POS) er búin hraðvals- hnöppum til hraðvirkrar skráningar afgreiðslna. Hún verður að fylgja sama hnappastaðli og búðarkassar til þess að tryggja sem mest afköst og minnstar tafir. Að öðru leyti er varla um samanburð við búðarkassa að ræða. Afgreiðslutölvan byggir á vélar- málsforritun með mjög ófullkominni skel þ.e. Macro Assembler-máli (ekki ósvipað þeirri makró-forritun eða fjölvum sem nú tíðkast með alls kon- ar viðskiptahugbúnaði). Minni er tvenns konar, annars vegar forritun- arminni en hins vegar tiltölulega stóru geymsluminni. Ástæðan fyrir tvískiptu minni er sú að nauðsynlegt er að vernda öll skráð gögn verslunar þótt straumur fari af húsi og aukið öryggi fæst með því að nota orkuvægari minni (CMOS) og vernda þau með tvenns konar rafhlöðum. Forritunarminni er fljótlegt að afrita með þar til gerðu segulbandi og getur því forritari átt afrit af þeim til endurinnsetningar ef eitthvað færi úrskeiðis. Gagnaminn- ið er hins vegar í sífelldri endumýjun og erfiðara að afrita nægilega títt til að gagni komi. Það er því varið með mjög öflugum rafhlöðum sem gera jafnframt kleift að nota afgreiðslu- tölvuna þótt straumrof hafi orðið. Þessar rafhlöður endurhleður tölvan sjálfkrafa þegar straumur er aftur kominn á. Forritunin er tvenns konar, forrit- un innsláttarhnappa (skel) og skrán- ing og úrvinnsla. Núorðið er hægt að forrita afgreiðslutölvur á Basic t.d. með tilkomu nýrra stýrikerfa sem gera kleift að nota t.d. AT- tölvu sem aðgengil (interface). Hér má til gam- ans skjóta því inn að stýrikerfið Concurrent PC-DOS sem IBM býður með nýju afgreisðlukerfi (IBM 4680) og gerir kleift að forrita afgreiðslu- tölvur á Basic með AT vél er gamall kunningi frá Digital Research og nefnist CP/M86 áður en því var breytt og samræmt PC-DOS. Af- greiðslutölvur geta tengst í neti með til þess gerðum samskiptabúnaði (kort) og sameinast margar um eina móðurstöð sem geymir allt gagna- kerfið og upplýsingar svo sem um birgðir, pantanir, verð og stöðu við- skiptamanna. Frá móðurstöðinni er hægt að gera upp allar afgreiðslu- tölvur netsins í lok dags eða hvenær sem er. Um sérstakan færslubúnað (forrit, þýðandi og samskiptakort) má síðan yfirfæra skráningar úr minni móðurstöðvar til bókhalds- tölvu fyrirtækis. Sjálfvirkur aflestur verðs með strikamerkjum (Bar Code Scanner) sem jafnframt er sjálfvirk skráning sölu- og birgðahreyfingar og fer fram með jaðartæki af- greiðslutölvunnar og hugbúnaði hennar. Afgreiðslutölvur (t.d. frá Data Terminal Systems) eru t.d. fyrstu míkrótölvumar sem fáanlegar voru með öflugum gagnagrunni sem hluta af aðalforriti. Þessi gagnagrunnur er t.d. með sérstöku fyrirspumarkerfi t.d. til að gefa upplýsingar um verð (PLU), stöðu viðskiptamanna, um há- mark uppsafnaðrar úttektar o.fl. Af- greiðslutölvur vom einnig fyrstar allra míkrótölva með þróað netkerfi og samskiptabúnað (t.d. ANS-R- TRAN) sem gerir þeim kleift að skiptast á gögnum við bókhaldstölv- ur fyrirtækja (megin,mið-, eða míkró- tölvur). Notkun skanna til aflesturs i \m ram IBM 4680 afgreiðslukerfiö er á vissan hátt afturhvarf til kerfa sem krefjast mikils vélbúnaðar. Data Terminal Systems hafði markað aðra stefnu, ein- faldara kerfi sem virtist ætla aö veröa ofaná. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.