Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Page 28

Frjáls verslun - 01.05.1987, Page 28
lýsingum til skýrslugerðar, seinna í því að skrifa skýrslur, undirbúa ákvarðanir og taka þátt í stefnumót- un bankans í peningamálum. Ekki síst í sambandi við vexti og viðskipti við bankana. Aður sinnti hagfræðideildin ýmsu sem nú heyrir undir aðrar deildir, þar á meðal peningamálunum. í árs- skýrslu Seðlabankans 1977 var Eiríkur titlaður forstöðumaður pen- ingamáladeildar. Hann varð hag- fræðingur bankans árið 1984, en sá titill reyndist fremur villandi. Nú hafa “grúskdeildir" bankans, hag- fræði- og peningamáladeild, verið formlega aðskildar og staða hag- fræðings Seðlabankans felld niður. Aðstoðarbankastjórarnir eru þrír, auk Eiríks þeir Bjami Bragi Jónsson og Björn Tryggvason. Forveri Eiríks í starfi var Sigurgeir Jónsson sem tók við starfi ráðuneytisstjóra í fjár- málaráðuneytinu fyrir rúmu ári. Það lá beint við að byrja spjallið við Eirík Guðnason á því að spyrja í hverju starf aðstoðarbankastjóra Seðlabankans felist. „Eins og nafnið bendir til vinnum við í nánu samstarfi með bankastjór- um en annars sinnir hver sínu sviði. Bjami Bragi er yfirmaður hagfræði- deilda, Björn er yfir bankadeildum en sinnir auk þess innlendum gjald- eyrismálum og fleim og ég sé um peningadeildirnar. Peningamála- deildir annast samskipti við banka og sparisjóði, verðbréfaþingið til- heyrir þeim og þar fer fram heilmikil úrvinnsla úr gögnum frá bönkum og öðmm lánastofnunum. Hugmyndin er sú að í framtíðinni verði gagna- miðstöð bankans hér. Starfssvið mitt hefur í rauninni ekkert breyst, aðeins nafngiftin. Ég tek áfram þátt í skýrslugerð og stefnumótun um peningamál. Sam- skipti við bankastjóra og aðra banka- menn eru mikilvægur hluti af dag- legu störfunum. Við fundum oft um ýmis vandamál sem ráða þarf fram úr, til dæmis í sambandi við vaxta- málin. Eins og kunnugt er ákveða bankarnir nú sjálfir vextina í stað Seðlabankans, sem á hinn bóginn safnar saman upplýsingum frá þeim. Það kallar ennfremur á mikil sam- skipti við bankana. Þar fyrir utan er margt sem Seðlabankinn þarf að hafa skoðun á, t.a.m. lausafjárhlutfall bankanna. Um það þarf að setja regl- ur sem krefjast góðs undirbúnings og bollalegginga með ýmsum aðil- um.“ Hvað um þær breytingar sem eiga sér stað í peningamálunum? Veriö er aö undirbúa reglur um skráningu hlutabréfa á veröbréfaþinginu „Ég held að breytingarnar í pen- ingamálunum séu yfirleitt til batn- aðar. Þær mikilvægustu eru á sviði vaxtamála. Viðskipti á verðbréfa- þinginu eru einnig merk nýjung og hið sama má segja um millibankavið- skipti svo dæmi séu tekin. Svona nýjungum fylgja auðvitað einhverjir byrjunarörðugleikar, en það er spennandi að taka þátt í að móta þær. Hlutirnir gerast mjög hratt. Fyrir þremur árum þekktust varla millibankaviðskipti. Þá höfðu bank- amir frekar samband við Seðlabank- ann vegna lána en hver við annan. En fyrir nokkm var komið á fót víxil- kvóta fyrir bankana. Ef banki þurfti ekki að nýta sinn kvóta til fulls gat hann selt öðmm banka möguleikann á að slá Seðlabankann um lán. Þetta var fyrsti vísirinn að þeirri beinu lánastarfsemi milli bankanna sem nú tíðkast og Seðlabankinn hvetur til.“ Ein af nýjungunum í peningamál- um hér á landi er Verðbréfaþing ís- lands, en Eiríkur er formaður stjóm- ar þess. Hvernig hafa viðskiptin á verðbréfaþinginu gengið, stendur kannski til að fara að versla með hlutabréf? „Til að byrja með var eingöngu verslað með skuldabréf á verðbréfa- þinginu, mest spariskírteini ríkis- sjóðs. Það hefur gengið ágætlega, t.a.m. vom spariskírteini ríkissjóðs í fyrsta flokki 1986 vinsæl bréf vegna 9% ávöxtunar. Þau sköpuðu lífleg viðskipti á seinni hluta síðasta árs. Reyndar hefur dregið úr viðskiptum á verðbréfaþinginu eftir að ríkissjóð- ur lækkaði vexti á spariskírteinum. En nýir flokkar verðbréfa, s.s. banka- bréf og bréf stórra fyrirtækja em að koma til skráningar, svo að engin ástæða er til að ætla annað en að viðskiptin glæðist á nýjan leik. Nú þegar komin er dálítil reynsla á þennan markað eru menn einnig farnir að huga að hlutabréfaviðskipt- um. Verið er að undirbúa reglur um skráningu hlutabréfa, en þar er um mjög flókið mál að ræða. Ætli þær líti þó ekki dagsins ljós með haust- inu.” Hvernig líst þér á fjármagnsmark- aðinn í dag? „Þetta er stór spurning. í stuttu máli má segja að mikil gróska sé á þessu sviði og að greinilegar fram- farir hafi átt sér stað. Engu að síður fóna&arblaðft áskriftarsími Iðnadarblaðsins er 82300

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.