Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 35
Tveir af helstu stjórnendum og eigendum BYKO, nafnarnir Jón Helgi og Jón Þór Hjaltason bera saman bækur sinar. „Mér finnst hugtök í sambandi við stjórnun svolítið á reiki hér á landi og reyndar erlendis líka. Stjórnendur hér á landi eru ýmist titlaðir fram- kvæmdastjórar eða forstjórar. Hér hjá BYKO erum við með fram- kvæmdastjóra yfir ákveðnum svið- um og aðalframkvæmdastjóra fyrir fyrirtækið. Með þessari orðanotkun er ég að leggja áherslu á að ég er einn úr hópi hinna framkvæmda- stjóranna, kannski fremstur meðal jafningja, en umfram allt einn úr hópnum. Ef ég hefði notað forstjóra- titilinn fannst mér ég vera að upp- hefja sjálfan mig.“ Hef engan stíl — Menn rækja stjórnunarhlut- verk sitt á margvíslegan hátt. Einhver sérstök aðferð sem þú að- hyllist? „Það er þá helst að vera stíllaus. Ég er búinn að lesa allar þessar bók- menntir um stjórnun og niðurstaðan er ef til vill sú að það sé ekki til neinn stíll. Starfsfólk hér vinnur ákaflega vel að sameiginlegum markmiðum og finnur sig vel í því sem það er að gera. Ég hef reynt að hafa það þannig að fólk geti sýnt það frum- kvæði sem það vill hafa. Ég held að það sé mikilvægt að stjórnendur séu markmiðum fyrirtækisins trúir og sýni að þeir hlífi sér ekki sjálfir. Þannig smita þeir út frá sér og aðrir eiga auðveldara með að fylgja þeim. Hins vegar er það ljóst að í fyrirtæki eins og BYKO sem hefur verið í miklum vexti hefur margt mátt betur fara.“ — I hvað fer mestur tími þinn? „Stundum er ég að spyrja mig að þessu sama og það verður ekki alltaf mikið um svör. Ég skipulegg tíma minn ekki út í ystu æsar enda er stór hluti af mínu starfi að vera til staðar. Margir leita til mín og ég er með í ráðum um lausn ýmissa vandamála. Þá hef ég innkaupin á timbri áfram á minni hendi. Ég geri það bæði til þess að vera í betri snertingu við markaðinn og hins að ég hef haft mest gaman að því að vera í timbur- sölunni. Loks hafa ýmis framtíðarverkefni verið tímafrek svo sem uppbygging- in á Skemmuveginum en þar er verið að stækka tréiðnaðardeildina með byggingu 3 þúsund fermetra hús- næðis. Einnig erum við að opna nýja verslun í Kringlunni." — Þegar stórar ákvarðanir standa fyrir dyrum. Hvernig berðu þig að? „Við reynum yfirleitt að gefa okk- ur eins mikinn tíma og hægt er áður en við tökum ákvarðanir sem reynst geta afdrifaríkar. Við reynum að leita eins mikilla upplýsinga og hægt er og ræða við sem flesta. Oftast er það svo að maður fær mestan stuðning frá mönnum innan fyrirtækisins. Á endanum stendur maður sjaldnast frammi fyrir því að velja á milli tveggja ólíkra kosta. Við erum á ákveðinni braut og ef við gefum okkur tíma getur við fetað okkur farsællega áfram. Þetta er meira spurning um hliðarslóðir.” 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.