Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Síða 58

Frjáls verslun - 01.05.1987, Síða 58
Aðutan Vidskiptamenntun undir smásjánni: Offramhoð af MBA mönnum Menntun á sviði við- skipta og stjómunar frá amerískum háskólum, MBA-menntunin er undir smásjánni og raddir em uppi um að gæðakröfurn- ar hafi minnkað samfara auknum fjölda þeirra sem útskrifast. Æ fleiri amer- ískir háskólar vilja not- færa sér þá uppsveiflu sem nám tengt viðskipt- um og stjórnun er í nú um stundir og leggja þeir upp eigin MBA-námsbrautir en þessu fylgir mikil þensla í framboði á MBA- menntun sem fyrir fáum árum var fyrir útvalda. Aðsókn í MBA-námið hefur gildar ástæður. Bandaríkjamenn gera sér betur grein fyrir verð- mæti menntunar en áður, MBA-menntun veitir öryggi á ótryggum vinnu- markaði og gefur von um hærri laun. En hvað á að gera við allan þennan fjölda sem útskrifast? Hingað til hafa flestir viðskipta- og stjórnunarfræðingar fengið vinnu við þjón- ustugreinar sem á undan- förnum árum hafa verið í miklum vexti en ameríski vinnumarkaðurinn er ekki tilbúinn að taka á móti 70.000 nýbökuðum MBA kandidötum á ári. Af ótta við offjölgun háskólamenntaðra við- skipta- og stjórnunar- fræðinga leggja þekkt- ustu verslunarháskólarn- ir núna áherslu á að hressa upp á ímynd sína sem menntastofnanir fyr- ir þá útvöldu og endur- meta námsbrautir og námsefni. Núna gera eft- irsóttustu skólarnir meiri kröfur við inntökupróf og greina sig á þann hátt frá óþekktum og ekki jafn viðurkenndum háskólum. Arangurinn að viðleitni viðurkenndari skólanna er sá að gamla tveggja flokka kerfið er að koma fram á nýjan leik. Fyrir vinnuveitendur er ekki lengur nóg að umsækj- andinn hafi MBA-há- skólagráðuna heldur skiptir æ meira máli frá hvaða háskóla viðkom- andi hefur útskrifast. Af öllum fjölda verslunarhá- skóla eru aðeins 20 á toppnum. Aðeins 4000 útskrifaðra fá vinnu strax, aðrir kandidatar eiga oft í erfiðleikum að finna vinnu við sitt hæfi. Menntun frá viðurkennd- ustu háskólunum gefur möguleika á byrjunar- launum fyrir ofan meðal- lag. Meðal þeirra eru, (tekjur í dollurum): — Harvard — 48.602$ —■ Stanford — 48.000$ — Dartmouth (Tuck) — 45.740$ - MIT (Sloan) - 45.450$ — Virginia (Darden) — 45.000$ — Northwestern (Kell- ogg) - 45.000$ — Columbia — 44.200$ — Pennsylvania (Wharton) - 44.047$ — Carnegie — Mellon - 41.932$ — Chicago — 39.022$ (MANAGEMENT TODAY) Mæfir lestrarvana Nýtt mælitæki sem ger- ir mögulegt að mæla lestr- arvana fólks gerir mark- aðsfyrirtækjum kleift að skilgreina betur mátt auglýsinga. Lesmælirinn (People Reader) er nokk- urs konar lampi og mælir jafnhliða hreyfingu augna og það sem lesið er. Tækið er einfalt og engin þörf á aukabúnaði og það mælir nákvæmlega þann tima sem lesandinn dvelur við einstaka greinar eða aug- lýsingar. Lesmælirinn hefur verið notaður af Presting Co. Inc. (Engle- wood, New Jersey) og margt forvitnilegt um lestrarvana hefur komið fram: — Nærri því 40% les- enda byrja á öftustu síðu við lestur dagblaða og tímarita eða fletta strax upp á þeim greinum sem þeir hafa áhuga á. — Tveggja síðna aug- lýsingar auka athyglina aðeins um 15% miðað við einnar síðu auglýsingu. — í tímaritum fá 35% auglýsinganna aðeins 2 sek. af athygli lesandans. — Hæsta minnisgildið næst með auglýsingaröð sem eru á 3 eða fleiri hægri síðum hver á eftir annarri. — Vel gerð auglýsing höfðar til lesandans líka þar sem staðsetning hefur verið álitin óheppileg. (MARKETING NEWS) Konur á framabraut Fyrir 10 árum var kona í fjórðu hverri stjórnunar- stöðu í Bandaríkjunum, í dag eru þær i þriðju hverri stöðu. Að áliti amerískra ráðgjafafyrir- tækja hafa konur núna tækifæri að komast í æðstu stjómunarstöður vegna þess að margar þeirra sitja nú þegar í lyk- ilstöðum. Bandarískar konur eru nú betur skól- aðar en fyrir 10 árum og meira en þriðji hluti þeirra 70.000 sem ljúka prófum frá bandarískum verslunarskólum í dag eru konur. Fyrir 10 árum var hlutfallið 12% konur. Konurnar eru orðnar metnaðarfyllri, setja mark- ið hærra og miða við valda- meiri stöður en áður. Breyting í atvinnulifinu hefur haft áhrif á þessa þróun: Þjónustugreinar eru mikilvægari í dag en áður og við það hafa starfsmöguleikar kvenna aukist. Business Week álítur að á næstu árum styrkist þessi þróun og verði hraðari. (BUSINESS WEEK) 58

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.