Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 60

Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 60
Bréf frá útqefanda Meiri framleiðni betri lífskjör Þjóðmálaumræðan á íslandi hefur oftar en ekki einkennst af karpi og flokka- dráttum sem kemur fáum að gagni þegar til á að taka. í þeirri umræðu fara skyn- samleg rök forgörðum og alloft vantar upplýsingar svo þeir, sem fylgjast með, eiga erfitt með að mynda sér heilsteyptar skoðanir. Því vill brenna við að menn taki afstöðu eftir tilfinningu ef ekki fordómum fremur en að yfirveguðu máli. Af og til koma þó mál upp sem eru vel undirbúin þannig að menn geta íhugað allar hliðar og tekið ákvarðanir sem byggja á raunveruleikanum en ekki ímyndun eða óskhyggju. Dæmi um slíkt er nýútkomin skýrsla um framleiðni á Islandi sem Iðntæknistofnun fslands og Iðnaðarráðuneytið hafa látið vinna í samvinnu við ýmis samtök í atvinnulífinu. Vonandi koma þær upplýsingar sem þar er að finna umræðu af stað sem leitt getur til þess að gripið verði til úrbóta á þeim fjölmörgu sviðum þar sem við þurfum að gera betur. f skýrslunni kemur fram að framleiðni hér á landi er einna minnst í samanburði við þau lönd sem miðað er við, þ.e. Norðurlöndin, ýmis önnur lönd í Vestur- Evrópu, Bandaríkin og Japan. Framleiðni er ekki aðeins lág hér á landi heldur eykst hún minnst á þeim tíma sem um ræðir, 1973 -1983. Það bendir til þess að við séum ekki að ná okkur á strik. Athyglisvert er að hagvöxtur undanfarinna ára hér á landi virðist að miklu leyti stafa af aukinni atvinnuþátttöku en ekki aukinni framleiðni vinnuafls eins og erlendis. Hagvöxturinn hér á landi stafar sem sagt af aukinn atvinnuþátttöku kvenna en almenn þátttaka kvenna á vinnumarkaðnum er svolítið seinna á ferðinni hér á landi en víðast annars staðar. Á allra síðustu árum hefur hagvöxtur byggst á auknum sjávarafla og bættum viðskiptakjörum. Það þarf ekki að fara í grafgötur um það að við getum ekki vænst þess að hagvöxtur næstu ára eigi upptök sín í meiri afla eða almennari þátttöku á vinnumarkaðnum. Nú vinna allir sem vettlingi geta valdið og allflestir fiskistofnar sem eitthvað kveður að eru full nýttir. Ef við ætlum að stefna að hagvexti verðum við aö sækja aukin verðmæti í betri nýtingu þeirra þátta sem við notum í fram- leiðslunni, þ.e.a.s. auka framleiðnina. Okkur er einnig nauðsynlegt að auka fram- leiðnina til þess að framleiðsla okkar verði samkeppnisfær á innlendum eða erlendum mörkuðum. Ymis ytri og innri skilyrði ráða því hvað framleiðni er lítil hér á landi. Almenn starfsskilyrði, verðbólga og óstöðugt efnahagslíf hafa verið óhagstæð fyrir atvinnulífið og stjórnendur og starfsfólk hafa ekki gefið framleiðni nægjanlegan gaum. Raunverulegar kauphækkanir sækjum við aðeins með því að bæta starf- skilyrði atvinnulífsins, koma á jafnvægi í efnahagsmálum, bæta stjórnunfyrir- tækja og auka tækni og sérhæfingu í framleiðslu svo nokkuð sé nefnt. Hér þurfa allir að gera betur ekki aðeins stjómmálamenn heldur einnig stjórnendur fyrir- tækja og starfsmenn. Ekki þarf að fara mörgum orðum um þau starfsskilyrði sem þarf að laga til þess - að atvinnulífið starfi við sömu skilyrði og þau fyrirtæki sem við keppum við í öðrum löndum. Þar eru flestir sammála þó stundum sé langt á ntilli orða og athafna og athafnir ekki alltaf í samræmi við sett markmið. Til dæmis er sölu- skattur á tölvur, sem nýlega var lagður á, ekkert annað en skattur á framleiðni. Kvótakerfið setur mark sitt á sjávarútveg og landbúnað og útfærsla þess getur haft veruleg áhrif á framleiðni í þeim greinum. Ef ekki verður hægt að versla með kvóta hindrunarlítið er heldur ekki hægt að tryggja að kvótamir séu í höndum þeirra sem geta nýtt þá af mestri hagkvæmni. Þetta þýðir með öðrum orðum að kvótar án viðskipta geta hamlað framleiðni og skert lífskjör þjóðarinnar eða dregið úr möguleikum á bættum hag. 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.