Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 58
Aðutan Vidskiptamenntun undir smásjánni: Offramhoð af MBA mönnum Menntun á sviði við- skipta og stjómunar frá amerískum háskólum, MBA-menntunin er undir smásjánni og raddir em uppi um að gæðakröfurn- ar hafi minnkað samfara auknum fjölda þeirra sem útskrifast. Æ fleiri amer- ískir háskólar vilja not- færa sér þá uppsveiflu sem nám tengt viðskipt- um og stjórnun er í nú um stundir og leggja þeir upp eigin MBA-námsbrautir en þessu fylgir mikil þensla í framboði á MBA- menntun sem fyrir fáum árum var fyrir útvalda. Aðsókn í MBA-námið hefur gildar ástæður. Bandaríkjamenn gera sér betur grein fyrir verð- mæti menntunar en áður, MBA-menntun veitir öryggi á ótryggum vinnu- markaði og gefur von um hærri laun. En hvað á að gera við allan þennan fjölda sem útskrifast? Hingað til hafa flestir viðskipta- og stjórnunarfræðingar fengið vinnu við þjón- ustugreinar sem á undan- förnum árum hafa verið í miklum vexti en ameríski vinnumarkaðurinn er ekki tilbúinn að taka á móti 70.000 nýbökuðum MBA kandidötum á ári. Af ótta við offjölgun háskólamenntaðra við- skipta- og stjórnunar- fræðinga leggja þekkt- ustu verslunarháskólarn- ir núna áherslu á að hressa upp á ímynd sína sem menntastofnanir fyr- ir þá útvöldu og endur- meta námsbrautir og námsefni. Núna gera eft- irsóttustu skólarnir meiri kröfur við inntökupróf og greina sig á þann hátt frá óþekktum og ekki jafn viðurkenndum háskólum. Arangurinn að viðleitni viðurkenndari skólanna er sá að gamla tveggja flokka kerfið er að koma fram á nýjan leik. Fyrir vinnuveitendur er ekki lengur nóg að umsækj- andinn hafi MBA-há- skólagráðuna heldur skiptir æ meira máli frá hvaða háskóla viðkom- andi hefur útskrifast. Af öllum fjölda verslunarhá- skóla eru aðeins 20 á toppnum. Aðeins 4000 útskrifaðra fá vinnu strax, aðrir kandidatar eiga oft í erfiðleikum að finna vinnu við sitt hæfi. Menntun frá viðurkennd- ustu háskólunum gefur möguleika á byrjunar- launum fyrir ofan meðal- lag. Meðal þeirra eru, (tekjur í dollurum): — Harvard — 48.602$ —■ Stanford — 48.000$ — Dartmouth (Tuck) — 45.740$ - MIT (Sloan) - 45.450$ — Virginia (Darden) — 45.000$ — Northwestern (Kell- ogg) - 45.000$ — Columbia — 44.200$ — Pennsylvania (Wharton) - 44.047$ — Carnegie — Mellon - 41.932$ — Chicago — 39.022$ (MANAGEMENT TODAY) Mæfir lestrarvana Nýtt mælitæki sem ger- ir mögulegt að mæla lestr- arvana fólks gerir mark- aðsfyrirtækjum kleift að skilgreina betur mátt auglýsinga. Lesmælirinn (People Reader) er nokk- urs konar lampi og mælir jafnhliða hreyfingu augna og það sem lesið er. Tækið er einfalt og engin þörf á aukabúnaði og það mælir nákvæmlega þann tima sem lesandinn dvelur við einstaka greinar eða aug- lýsingar. Lesmælirinn hefur verið notaður af Presting Co. Inc. (Engle- wood, New Jersey) og margt forvitnilegt um lestrarvana hefur komið fram: — Nærri því 40% les- enda byrja á öftustu síðu við lestur dagblaða og tímarita eða fletta strax upp á þeim greinum sem þeir hafa áhuga á. — Tveggja síðna aug- lýsingar auka athyglina aðeins um 15% miðað við einnar síðu auglýsingu. — í tímaritum fá 35% auglýsinganna aðeins 2 sek. af athygli lesandans. — Hæsta minnisgildið næst með auglýsingaröð sem eru á 3 eða fleiri hægri síðum hver á eftir annarri. — Vel gerð auglýsing höfðar til lesandans líka þar sem staðsetning hefur verið álitin óheppileg. (MARKETING NEWS) Konur á framabraut Fyrir 10 árum var kona í fjórðu hverri stjórnunar- stöðu í Bandaríkjunum, í dag eru þær i þriðju hverri stöðu. Að áliti amerískra ráðgjafafyrir- tækja hafa konur núna tækifæri að komast í æðstu stjómunarstöður vegna þess að margar þeirra sitja nú þegar í lyk- ilstöðum. Bandarískar konur eru nú betur skól- aðar en fyrir 10 árum og meira en þriðji hluti þeirra 70.000 sem ljúka prófum frá bandarískum verslunarskólum í dag eru konur. Fyrir 10 árum var hlutfallið 12% konur. Konurnar eru orðnar metnaðarfyllri, setja mark- ið hærra og miða við valda- meiri stöður en áður. Breyting í atvinnulifinu hefur haft áhrif á þessa þróun: Þjónustugreinar eru mikilvægari í dag en áður og við það hafa starfsmöguleikar kvenna aukist. Business Week álítur að á næstu árum styrkist þessi þróun og verði hraðari. (BUSINESS WEEK) 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.