Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Síða 18

Frjáls verslun - 01.05.1987, Síða 18
Eftir því sem mikilvægi stórmarkaða eykst í sölu gosdrykkja harðnar sam- keppni framleiðenda um að fá sem mest hillu-og gólfpláss I stórmörkuð- um. Davíð sagði að dæmið gengi upp hjá sér ef hann næði 10% af gos- markaðnum en það er velta upp á um 120 milljónir króna. Sögur hafa gengið um að fjárfestingin í vélum og tækjum í nýju verksmiðjunni væri 150-170 milljónir króna en Davíð sagði að það væri fjarri lagi. Nær væri að tala um 80-90 milljónir króna. Hann benti einnig á að nýja verksmiðjan væri fremur umbúða- verksmiðja en gosdrykkjaverk- smiðja. Reiknað er með því að gera tilraunir með útflutning á vatni í plastdósum og ef það tekst skapast möguleiki á þvi að afskrifa þessa fjárfestingu á fleiri verkefni. Almennt hefur verið talið að plast- dósir væru dýrari en áldósir. Áldósin kostar rétt tæpar 5 krónur hingað komin til lands en innkaupsverðið er um 10 sent eða um 40 krónur. Davíð sagði að hráefnið í plastdós kostaði 2.28 kr. Með þumalfingurs- reglu mætti segja að plastdósin kostaði 4.50 krónur í framleiðslu. Það væri rétt að plastdósin væri ef til vill dýrari erlendis en flutnings- kostaður jafnaði þann mismun upp. „Ég er ekki að borga flutnings- kostnað fyrir loft þegar ég get fram- leitt dósirnar heima”, sagði Davíð. Þótt Davíð sé bjartsýnn á að dæmið gangi upp viðurkennir hann að þetta sé mikil áhætta og ef til vil mesta áhætta sem hann hafi tekið í sínum atvinnurekstri. Sérstaklega þar sem mikil samkeppni væri fyrir á markaðnum og honum í raun vel sinnt. Hann sagðist þó binda vonir við ýmsar nýjar gosdrykkjategundir sem hann er að markaðssetja og hann vildi ekki fallast á að plastdósin örvaði ekki meira sölu en áldós. Hann benti á að um verslunar- mannahelgina hefði ekki verið leyfð sala á öðru dósagosi en frá Sól í þjóðgarðinum í Skaftafelli vegna þess að plastdósin er brennanleg. Þróunin í Evrópu Aukin neysla á gosdrykkjum hér á landi er í takt við þróunina í Vestur- Evrópu. Neysla áfengis í Evrópu fer Efstu sætin í Evrópu (fyrir utan ísland) Neysla gosdrykkja víða minnkandi um leið og þeir sem sötra sterka drykki hafa skipt yfir í gosdrykki. Stóru gosdrykkjarfram- leiðendurnir í Bandaríkjunum hugsa gott til glóðarinnar og vonast til þess að þarna vaxi stór markaður. Banda- ríkjamenn drekka að meðaltali 170 lítra af gosdrykkjum á mann á ári. Þótt neysla á gosdrykkjum hafi auk- ist hratt í Evrópu á síðustu fimm árum drekka Evrópubúar aðeins 48 lítra af gosi að meðaltali á mann á ári. Drykkjarvöruframleiðendur þurfa að keppa um takmarkað magapláss. Bandaríkjamenn kaupa ekki mikið meira af drykkjarvörum en Evrópu- búar — um 542 lítra á mann á ári samanborið við 472 lítra — en Evrópubúar svala þorsta sínum í fleiri drykkjum en gosi. Lítil neysla Frakka á gosi helgast af því að þeir drekka svo mikið af ávaxtasafa og léttum vínum. Mesti vöxtur hefur verið í drykkjarvörumarkaðnum á Bretlandi og Ítalíu af öllum Evrópuþjóðum. A Ítalí á fjölgun stórmarkaða og til- koma verslunarkeðja sinn þátt í þessari aukningu en stórmarkaðir eru miklu virkari leið til að ná til neytandans en litlar verslanir á horn- inu. Tveggja lítra plastflöskur sem seldar eru í stórmörkuðum eru nú 15% af gosdrykkjamarkaðnum í Evrópu samanborðið við 2.5% fyrir fimm árum. Dósagosið er einnig í mikilli sókn þótt glerið sé enn 50% af markaðnum en var 70% fyrir fimm árum. Kóladrykkir hafa nú um 36% af gosmarkaðnum í Evrópu samanbor- ið við 26% fyrir um 10 árum enda hafa bæði Kók og Pepsi auglýst framleiðslu sína gífurlega. A síðustu tveim árum hefur auglýsingakostn- aður Pepsí tvölfaldast hvort ár í Bret- landi. íslendingar og aðrar Vestur- Evrópuþjóðir eiga langt í land með að ná Bandaríkjamönnum í gos- drykkju. Hins vegar má velta því fyrir sér hver sé mögulegur mark- aður. Einn viðmælanda Frjálsrar verslunar taldi að mögulegur gos- markaður á íslandi væri 120 lítrar á mann þ.e.a.s ef bjórinn kæmi ekki. Ef þetta reynist rétt er pláss fyrir eina gosdrykkjaverksmiðju enn! 18

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.