Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 7
Frjáls verslun itstjórnargrein Erfið verkefni fyrir Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál nýja ríkisstjórn RITSTJÓRIOG ÁBYRGÐARMAÐUR: Kjartan Stefánsson LJÓSMYNDIR: Grímur Bjarnason Gunnar Gunnarsson Kristján Einarsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir ÚTGEFANDI: Frjálstframtakhf. Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 82300 Auglýsingasími 31661 RITSTJÓRN: Bíldshöfði 18, sími 685380 STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir ÁSKRIFTARVERÐ: 1155 kr. 4 blöð (eintak í áskrift 288,75 kr.) LAUSASÖLUVERÐ: 297 kr. SETNING, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentstofa G. Benediktssonar LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar hefur ekki fengið gott brautargengi þótt flokkarnir sem að henni standa styðjist við mikinn meirihluta þjóð- arinnar. Er það fátítt að ríkisstjóm mæti slíku mótlæti eða tómlæti á fyrstu vikum og mánuðum sem hún starfar. Það er auðvitað of snemmt að spá um hvernig þessi ríkisstjórn muni reynast. Fyrstu aðgerðir, skattahækkanirnar og hvernig þeim er hagað, lofa ekki góðu. A hitt ber þó að líta að vandinn sem við blasir er mikill og það hefði komið fólki og fyrirtækjum ver ef ekkert hefði verið að gert. Það er ekki í fyrsta sinn á íslandi sem góðæri er vandamál. Sveiflurnar í íslensku efnahagslífi hvort sem þær eru upp eða niður hafa alltaf haft verðbólguhættu í för með sér. Að þessu sinni er það þenslan sem leitt hefur til umframeftirspurnar með tilheyrandi launaskriði sem velt hefur verið út í verðlagið. Þetta rýrir kjör þeirra sem ekki hafa notið launa- skriðsins. Hefðbundin leið í þessari stöðu er vísitölubætur á laun ekki aðeins til þeirra sem ekki höfðu notið launaskriðsins heldur til allra. Þar með er víxlhækkun kaupgjalds og verðlags komin af stað en hún getur haldið verðbólgunni gangandi árum og áratugum saman. Síðustu ár hefur verið víðtækt samkomulag um að rjúfa þetta víxlgengi. Þótt verka- lýðsleiðtogar vilji að vonum ekki þjóðarsátt um misræmi í launamálum og óstjórn í peningamálum er mikilvægt að menn hrekist ekki inn í gamla verðbólgufarið. í batnandi árferði eykst framkvæmdagleði og menn vilja einnig njóta aukinna tekna í meiri neyslu. Það er samt vandratað meðalhófið. Aðeins á fyrstu sex mánuðum ársins hefur erlend lántaka ríkissjóðs aukist að raunvirði um 1.8 milljarða. Rikisfjármálin eru öflugt hagstjómartæki. Þeim má beita til þess að jafna sveiflur í þjóðarbúskapnum; örva eftir- purn á samdráttarárum en beita ströngu aðhaldi þegar peningavelta er mikil í þjóðfélaginu. Þessu hefur verið öfugt farið hér. Hallarekstur rík- issjóðs hefur aukið á þensluna í þjóðfélaginu. Þarna hafa stjórnvöld brugðist hlutverki sínu. Allir eru sammála um nauðsyn þess að reka ríkissjóð án halla. Best hefði verið að draga úr ríkisútgjöldum til þess að ná jöfnuði. Þrátt fyrir fögur orð og góðan ásetning stjómmálamanna hefur ekki tekist að halda ríkisútgjöldum í skefjum hingað til og það verður ekki auðveldara hér eftir. Það er því ærið verk að glíma við þann halla sem nú þegar er búið að stofna til að ekki sé talað um þá raun að verjast þrýstingi um enn aukin útgjöldum. Þetta verður prófsteinn á styrk ríkisstjómarinnar. Þótt lag komist á ríkisfjármálin em ýmsar blikur á lofti varðandi þróun verð- bólgunnar og búast má við því að næstu ár verði átakatími í þjóðfélaginu ekki síst vegna þess misræmis sem komið er í launamálum. Fleiri spjót standa á ríkisstjóminni en hallarekstur ríkissjóðs og vax- andi verðbólga. Neytendur í þéttbýli una illa þeirri Iandbúnaðarstefnu sem rekin er í krafti fámennra en óbilgjarnra hagsmunahópa. Þessi stefna hefur leitt til þess að verðlag er hátt á landbúnaðarvörum, fram- leiðendum utan hefðbundinna búgreina er mismunað og takmarkanir á verslun með nýtt grænmeti jafnt innlent sem innflutt eru þannig að ekki verður við unað. Neytendur eru smám saman að verða meira meðvitaðir um þetta ófremdarástand og kröfur um úrbætur verða sterkari. Þetta er kannski ekki eitt af stóru málunum en á erfiðum tímum er gott að hafa fjöldann með sér þó í smáu sé. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.