Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 9
rettir Seljendur grænmetis undirbúa stofnun nýs grænmetismarkaðar — viðbrögð við haftastefnu íverslun með grænmeti Nokkrir innflytjendur og dreifendur grænmetis vinna nú að stofnun grænmetismarkaðar í Reykjavík sem á að starfa á svipuðum grunni og fiskmarkaður. Samstarfs- ráð verslunarinnar, en í því eru Félag ísl. stór- kaupmanna, Kaupmanna- samtök íslands og Versl- unarráð íslands, hafa undirbúið málið á óformlegum fundum. I haust er væntanlegur landbúnaðarráðgjafi frá Hollandi sem mun kynna starfsemi grænmetis- markaða þar í landi. Þessi hugmynd er við- brögð við þeirri hertu haftastefnu í verslun með nýtt grænmeti sem nú er að koma fram og mótmælt hefur verið bæði af Neyt- endasamtökunum og samtökum í viðskiptum. Eftir ævintýrið með finnsku kartöflurnar árið 1984 var stigið spor í frjálsræðisátt í verslun með nýtt grænmeti. Nú er verið að taka þá ávinn- inga til baka meðal ann- ars með nýjum starfsregl- um frá landbúnaðarráðu- neytinu og stofnun svo- nefnds grænmetismark- aðar á vegum Sölufélags garðyrkjumanna. Græn- metismarkaður Sölufé- lagsins er aðeins talinn vera tæki framleiðenda til að ákveða vöruverð og framleiðslumagn. Margir endurskoðendur við stjórnun í atvinnulífinu Það vekur athygli að margir löggiltir endur- skoðendur hafa horfið frá endurskoðunarstörfum og tekið til starfa við stjórnun í atvinnulífinu og víðar. Tveir endurskoðendur voru á árum áður einkum þekktir fyrir að færa sig úr endurskoðun yfir í stjórnun. Það voru þeir Svavar heitinn Pálsson fyrrum forstjóri Sements- verksmiðju ríkisins og Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson Halldóra Viktorsdóttir fram- kvæmdastjóri Frjáls framtaks Halldóra Viktorsdóttir hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri útgáfufyr- irtækisins Frjáls fram- taks hf. Halldóra er fædd á Akureyri 17. febrúar 1948. Hún lauk stúdents- prófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1968 og starfaði síðan sem flug- freyja hjá Flugfélagi Is- lands um tíma en var síð- an heimavinnandi hús- móðir í allmörg ár eða þar til hún réðist til starfa hjá Frjálsu framtaki. Þar starfaði hún fyrst við al- menn skrifstofustörf, síð- an sem gjaldkeri og skrif- stofustjóri varð hún fyrir tveimur árum. Halldóra Viktorsdóttir. Eftir ráðningu Halldóru Viktorsdóttur í starf framkvæmdastjóra Frjáls framtaks er verkaskipt- ing stjómenda fyrirtækis- ins nú þannig að Magnús Hreggviðsson er stjórnar- formaður og hefur hann yfirstjórn fyrirtækisins á hendi m.a. yfirstjórn fjár- mála, stefnumótun og markmiðasetningu, yfirstjórn á þátttöku í öðrum fyrirtækjum og verkefnum utan daglegr- ar starfsemi. Steinar J. Lúðvíksson er aðalrit- stjóri og hefur stjórn og umsjón með allri útgáfu- starfsemi fyrirtækisins, ritstjóm og prentvinnslu, í timaritaútgáfu, bókaút- gáfu og annarri útgáfu- starfsemi. Halldóra Vikt- orsdóttir annast stjórn og umsjón með daglegum rekstri fyrirtækisins. sem var forstjóri Sölumið- stöðvar hraðfrystihús- anna. Meðal þeirra sem hafa fært sig yfir í stjórn- unarstörf á síðustu árum eru þessir: Bjarni Lúðvíksson framkvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, Eyjólfur Bryn- jólfsson, framkvæmda- stjóri Jöfurs hf, Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra, Helgi Magnússon forstjóri Ut- sýnar, Hilmir Hilmisson forstjóri Slippfélagsins, Hörður Gunnarsson fjár- málastjóri Samvinnu- ferða, Friðbjörn Agnars- son hjá Heklu hf., Krist- inn Sigtryggsson fram- kvæmdastjóri Arnarflugs, Ragnheiður Pétursdóttir framkvæmdastjóri Orms- son og Þráinn Scheving Sigurjónsson skrifstofu- stjóri Landsvirkjunar. Því er spáð að þessi þróun muni halda áfram hér á landi með vaxandi þunga enda er menntun og starfsreynsla endur- skoðenda að mörgu leyti heppilegur undirbúning- ur undir stjórnunarstörf í fjármála-og viðskiptalíf- inu. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.