Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Side 9

Frjáls verslun - 01.05.1987, Side 9
rettir Seljendur grænmetis undirbúa stofnun nýs grænmetismarkaðar — viðbrögð við haftastefnu íverslun með grænmeti Nokkrir innflytjendur og dreifendur grænmetis vinna nú að stofnun grænmetismarkaðar í Reykjavík sem á að starfa á svipuðum grunni og fiskmarkaður. Samstarfs- ráð verslunarinnar, en í því eru Félag ísl. stór- kaupmanna, Kaupmanna- samtök íslands og Versl- unarráð íslands, hafa undirbúið málið á óformlegum fundum. I haust er væntanlegur landbúnaðarráðgjafi frá Hollandi sem mun kynna starfsemi grænmetis- markaða þar í landi. Þessi hugmynd er við- brögð við þeirri hertu haftastefnu í verslun með nýtt grænmeti sem nú er að koma fram og mótmælt hefur verið bæði af Neyt- endasamtökunum og samtökum í viðskiptum. Eftir ævintýrið með finnsku kartöflurnar árið 1984 var stigið spor í frjálsræðisátt í verslun með nýtt grænmeti. Nú er verið að taka þá ávinn- inga til baka meðal ann- ars með nýjum starfsregl- um frá landbúnaðarráðu- neytinu og stofnun svo- nefnds grænmetismark- aðar á vegum Sölufélags garðyrkjumanna. Græn- metismarkaður Sölufé- lagsins er aðeins talinn vera tæki framleiðenda til að ákveða vöruverð og framleiðslumagn. Margir endurskoðendur við stjórnun í atvinnulífinu Það vekur athygli að margir löggiltir endur- skoðendur hafa horfið frá endurskoðunarstörfum og tekið til starfa við stjórnun í atvinnulífinu og víðar. Tveir endurskoðendur voru á árum áður einkum þekktir fyrir að færa sig úr endurskoðun yfir í stjórnun. Það voru þeir Svavar heitinn Pálsson fyrrum forstjóri Sements- verksmiðju ríkisins og Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson Halldóra Viktorsdóttir fram- kvæmdastjóri Frjáls framtaks Halldóra Viktorsdóttir hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri útgáfufyr- irtækisins Frjáls fram- taks hf. Halldóra er fædd á Akureyri 17. febrúar 1948. Hún lauk stúdents- prófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1968 og starfaði síðan sem flug- freyja hjá Flugfélagi Is- lands um tíma en var síð- an heimavinnandi hús- móðir í allmörg ár eða þar til hún réðist til starfa hjá Frjálsu framtaki. Þar starfaði hún fyrst við al- menn skrifstofustörf, síð- an sem gjaldkeri og skrif- stofustjóri varð hún fyrir tveimur árum. Halldóra Viktorsdóttir. Eftir ráðningu Halldóru Viktorsdóttur í starf framkvæmdastjóra Frjáls framtaks er verkaskipt- ing stjómenda fyrirtækis- ins nú þannig að Magnús Hreggviðsson er stjórnar- formaður og hefur hann yfirstjórn fyrirtækisins á hendi m.a. yfirstjórn fjár- mála, stefnumótun og markmiðasetningu, yfirstjórn á þátttöku í öðrum fyrirtækjum og verkefnum utan daglegr- ar starfsemi. Steinar J. Lúðvíksson er aðalrit- stjóri og hefur stjórn og umsjón með allri útgáfu- starfsemi fyrirtækisins, ritstjóm og prentvinnslu, í timaritaútgáfu, bókaút- gáfu og annarri útgáfu- starfsemi. Halldóra Vikt- orsdóttir annast stjórn og umsjón með daglegum rekstri fyrirtækisins. sem var forstjóri Sölumið- stöðvar hraðfrystihús- anna. Meðal þeirra sem hafa fært sig yfir í stjórn- unarstörf á síðustu árum eru þessir: Bjarni Lúðvíksson framkvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, Eyjólfur Bryn- jólfsson, framkvæmda- stjóri Jöfurs hf, Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra, Helgi Magnússon forstjóri Ut- sýnar, Hilmir Hilmisson forstjóri Slippfélagsins, Hörður Gunnarsson fjár- málastjóri Samvinnu- ferða, Friðbjörn Agnars- son hjá Heklu hf., Krist- inn Sigtryggsson fram- kvæmdastjóri Arnarflugs, Ragnheiður Pétursdóttir framkvæmdastjóri Orms- son og Þráinn Scheving Sigurjónsson skrifstofu- stjóri Landsvirkjunar. Því er spáð að þessi þróun muni halda áfram hér á landi með vaxandi þunga enda er menntun og starfsreynsla endur- skoðenda að mörgu leyti heppilegur undirbúning- ur undir stjórnunarstörf í fjármála-og viðskiptalíf- inu. 9

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.