Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Qupperneq 59

Frjáls verslun - 01.05.1987, Qupperneq 59
Að utan Ný herferð í Bandaríkjunum: Ameríkanar kaupið amerískt! Níu af hverjum tíu Bandaríkjamönnum eru þeirrar skoðunar að þeir eigi að kaupa bandaríska vöru. Þetta er niðurstaða könnunar S+H Motiva- tion, Inc., dótturfyrirtæki Sperry og Hutchinson, sem er hvað þekktast fyrir að hafa byrjað með afsláttarmerkin. Núna ætla þessi tvö fyrirtæki að hefja heljarmikla söluher- ferð sem höfðar til þjóð- erniskenndar Bandaríkja- manna. Frá næsta ári fá þeir sem kaupa ameríska vöru Bonus America afsláttar- merki sem um leið eru happdrættismiðar og vinningar í vöruhapp- drættinu eru frá 25-1200 dollarar. S+H Motivation Inc. fær 0.5% af sölu varn- ings fyrirtækja sem selja með Bonus America kerf- inu. Þar á meðal eru fram- leiðendur búsáhalda, matvæla, húsgagna og fleiri. Bandarísk fyrirtæki hafa lengi vitað að hægt er að virkja þjóðarstolt Bandaríkjamanna og hafa góða þénustu af. En ekki einungis bandarísk fyrir- tæki hafa áhuga á Bonus America kerfinu heldur einnig mörg útlend fram- leiðslufyrirtæki í Banda- ríkjunum vilja vera með í kerfinu. (ÚRFORBES) Bílaþjófar i USA: Velja þýska bíla í Bandaríkjunum eru evrópskir bílar sérstak- lega vinsælir meðal bíla- þjófa og efstir á vinsælda- listanum eru þýskir lúx- usbílar. Þetta kemur fram í yfirliti frá Insurance Institute for Highway Safety. I skýrslunni kem- ur fram að á árunum 1984-1986 eru evrópskir fólksbílar i 12 efstu sæt- unum. Sérstaklega eru Volkswagen, Golf GTI VW-Cabrio og Jetta vin- sælir. í fjórða sæti er sænska lúxuskerran Saab 900 og siðan koma Porsche 944 og Mercedes 190 E. Aftur á móti eru amer- ísku gerðirnar ekki eftir- sóttar af bílaþjófum. Með- al 14 fólksbílategunda í lægsta áhættuflokknum eru 13 amerískar og ein japönsk : Það er kombi- límúsina frá Surbaru. (THE NEW YORK TIMES) Minnkandi þörf á hráefni: Ný kreppa íþríðja heiminum Miklar framfarir í fram- leiðslutækni í Evrópu og Bandaríkjunum hafa í för með sér minnkandi þörf fyrir hráefni og veldur það löndum í þriðja heim- inum sem byggja afkomu sína á útflutningi hráefna vaxandi erfiðleikum. Lengi vel gat þriðji heim- urinn notað auðlindir sín- ar sem vopn gagnvart iðn- aðarlöndunum til að reyna að knýja fram nýtt efnahagsmynstur í heim- inum en núna er staðan á alþjóðlega hráefnismark- aðinum allt önnur heldur en sérfræðingar spáðu fyrir nokkrum árum. Vöntun á hráefnum eins og kopar, tini og zinki og öðrum málmum er ekki fyrirsjáanleg og þar af leiðandi verðhækkun ólík- leg. Og þó að efnahags- ástandið í heiminum batni þá mun þörfin fyrir málma lítið aukast þar sem notkun plasts og annarra gerviefna eykst stöðugt. Þetta hefur alvar- leg áhrif á efnahag þróun- arlanda: Minnkandi tekj- ur af útflutningi hráefna koma í veg fyrir nauðsyn- lega fjárfestingu til upp- byggingar landanna og um leið dragast þau æ meir aftur úr í nútima- tækni. Þróun innan fjarskipta og samgöngumála er dæmi um hvað þörfin á málmum fer minnkandi. 250 kg þungur gervi- hnöttur getur í dag annað sama hlutverki og djúp- sjávarsímastrengir úr kopar sem eru 150.000 tonn að þyngd og optískir glerþræðir koma núna í staðinn fyrir hefðbundna koparstrengi í símakerf- inu i Bandaríkjunum. Nýj- ar málmblöndur, gervi- efni og sérstál minnka mjög þörfina á stáli í bíla- iðnaðinum, t.d. má nefna að 1990 verður fólksbíll að mcöaltali 26% léttari heldur en 1980 gerðin var. Ný endurvinnslu- tækni málma eykur vanda margra þróunarlanda. Árið 1985 var 25.4% af öllu áli á Vesturlöndum fengið við endurvinnslu. Hlutfallið á kopar er um 38.2% og zinki 23%, fyrir blý er það heil 41.8%, á tini 21.1% Sérfræðingar United Nations Center for Science and Technology for Development (UNCSTD) álíta að besti valkostur þróunarland- anna sé að nýta hráefni sín til þróunar eigin iðn- aðar og með auknum eig- in rannsóknum að ná tök- um á nútíma efnatækni. (ÚR DEVELOPMENT BUSINESS) 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.