Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Síða 53

Frjáls verslun - 01.05.1987, Síða 53
Fvrirtæki Globus fjörutíu ára Globus hefur nú starfað í full 40 ár. Á þessum árum hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt og er nú orðið stórfyrirtæki á ís- lenskan mælikvarða. Sem dæmi má nefna var veltan árið 1956 kr. 9.300, en nú stefnir heildar- veltan í tæpar 700 milljónir króna án söluskatts. I upphafi snérist reksturinn svo til eingöngu um innflutning og sölu á Gillette rakvélum og rakvélablöðum en í dag hefur Globus haslað sér völl í fjölmörgum greinum atvinnulífsins. Markvisst hefur verið unnið að því að dreifa rekstraráhættu fyrirtækis- ins. Starfsemin skiptist nú í 5 megin- deildir auk fjármála- og rekstrar- deildar: Árni Gestsson stjórnarformaður Glöbus, Gestur Árnason framkvæmda- stjóri fjármala-og rekstrardeildar og Börkur Árnason framkvæmdastjóri sölu-og markaðsmála. Heiti deildar Heilsöludeild Búvéladeild Bíladeild Iðnaðar- og útvegsdeild Varahlutadeild og þjónustudeild Hlutfall rekstrartekna 28% 26% 24% 5% 17% Vöruflokkar Snyrti- og hreinlætisvörur Hjúkrunarvörur Áfengi og tóbak Ræstingarvörur Landbúnaðartæki Bifreiðar Bátavélar Skurðgröfur Ýmis iðnaðartæki Varahluta- og viðgerðarþjónusta fyrir búvéla-, bíla- og iðnaðardeild. Þessi mikla fjölbreytni í rekstrin- um hefur tryggt starfseminni stöðug- leika og öryggi þrátt fyrir sveiflur í einstökum greinum. Globus er rekið í eigin húsnæði að Lágmúla 5 og starfa þar nú 60 manns. Ný kynslóð tekur við stjórninni Árni Gestsson hefur frá upphafi verið forstjóri fyrirtækisins og hefur öll ábyrgð að meira og minna leyti hvílt á hans herðum. Aukin umsvif kalla hinsvegar á breytta stjórnunar- hætti. Um síðustu áramót var stjórn- skipulagi Globus breytt. Árni lét af forstjórastarfinu en tók við stjórnar- formennsku. Tveir synir Árna tóku við framkvæmdastjórninni, Gestur Ámason, framkvæmdastjóri fjár- mála- og rekstrardeildar og Börkur Ámason, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssmála. Stefnt er að aukinni valddreifingu innan fyrirtækisins. SAAB umboðið besta afmælisgjöfin Globus hefur aukið umsvif sín verulega á bílamarkaðinum með því að taka við söluumboði fyrir SAAB bifreiðar á íslandi. Enginn vafi er á því að þetta styrkir bíladeildina til muna og verður til þess að Globus getur veitt Citroén og Saab eigend- um enn betri þjónustu en ella. Viðgerðar- og varahlutaþjónusta fyrir Saab bifreiðar verður í fyrst- unni rekið á sama stað og áður í hús- næði Töggs hf. að Bíldshöfða 16. Söludeildin verður hins vegar að Lágmúla 5. Globus hefur þegar ráðið þrjá lyk- ilmenn sem áður störfuðu hjá Tögg hf. Þeir eru Ágúst Ragnarsson, sölu- stjóri, Hrafnkell Guðmundsson, yfir- maður verkstæðis og Sigurður Olafsson, yfirmaður varahluta- deildar. Tilkoma SAAB umboðsins kallar á enn frekari skipulagsbreytingar innan Globus og verður framtíðar- skipan komið á innan tíðar. Nýtt merki í tilefni afmælisins hefur Globus látið hanna nýtt merki og slagorð fyrir fyrirtækið og einnig gefið út kynningarbækling um starfsemina. Frönsku Citröen verksmiðjurnar taka einnig þátt í afmælisfagnaði Globus með því að veita afmælisaf- slátt á ákveðnum fjölda Citroén AX bifreiða. 53

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.