Frjáls verslun - 01.05.1987, Síða 52
fólk er mikið að stækka við sig hús-
næðið, og núna selst nýbyggt loks-
ins, það hafði varla hreyfst svo heitið
gæti um tveggja ára skeið, á því
tímabili voru þetta mest sölur á
gömlum eignum. Núna á dögunum
var ég með fjórbýli, splunkunýtt og
fínt húsnæði, sem seldist svo sem á
stundinni“.
Með Sigurði starfar kona hans,
Valdís Inga Steinarsdóttir og önnur
kona til, starfa hálfan daginn hvor.
Um samningana annast frændi Sig-
urðar, Reynir Ólafsson viðskipta-
fræðingur.
Sigurður sagði að ekki væru veru-
legir fólksflutningar, hvorki til Suð-
urnesja né frá þeim. Þó væru alltaf
einhverjir af Reykjavíkursvæðinu að
spekúlera, enda ekki að undra, því
íbúarhúsnæði á Suðurnesjum væri
gegnumsneitt 30% ódýrara en í
Reykjavík, sérstaklega minni íbúð-
irnar.
Sigurður hefur starfað við fast-
eignasölu í 5 ár, byrjaði að starfa
undir stjórn Hannesar bróður síns,
en keypti loks fasteignasöluna í jóla-
mánuði 1985 og hefur rekið hana
síðan. Hann sagði okkur að hann
kynni mjög vel við starfið, það væri
mjög lifandi starf og kannski talsvert
frábrugðið því, sem starfsbræður
hans í Reykjavík kynntust. Það væri
um að ræða mun persónulegri sam-
skipti. Til dæmis kæmi það fyrir að
honum væri sérstaklega boðið í
heimsóknir til ánægðra viðskipta-
vina, sem vildu þá sýna sér þær
breytingar, sem þeir hefðu gert á
íbúðunum frá því að þeir keyptu.
Þetta væri mjög ánægjulegt.
„Ég hef eignast góða vini í gegn-
um starfið, og þegar fólk vill stækka
við sig, þá kemur það aftur til okkar
og leitar hófanna um aðra eign og
sölu á þeirri eldri“, segir Sigurður.
Sigurður segist hafa verið tauga-
óstyrkur í byrjun, þegar
Hannes bauð honum starf hjá sér.
Sigurður er stúdent af verslunarsviði
Fjölbrautarskóla Suðurnesja og var
að vinna við smíðar eins og þeir
bræðurnir allir hafa reynt, var 21 árs
þegar honum bauðst starfið.
„Mér fannst þetta mikil ábyrgð
sem á mínar herðar var lögð, og það
er nú svona að mér finnst þetta starf
alltaf ábyrgðarmikið, enda erum við
að versla við fólk, sem er með allt sitt
í höndunum. Það er því mikið í húfi
að vel takist til. Ég fylgdist vel með
Hannesi í starfinu og lærði mikið af
honum.
Ég man að fyrsta verkefnið mitt
var að vélrita afsal. Hannes fann eina
ritvillu í afsalinu, reif það í tætlur
fyrir framan nefið á mér, og sagði
mér að gera betur. Ég var náttúrlega
ofboðslega sár í fyrstu, settist niður
og vélritaði villulaust afsal. En ég
held að það hafi nú tekið mig daginn
að klára þetta.
Auðvitað á milljóna samningur að
vera ritvillulaus, ég veit það núna að
Hannes var að benda mér á að við-
hafa nákvæm og vönduð vinnu-
brögð, hann lagði alltaf ríka áherslu
á það atriði við mig“, sagði Sigurður.
Síðasti júnímánuður reyndist besti
júnímánuðurinn um margra ára
skeið hjá Eignamiðlun Suðurnesja,
en Sigurður sagði að trúlega yrði
rólegra í júlí og ágúst, sumarleyfis-
mánuðunum. Við spurðum hann í
framhaldi af því hvert hann héldi í
sumarleyfi. Hann sagðist ekki hafa
tekið sér einn einasta dag í frí, frá því
að hann byrjaði með fyrirtækið á eig-
in vegum. Hannes hefði aldrei á sín-
um ferli sem fasteignasali komist í
sumarfrí, en að sjálfsögðu gæti
svona ekki gengið til frambúðar,
einhvern yrði að þjálfa upp til að taka
við þegar hann tæki sér frí.
Þetta kvöld, þegar við skutumst til
Sigurðar, hafði hann reyndar mjög
nauman tíma. Hann var í nefnd, sem
var að skipuleggja niðjamót, sem
halda átti að Laugum í Dalasýslu þá
um helgina.
* ''
Vinna erlendis
Hjá okkur getur þú fengið bók, sem er full af upplýsingum um störf
um allan heim, til lengri eða skemmri tíma. Um er að ræða stöður í:
Málmiðnaði, olíuiðnaði, kennslu, útivinnu, sjómennsku, hótel og
veitingastörfum, au-pair, ferðaleiðsögn, ávaxtatínslu í Frakklandi
og U.S.A. snyrtistörfum, fyrirsætustörfum, vinnu á búgörðum og
bændabýlum eða á skemmtiferðaskipum o.m.fl.
Bókinni fylgja umsóknareyðublöð. Þetta er bók sem þú þarfnast ef
þú hugar að vinnu erlendis, þú færð upplýsingar um störf, íbúða-
kost, vinnutíma o.fl. þar að auki heimilisföng c.a. 1000 staða og
vinnumiðlana. Þú kaupir þessa bók fyrir kr. 98.- sænskar, innifalið
burðargjald og 10 daga skilaréttur. Pantaðu í dag.
Skrifaðu til CENTRALHUS
Box 48,142 00 Stockholm
Ordretelefon: 08-744 1050
P.S. Við ráðum ekki í störf.
Nýtt
líf
er
lifandi
blað
Áskriftarsími
82300
52