Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 47
Hannes Ragnarsson kaupmaður íNonna & Bubba: Heiðarleiki er for- senda velfarnaðar Hannes Ragnarsson kaupmaður. til að kaupa búðir eða stofna nýjar, sem eru í takt við tímann. Eg tel að við eigum að standa vörð um þá sem vilja spjara sig í einstaklingsrekstri. Það má alveg fullyrða það að fólk veit ekki hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það dæmi ég af því að þegar kaupmaðurinn á horninu er horfinn, þá saknar fólk þjónustu hans. Þetta fundum við mjög vel, þegar við opn- uðum í Njarðvík á dögunum. Þar hafði Friðjónskjör verið til húsa, en orðið að hætta rekstri. Þegar við opn- uðum að nýju í endurbættu húsnæði, var okkur tekið opnum örmum af íbúunum, það er greinilegt að fólkið ætlar ekki að láta þá þjónustu úr greipum ganga öðru sinni, svo góð er verslunin þarna. Ég tel að yfirvöld eigi að stuðla að því að þjónusta hverfiskaupmanna fái að njóta sín samhliða mörkuðun- um. I Danmörku er núna rætt um að afnema ýmis gjöld af kaupmanns- verslununum í hverfunum, t.d. fast- eigna og aðstöðugjöld. Þá er ljóst að verðmunur á mörkuðunum og hverf- isverslunum er að minnka. Þegar kannað er verð á þeirri vöru sem fólk kaupir langmest af, kjöti, fiski, mjólkurafurðum og öðru, þá sést fljótlega að munurinn er enginn“. Jónas Ragnarsson sagði að hann væri bjartsýnn á framtíðina, enda væri bjartsýnin ríkjandi í sínu eðli, og bölsýnt fólk reyndi hann að snið- ganga sem mest hann mætti. Hann væri heppinn að hafa starfsfólk sem væri sama sinnis, toppfólk, sem hann sagðist vilja vera félagi og vin- ur, enda væri pípuhattaskeiðið í rekstri fyrirtækja fyrir löngu liðið. Sjálfur væri hann á ferðinni milli verslananna og fyrirtækjanna og fylgdist náið með. Starfsfólkið sagði hann að bæri ábyrgð, hvert á sínu sviði, það hefði sínar skoðanir á hlut- unum og vissi oft betur en eigandinn hvemig að hlutum ætti að standa. Ég lít þannig á að reksturinn eigi að fara vel með alla, sem við hann starfa. Ef það tekst þá er reksturinn ekki í neinni hættu. I nútímastjórnun em hjartahlýja og alúð bestu „vopn- in“ í farteskinu", sagði Jónas Ragn- arsson kaupmaður að lokum. „í litlu samfélagi eins og hér í Keflavík er það mik- ils virði að öðlast traust í viðskiptum. Eg hef verið heppinn í mínum viðskipt- um og finn að mér hefur tekist að vinna traust sam- borgara minna. Þetta hef- ur ekki lítið að segja í rekstri eins og hjá okkur í Nonna & Bubba“, sagði Hannes Ragnarsson 36 ára, en hann er annar eig- enda verslananna þriggja og Impex h.f. Hannes kom inn í fyrirtækið fyrir hálfu öðm ári síðan. Hann hafði áður stundað húsasmíðar, fyrst með Jón- asi bróður sínum, en síðan einn. Arið 1978 snéri hann sér að fasteigna- sölu, stofnaði fasteignasöluna Eigna- miðlun að Hafnargötu 17, gömlu lög- reglustöðinni. Það hús var hreint ekki nein bæjarprýði, þegar Hannes keypti það. Fyrst af öllu réðst hann að húsinu með sína faglegu þekk- ingu, gjörbylti öllu og breytti. Það var ekki laust við að menn yrðu undrandi á þeirri skemmtilegu breyt- ingu, sem varð á húsinu, og síðar átti bæjarfélagið eftir að verðlauna Hannes fyrir verkið. Hannes er næstelstur þeirrar Ragnarsbræðra, 36 ára að aldri. Hann lærði húsasmíði og var við nám ásamt Jónasi. Síðar sótti hann viðbótarmenntun í Verslunarskóla íslands, sem hann átti eftir að njóta í viðskiptum sínum síðar. „Fasteignasalan átti mjög vel við mig“, segir Hannes, „okkur gekk mjög vel að selja, ég tel að við höfum náð allt að helmingssölu á fasteign- um héma á Suðurnesjum. Um eins árs skeið rákum við útibú í Grinda- vík og náðum upp verði á fasteignum þar þann tíma sem útibúið var starf- andi, og höfum alla tíð síðan selt vel í Grindavík", sagði Hannes. í fasteignasölunni var Hannes í 7 ár, eða þar til hann gekk til liðs við 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.