Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Page 30

Frjáls verslun - 01.05.1987, Page 30
Ferðamál Andlitslyfting hjá Arnarflugi — millilandaflug í fimm ár Nú í sumar hélt flugfélagið Amarflug upp á fimm ára af- mæli sitt í millilandaflugi til Evrópu. Tæpum sex árum eftir stofnun félagsins hófst flug á þrjár evrópskar borgir; Ziirich, Amsterdam og Diisseldorf, sem nú hefur verið skipt á í stað Hamborgar. Afmælissumarið hefur flutt með sér breytingar og útþenslu á þjón- ustu og rekstri félagsins, sem allar eiga að stefna í þá átt, að auðvelda ferðalög viðskiptvina Amarflugs. Fyrsta breytingin sem farþegar verða varir við er að nú sér Amar- flug sjálft um þjónustuna við brott- för. í hinni nýju flugstöð Leifs Eiríks- sonar sér starfsfólk Amarflugs um innskráningu farþega og farangurs við brottför frá Keflavík. Þessi þjón- usta var áður í höndum Flugleiða, en samningar náðust á milli keppinaut- anna um breytingu þar á. Félagið hefur einnig opnað bás á Schiphol í Amsterdam þar sem gefnar em upp- lýsingar um flug, gefnir út farseðlar og aðstoð veitt farþegum við kom- una til Hollands. Önnur breyting hefur einnig orðið á innritun farþega; breyting sem þeir verða ekki beint varir við, en auð- veldar ferðalagið og eykur öryggi og valmöguleika í ferðalögum. Félagið hefur tekið í notkun nýtt bókunar- kerfi, sem tengt er rúmlega tíuþús- und hótelum víðs vegar um heiminn. Margar alþjóða hótelkeðjur em tengdar þessu kerfi auk margra ís- lenskra ferðaskrifstofa. Umtalsverður viðauki við rekstur Amarflugs er stofnun bílaleigu sem hefur aðgreiðslu í nýju flugstöðinni. Arnarflug er eitt af fjölmörgum hluthöfum í þessu fyrirtæki, en hinir hluthafarnir koma flestir úr röðum þeirra sem tengjast ferðamálum eða farþegaflutningum á einn eða annan hátt. Heildar hlutafé er á milli 15 til 20 milljónir króna og til að byrja með geta farþegar valið á milli 50 til 60 bifreiða. Hugmyndin er einnig að nýta bílaleiguna til að auka mögu- leikana á pakkaferðum sem fela í sér flug og bíl. Það sem hins vegar er mest áber- andi og snertir flugfarþega beint, em nýungar í þjónustunni um borð. Arn- arflug hefur nú á boðstólum eins konar vasaútgáfu af fríhöfn fyrir millilandafarþega. Uppistaðan em snyrtivömr og skartgripir, bæði fyrir karla og konur auk ýmissa smáhluta, s.s. ferðastraujárns, kmllubursta og millistykki fyrir margs konar inn- stungur. Markmiðið er að bjóða upp á hluti sem geta komið sér vel á ferðalögum, en vilja oft gleymast. Verið er að gera tilraunir með hvort þörf er á slíkri þjónustu, en einnig er þama á ferðinni athyglisvert prófmál sem lætur reyna á reglur um sölu á tollfrjálsum varningi. Arnarflug hefur um árabil stefnt að því að fá sem flesta þætti þjónust- unnar við farþega í sínar hendur. Með aðstöðunni í Keflavík hefur inn- ritunin endanlega verið færð úr höndum Flugleiða og nú hefur Am- arflug einnig komið sér upp sérstöku eldhúsi til þjónustu við flugfarþega. Um reksturinn annast Glóðin í Keflavík og að sögn Halldórs Sig- urðssonar hjá Arnarflugi hefur þessi breyting mælst sérstaklega vel fyrir, bæði hjá farþegum og starfsfólki. Með tilkomu sérstaks eldhúss séu nú möguleikar á að veita sérstaka þjón- ustu þeim sem hafa sérstakar þarfir. Halldór upplýsti einnig að innan tíð- ar yrði mögulegt að hafa á boðstól- um úrvals kampavín, hvítvín og rauðvín, fyrir þá sem gerðu miklar kröfur. Erlendum ferðamönnum frá mark- aðssvæðum Amarflugs í Mið- Evrópu fjölgaði töluvert í júní í ár, miðað við sama mánuð í fyrra. Frá Vestur-Þýskalandi varð aukningin 13 prósent og frá Hollandi 9 prósent. Amarflug hefur því fengið sér and- litslyftingu í fleiri en einum skilningi. 30

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.