Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Side 50

Frjáls verslun - 01.05.1987, Side 50
Guðmundur Ragnarsson kaupmaður íStarmýri: Veltan jókst um 90 prósent á fyrsta starfsári næsta ári og þar mun Star- mýrarbúðin fá mun veg- legri aðstöðu. „Ég fór ungur að læra múrverk, við höfum sótt í byggingariðnaðinn bræðurnir, þrír múrarar og fjórir trésmiðir, enda þótt við höfum ekki allir staðnæmst í okkar greinum. Múrverkið var erfitt og ég fór mjög fljótt í bakinu, var ekki nema eitt og hálft ár í iðninni eftir sveinspróf", sagði Guðmundur. Hann fór að starfa hjá Slökkviliði Keflavíkurflugvallar undir stjóm Sveins Eiríkssonar heitins, sem Guð- mundur segir að hafi verið mikilhæf- ur stjórnandi, og af honum hafi hann margt lært, sem komi að góðum not- um í dag. Auk þess að vera í störfum á Vellinum stofnaði Guðmundur Hellugerð Suðurnesja og rak hana samhliða störfum sínum, hafði þrjá menn í vinnu. Fyrirtækið lagði hann síðar niður, en seldi vélar og tæki til Sandgerðis. Á tímabili vann Guð- mundur í aukavinnu hjá Nonna og Bubba hjá Jónasi bróður sínum, og gerðist fastur starfsmaður, þegar hann hætti í slökkviliðinu. Guömundur Ragnarsson kaupmaöur og Sigrún Kristjánsdóttir eiginkona hans en hún sér um bókhald verslunarinnar. Guðmundur Ragnars- son 33 ára sá eini þeirra Ragnarsbræðra, sem hef- ur haslað sér völl utan Keflavíkur. Hann er kaup- maður í Versluninni Star- mýri, sem áður var Víðir. Þar hefur hann nú verslað í hálft annað ár, en núna nýlega færði hann út kvíarnar og opnaði útibú í Árkvörn í nýja íbúðar- hverfinu uppi á Ártúns- höfða. Verslunin þar er reyndar aðeins til bráða- birgða, því ætlunin er að hefjast handa um að reisa nýtt hús á lóðinni þegar á „Ég fékk ágæta reynslu hjá Jonna bróður, vann í kjötvinnslunni allt til ársins 1983 að ég keypti Bílasöluna Blik í Reykjavík ásamt félaga mínum og rak hana til ársloka 1985, þegar ég keypti Víði í Starmýrinni af þeim Víðisbræðrum. Bílasalan var ágæt að mörgu leyti, en hentaði mér þó ekki að öllu leyti. Þetta var mikið arg og þvarg, síminn hringdi stanslaust á sama tíma og skrifstofan var full af fólki að skoða og kaupa. Þetta gat verið erfitt. Vinnudagurinn var líka langur, og unnið flesta daga. Það var því lítið um frítíma, sem verður þreytandi til lengdar, enda er ég far- inn að draga úr slíkri vinnuþrælk- un“, sagði Guðmundur Ragnarsson. 50

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.