Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 33
Iltaf byrjað smátt“ „Ég var 15 til 16 ára þegar BYKO var stofnað og man því vel eftir und- irbúningnum. Reyndar var ég í sveit þegar verslunin var opnuð en við systkinin tókum þátt í þessu frá byrj- un. Faðir minn kom undir sig fótun- um með garðrækt, sem hann stund- aði fyrir utan fasta vinnu, og hjálpuð- um við krakkarnir til“, sagði Jón Helgi þegar minnst var á upphafsár- in. — Nú byrjaði BYKO í litlum skúr. Renndi ykkur í grun að BYKO yrði stærsta byggingavöruverslun lands- ins eftir 25 ár? „Ég held að menn hafi ekki verið með neinar væntingar í þeim efn- um“, sagði Jón Helgi. „Þetta var smátt í sniðum í fyrstu en vöxturinn hefur komið jafnt og þétt. Ég held að menn hafi ekki verið með neinar áætlanir aðrar en þær að gera eins vel og hægt var enda er fáum gefið að skyggnast inn í framtíðina. Þeg- ar við lítum til baka sjáum við hins vegar að það er margt sem hef- ur stuðlað að velgengni fyrirtækis- ins. BYKO var stofnað rétt eftir lok haftatímabilsins þegar frjálsræði í innflutningi opnaði verslun í land- inu ný tækifæri. Jafnframt var mik- ið byggt á þessum árum þannig að við komum inn á markað sem var í vexti. Verslun BYKO var einnig nýjung á þessum tíma en þá þekkt- ust ekki alhliða byggingavöru- verslanir þar sem allt til byggingar- innar fæst á einum stað bæði stórt og smátt. Það sýndi sig að þörf var á þessari nýjung. BYKO var vel í sveit sett, lá í þjóðbraut við gamla Hafnarfjarðarveginn. Síðast en ekki síst var BYKO mjög heppið með starfsfólk og stofnendurnir héldu mjög vel utan um reksturinn og lögðu sig í framkróka til þess að standa við allar skuldbindingar. í hnotskurn má segja að þarna hafi verið réttir menn á réttum stað á réttum tíma.“ Ekki djarfir — Þegar BYKO var stofnað voru grónar byggingavöruverslanir fyrir á markaðnum. BYKO hefur nú skotið þeim aftur fyrir sig. Jón Helgi var spurður hvort þessi gömlu og grónu fyrirtæki hafi verið sofandi á verð- inum. „í byrjun vorum við ekki ógnun við þá sem fyrir voru. Markaðurinn var að stækka og við tókum ekki viðskipti frá öðrum. Ég get ekki lagt dóm á frammistöðu annarra en það er vitað að flest öll fyrirtæki fara eftir ákveðnu ferli, það er bara spurning um tíma. í fyrstu byrja menn smátt, síðan kemur uppgangs- og blóma- imkvæmdastjóri BYKO en fyrirtækið hefur á 25 árum a byggingavöruverslun landsins skeið og loks hnignun. Það er rétt að við höfum verið í uppgangi undan- farin ár og við vitum í sjálfu sér ekki hvenær við höfum náð okkar besta. Vafalaust á það fyrir okkur að liggja eins og öðrum að reksturinn dregst einhvern tímann saman. Markmið okkar er að ýta þeim vatasomu tímamótum sem allra lengst inn í framtíðina.” Eftir að BYKO var stofnað var Jón Helgi viðloðandi verslunina á sumrin og með námi á veturna. Hann sagði að hann hefði haft hug á því að vinna hjá fyrirtækinu að námi loknu og var viðskiptafræðin meðal annars valin með tilliti til þess. Strax að loknu prófi 1972 varð Jón Helgi framkvæmdastjóri hjá BYKO 24 ára að aldri. Megin verksvið hans var umsjón með timbursölu auk þess sem ýmis önnur málefni fyrirtækins voru á hans könnu. BYKO menn hafa byrjað smátt í öllu því sem þeir hafa tekiö sér fyrir hendur en mjór er til mikils vísir. BYKO á hlut í laxeldisfyrirtæki, Haflax og til að byrja með var komiö fyrir einni girðingu fyrir kvíaeldi. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.