Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 30
Ferðamál Andlitslyfting hjá Arnarflugi — millilandaflug í fimm ár Nú í sumar hélt flugfélagið Amarflug upp á fimm ára af- mæli sitt í millilandaflugi til Evrópu. Tæpum sex árum eftir stofnun félagsins hófst flug á þrjár evrópskar borgir; Ziirich, Amsterdam og Diisseldorf, sem nú hefur verið skipt á í stað Hamborgar. Afmælissumarið hefur flutt með sér breytingar og útþenslu á þjón- ustu og rekstri félagsins, sem allar eiga að stefna í þá átt, að auðvelda ferðalög viðskiptvina Amarflugs. Fyrsta breytingin sem farþegar verða varir við er að nú sér Amar- flug sjálft um þjónustuna við brott- för. í hinni nýju flugstöð Leifs Eiríks- sonar sér starfsfólk Amarflugs um innskráningu farþega og farangurs við brottför frá Keflavík. Þessi þjón- usta var áður í höndum Flugleiða, en samningar náðust á milli keppinaut- anna um breytingu þar á. Félagið hefur einnig opnað bás á Schiphol í Amsterdam þar sem gefnar em upp- lýsingar um flug, gefnir út farseðlar og aðstoð veitt farþegum við kom- una til Hollands. Önnur breyting hefur einnig orðið á innritun farþega; breyting sem þeir verða ekki beint varir við, en auð- veldar ferðalagið og eykur öryggi og valmöguleika í ferðalögum. Félagið hefur tekið í notkun nýtt bókunar- kerfi, sem tengt er rúmlega tíuþús- und hótelum víðs vegar um heiminn. Margar alþjóða hótelkeðjur em tengdar þessu kerfi auk margra ís- lenskra ferðaskrifstofa. Umtalsverður viðauki við rekstur Amarflugs er stofnun bílaleigu sem hefur aðgreiðslu í nýju flugstöðinni. Arnarflug er eitt af fjölmörgum hluthöfum í þessu fyrirtæki, en hinir hluthafarnir koma flestir úr röðum þeirra sem tengjast ferðamálum eða farþegaflutningum á einn eða annan hátt. Heildar hlutafé er á milli 15 til 20 milljónir króna og til að byrja með geta farþegar valið á milli 50 til 60 bifreiða. Hugmyndin er einnig að nýta bílaleiguna til að auka mögu- leikana á pakkaferðum sem fela í sér flug og bíl. Það sem hins vegar er mest áber- andi og snertir flugfarþega beint, em nýungar í þjónustunni um borð. Arn- arflug hefur nú á boðstólum eins konar vasaútgáfu af fríhöfn fyrir millilandafarþega. Uppistaðan em snyrtivömr og skartgripir, bæði fyrir karla og konur auk ýmissa smáhluta, s.s. ferðastraujárns, kmllubursta og millistykki fyrir margs konar inn- stungur. Markmiðið er að bjóða upp á hluti sem geta komið sér vel á ferðalögum, en vilja oft gleymast. Verið er að gera tilraunir með hvort þörf er á slíkri þjónustu, en einnig er þama á ferðinni athyglisvert prófmál sem lætur reyna á reglur um sölu á tollfrjálsum varningi. Arnarflug hefur um árabil stefnt að því að fá sem flesta þætti þjónust- unnar við farþega í sínar hendur. Með aðstöðunni í Keflavík hefur inn- ritunin endanlega verið færð úr höndum Flugleiða og nú hefur Am- arflug einnig komið sér upp sérstöku eldhúsi til þjónustu við flugfarþega. Um reksturinn annast Glóðin í Keflavík og að sögn Halldórs Sig- urðssonar hjá Arnarflugi hefur þessi breyting mælst sérstaklega vel fyrir, bæði hjá farþegum og starfsfólki. Með tilkomu sérstaks eldhúss séu nú möguleikar á að veita sérstaka þjón- ustu þeim sem hafa sérstakar þarfir. Halldór upplýsti einnig að innan tíð- ar yrði mögulegt að hafa á boðstól- um úrvals kampavín, hvítvín og rauðvín, fyrir þá sem gerðu miklar kröfur. Erlendum ferðamönnum frá mark- aðssvæðum Amarflugs í Mið- Evrópu fjölgaði töluvert í júní í ár, miðað við sama mánuð í fyrra. Frá Vestur-Þýskalandi varð aukningin 13 prósent og frá Hollandi 9 prósent. Amarflug hefur því fengið sér and- litslyftingu í fleiri en einum skilningi. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.