Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 18
Eftir því sem mikilvægi stórmarkaða eykst í sölu gosdrykkja harðnar sam- keppni framleiðenda um að fá sem mest hillu-og gólfpláss I stórmörkuð- um. Davíð sagði að dæmið gengi upp hjá sér ef hann næði 10% af gos- markaðnum en það er velta upp á um 120 milljónir króna. Sögur hafa gengið um að fjárfestingin í vélum og tækjum í nýju verksmiðjunni væri 150-170 milljónir króna en Davíð sagði að það væri fjarri lagi. Nær væri að tala um 80-90 milljónir króna. Hann benti einnig á að nýja verksmiðjan væri fremur umbúða- verksmiðja en gosdrykkjaverk- smiðja. Reiknað er með því að gera tilraunir með útflutning á vatni í plastdósum og ef það tekst skapast möguleiki á þvi að afskrifa þessa fjárfestingu á fleiri verkefni. Almennt hefur verið talið að plast- dósir væru dýrari en áldósir. Áldósin kostar rétt tæpar 5 krónur hingað komin til lands en innkaupsverðið er um 10 sent eða um 40 krónur. Davíð sagði að hráefnið í plastdós kostaði 2.28 kr. Með þumalfingurs- reglu mætti segja að plastdósin kostaði 4.50 krónur í framleiðslu. Það væri rétt að plastdósin væri ef til vill dýrari erlendis en flutnings- kostaður jafnaði þann mismun upp. „Ég er ekki að borga flutnings- kostnað fyrir loft þegar ég get fram- leitt dósirnar heima”, sagði Davíð. Þótt Davíð sé bjartsýnn á að dæmið gangi upp viðurkennir hann að þetta sé mikil áhætta og ef til vil mesta áhætta sem hann hafi tekið í sínum atvinnurekstri. Sérstaklega þar sem mikil samkeppni væri fyrir á markaðnum og honum í raun vel sinnt. Hann sagðist þó binda vonir við ýmsar nýjar gosdrykkjategundir sem hann er að markaðssetja og hann vildi ekki fallast á að plastdósin örvaði ekki meira sölu en áldós. Hann benti á að um verslunar- mannahelgina hefði ekki verið leyfð sala á öðru dósagosi en frá Sól í þjóðgarðinum í Skaftafelli vegna þess að plastdósin er brennanleg. Þróunin í Evrópu Aukin neysla á gosdrykkjum hér á landi er í takt við þróunina í Vestur- Evrópu. Neysla áfengis í Evrópu fer Efstu sætin í Evrópu (fyrir utan ísland) Neysla gosdrykkja víða minnkandi um leið og þeir sem sötra sterka drykki hafa skipt yfir í gosdrykki. Stóru gosdrykkjarfram- leiðendurnir í Bandaríkjunum hugsa gott til glóðarinnar og vonast til þess að þarna vaxi stór markaður. Banda- ríkjamenn drekka að meðaltali 170 lítra af gosdrykkjum á mann á ári. Þótt neysla á gosdrykkjum hafi auk- ist hratt í Evrópu á síðustu fimm árum drekka Evrópubúar aðeins 48 lítra af gosi að meðaltali á mann á ári. Drykkjarvöruframleiðendur þurfa að keppa um takmarkað magapláss. Bandaríkjamenn kaupa ekki mikið meira af drykkjarvörum en Evrópu- búar — um 542 lítra á mann á ári samanborið við 472 lítra — en Evrópubúar svala þorsta sínum í fleiri drykkjum en gosi. Lítil neysla Frakka á gosi helgast af því að þeir drekka svo mikið af ávaxtasafa og léttum vínum. Mesti vöxtur hefur verið í drykkjarvörumarkaðnum á Bretlandi og Ítalíu af öllum Evrópuþjóðum. A Ítalí á fjölgun stórmarkaða og til- koma verslunarkeðja sinn þátt í þessari aukningu en stórmarkaðir eru miklu virkari leið til að ná til neytandans en litlar verslanir á horn- inu. Tveggja lítra plastflöskur sem seldar eru í stórmörkuðum eru nú 15% af gosdrykkjamarkaðnum í Evrópu samanborðið við 2.5% fyrir fimm árum. Dósagosið er einnig í mikilli sókn þótt glerið sé enn 50% af markaðnum en var 70% fyrir fimm árum. Kóladrykkir hafa nú um 36% af gosmarkaðnum í Evrópu samanbor- ið við 26% fyrir um 10 árum enda hafa bæði Kók og Pepsi auglýst framleiðslu sína gífurlega. A síðustu tveim árum hefur auglýsingakostn- aður Pepsí tvölfaldast hvort ár í Bret- landi. íslendingar og aðrar Vestur- Evrópuþjóðir eiga langt í land með að ná Bandaríkjamönnum í gos- drykkju. Hins vegar má velta því fyrir sér hver sé mögulegur mark- aður. Einn viðmælanda Frjálsrar verslunar taldi að mögulegur gos- markaður á íslandi væri 120 lítrar á mann þ.e.a.s ef bjórinn kæmi ekki. Ef þetta reynist rétt er pláss fyrir eina gosdrykkjaverksmiðju enn! 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.