Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 20
bandi að draga fram einkenni bókar- innar til fræðslu og skemmtunar og benda mönnum á sérstöðu þessa þögla miðils sem við töldum að gleymst hefði að nokkru í fjölmiðla- flóðinu. Fólk hugsar sennilega ekki svo mjög um hversu meðfærilegur miðill bókin er. Það er hægt að njóta hennar hvar sem er, nánast hvenær sem er og lesendur eru því sínir eigin dagskrárstjórar. Fólk þarf því ekki að hafa neinn ákveðinn tima til að lesa, heldur getur notið bókarinnar í áföngum eftir því sem hverjum og einum hentar. Og ef verið er að bera bókina saman við hina háværari miðla, útvarp og sjónvarp má minna á að hana þarf ekki að setja í sam- band við rafagn.“ Almennar auglýsingar og sérunnin bókatíðindi Hvaða nýjungar hafa verið teknar upp i auglýsingum og kynningu nýrra bóka? „Bókaútgefendur hafa lengi gefið út bókaskrá með lista yfir útkomnar bækur hvers árs og dreift plagginu í bókabúðir. Eftir að samdráttar fór að gæta í bóksölunni var sú nýjung reynd að vinna upp ýtarlega skrá með kynningu á nýjum bókum árs- ins og prenta hana sem fylgirit með Morgunblaðinu í byrjun desember. A síðastliðnu hausti stigum við enn eitt skref í þessum efnum en þá voru Is- lensk bókatíðindi sérunnin og lit- prentuð. Ritinu var síðan dreift inn á hvert heimili landsins í desember. Þetta teljum við að hafi auðveldað fólki mjög val á bókum til jólagjafa og gert innkaupin markvissari. Þessi nýbreytni hefur án efa átt sinn þátt í góðri bóksölu fyrir síðustu jól og nú hefur stjóm Félags íslenskra bókaút- gefenda ákveðið að beita sömu að- ferð til kynningar á nýjum bókum á komandi hausti. Þá er rétt að nefna að félög útgef- enda og bóksala hafa undanfarin tvö ár staðið sameiginlega að gerð al- mennra auglýsinga um bækur til birtingar í sjónvarpi. Samhliða því að útgefendur hafa auglýst einstaka titla hafa þessir aðilar birt auglýsing- ar um gildi og eðli bóka almennt og meðal annars minnt á hve veigamik- ill þáttur bóklestur hefur verið í jóla- haldi hér á landi. Flestir munu víst sammála um að þeim finnst jólafríið heldur þunnt ef ekki er hægt að grípa í góða bók og sennilega er meira lesið milli jóla og nýárs en nokkra aðra daga ársins.“ Hvernig er að skipuleggja fram- leiðslu á vöm eins og jólabókum sem seljast ef vel gengur í miklu magni á mjög stuttum tíma? „Því er ekki að neita að jólabóka- útgáfan er mikið happdrætti. Menn vinna að framleiðslu bókanna mán- uðum saman og leggja í þær mikið fé og síðan ræðst það á örfáum vikum eða jafnvel dögum hvort þær standi undir sér eða ekki. Útgefendur hafa af því því talsverðar áhyggjur hve seint jólaverslunin fer af stað og er ljóst að tilkoma greiðslukorta á sinn stóra þátt í að færa söluna enn nær \ & AÐUR NU FYRIRTÆKI - SENDIBILSTJORAR H & A mótordrifin vörulyfta til notkunar í stigum og tröppum, hlaðin upp með 220 v og/eða 12 v. Burðargeta allt að 250 kg. Eigum á lager þá vörulyftu sem mest er tekin, þ.e. þá sem lyftir allt að 150 kg. Einn maður vinnur tveggja manna starf. Umboðsmaður á íslandi: Lenkó hf. Smiðjuvegi 1 Kóp. Sími 46365 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.