Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 21
Meira er gefið út af bókum utan haustvertíðarinnar en áður. jólum en áður var. Nokkrir bóksalar tóku sig saman fyrir síðustu jól og færðu greiðslukortatímabil sín fram um eina viku og töldu þeir það hafa haft allmikil áhrif í þá átt að flýta versluninni og nú eru uppi hug- mýndir um víðtækari samtök í þess- um efnum næsta haust og standa yfir samningar við greiðslukortafyr- irtækin í því sambandi. En það sem helst hefur valdið útgefendum vandræðum er að þegar jólasalan færist sífellt nær jólunum er næstum útilokað að endurprenta bækur eftir að salan er farin alvar- lega af stað því naumur tími er til stefnu. Menn hafa orðið að taka meiri áhættu varðandi upplög bóka við fyrstu prentun og reyna að meta hugsanlega heildarsölu eins vel og hægt er. Þetta reynist hinsvegar erfitt því óteljandi þættir geta haft áhrif á það hvort bók selst vel eða ekki.“ Bókabúðin er ekki forsenda bókakaupa Hefur markaðssetning bóka ekki breyst með fjölgun bókaklúbba? „Jú, það er rétt. Áður fyrr var eini farvegur bóksölu í gegnum bóka- verslanir en þegar bókaklúbbar komu til sögunnar varð póstverslun með bækur þýðingarmikill þáttur. Á þessu sviði hefur orðið umtalsverður vöxtur síðustu árin. Almennum klúbbum hefur fjölgað, klúbbar tengdir séráhugamálum hafa verið stofnaðir og starfsemi klúbbana hef- ur verið víkkuð út þannig að þeir bjóða nú ýmislegt fleira en bækur. í því sambandi má nefna hjómplötur, listaverk og nytjahluti af ýmsu tagi auk þess sem klúbbfélögum hefur verið boðið upp á tónleika og utan- landsferðir. En bækurnar eru og verða burðar- ásinn í klúbbunum. Fréttablöð þeirra koma upplýsingum um bækurnar inn á heimilin og þar getur fólk í rólegheitum vegið og metið það sem það kynni að hafa áhuga á til lestrar og í heimilisbókasafnið. Sérstök ferð í bókabúð er því ekki forsenda fyrir bókakaupum eins og var fyrir til- komu klúbbanna en við leggjum þó áfram áherslu á mjög þýðingarmikið hlutverk bókaverslana um allt land og fjölbreytni í bókavali þeirri." Er fólk þá farið að kaupa meira af bókum handa sjálfu sér en áður var? „Sala bóka til gjafa hefur aukist síðustu árin á hefðbundnum markaði okkar fyrir jólin en við höfum ástæðu til að ætla að kaup fólks á bókum til einkaeignar og eigin lestr- ar hafi einnig vaxið umtalsvert. Ann- ars vegar er það í gegnum klúbbana og svo á almennum markaði með aukinni útgáfu bóka í kiljuformi. Verð á íslenskum kiljum er mun lægra en á innbundnum bókum og jafnvel lægra en á erlendum kiljum sem gefnar eru út í milljónaupplög- um. Einnig er kiljunum dreift miklu víðar en innbundnum bókum þar á meðal í sölutuma, matvöruverslanir og bensínstöðvar. Nokkur útgáfufyr- irtæki hafa lagt áherslu á að vinna upp kiljumarkað hér á landi síðustu misserin og bendir allt til þess að árangur ætli að nást í þeim efnum bæði með sölu á almennum markaði og klúbbsölu.“ Er eitthvað fleira sem hefur verið að breytast á íslenska bókamarkaðn- um undanfarið? „Já, það má nefna að meira er gef- ið út af bókum utan haustvertíðar- innar en áður var og á það bæði við um bækur í hefðbundnu formi og kiljubandi. Víða erlendis eru tvö að- alútgáfutímabil bóka að vori og hausti. Vorbókaútgáfan hefur verið lítil hérlendis á síðustu árum en nú virðist vera að verða breyting þar á. Á þessu ári hefur útgáfan fyrri hluta þessa árs verið meiri en venja er til og bendir það til að útgefendur telji tíma vorbókaútgáfunnar kominn. Hluti af þessu er aukin kiljuútgáfa sem hlýtur að stuðla að því að fólk lesi fremur bækur á íslensku yfir sumartímann og á ferðalögum en bækur á erlendum málum. Og það er von á fleiri breytingum. Eitt af því sem rennt hefur stoðum undir bókaútgáfu utan jólavertíðar eru breytingar á samstarfssamningi félaga útgefenda og bóksala og nýtt viðskiptafyrirkomulag. Umboðssala hefur farið minnkandi og viðskipti á mánaðargrundvelli hafa aukist. I stað þess að fyrsta sending nýrra bóka sé send verslunum í umboðs- sölu selja mörg bókaforlög bækur á 90 daga greiðslukjörum og skiptir þá ekki máli hvenær ársins þær koma út. Umboðsssölubækurnar hafa aft- ur á móti um árabil verið gerðar upp einu sinni á ári, í febrúar og meðan það tíðkaðist var ekki fýsilegur kost- ur að gefa út bækur á öðrum tíma en á haustin.“ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.