Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1992, Síða 7

Frjáls verslun - 01.09.1992, Síða 7
RITSTJORAGREIN „HJÓLAGEYMSLUR" Þegar Friðrik Sophusson fjármálaráðherra leggur fram fjárlagafrumvarpið í þessum mánuði með 6 milljarða fjár- lagahalla fellur hann í tvo slæma pytti sem breski sagnfræð- ingurinn Parkinson benti mönnum fyrir löngu á að ráðherr- um, sem ekki hefðu tök á hlutunum, væri gjarnt á að detta í. Friðrik er engin undantekning. Fjármálaráðherrar, og raunar allir íslenskir stjórnmálamenn, hafa allir á síðustu tveimur áratugum fallið harkalega ofan í þessar gryfjur með þeim afleiðingum að ríkið hefur þanist út og er orðið helsti óvinur fyrirtækja og fólksins í landinu. Til að mæta útþensl- unni hafa ráðherrar valið þá auðveldu leið fyrir sjálfa sig að hækka skatta, prenta seðla og slá lán. Þetta er hins vegar afar sársaukafull leið fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem borga brúsann. Frægasta kenning Parkinson er um sjálfvirkan vöxt, að störf aukist í opinberri stjórnsýslu, og raunar oft hjá fyrir- tækjum líka, án þess að verkefnin vaxi að sama skapi. Eða séð frá hinni hliðinni; starfsmönnum fækki ekki í verkefnum þótt þau séu orðin umfangsminni eða beinlínis úrelt og ónauðsynleg. Parkinson sýndi mönnum einnig fram á hve mikill tími fer í mál, sem eru aukaatriði, á meðan ekki er tekist á við aðalatriðið. Fræg er dæmisagan um kjarnorkuverið og hjólageymsluna. Á fundi ákvað stjórn kjarnorkuvers á aðeins fimm mínútum að byggja kjarnorkuver fyrir tugi milljarða. Síðan kafnaði hún í umræðum um það hvort byggja ætti hjólageymslu fýrir starfsmenn kjarnorkuvers- ins. Á því höfðu allir skiptar skoðanir. Núverandi stjórnarflokkar voru á einu máli um það í síð- ustu kosningabaráttu að fjárlagahallinn, sífelldur taprekst- ur ríkisins, væri mál málanna og við honum yrði að bregðast. Síðastliðið haust lagði ríkisstjórnin upp með 4 milljarða króna fjárlagahalla fyrir þetta ár. Nú er ljóst að sá halli verður tæplega undir 10 milljörðum. Hvað er það á milli vina? Ríkið ræðst ekki að vandanum með algerri uppstokkun ríkisútgjalda. Á skömmum tíma er gefist upp við aðalatriðið og komið með 6 milljarða fjárlagahalla fýrir næsta ár. Eins og á fundinum í stjórn kjarnorkuversins forðum hafa um- ræðurnar síðan snúist um „hjólageymslur" í niðurskurði til að hafa hallann ekki enn meiri. Á undanförnum árum hafa fyrirtæki tapað stórfé í gjald- þrotum annarra fyrirtækja. Þetta er tap sem ekki skolast út úr pípunum heldur hafa fyrirtæki og einstaklingar þurft að taka það á sig. Þau hafa orðið að axla ábyrgðina og finna leiðir út úr vandanum með aukinni hagkvæmni. Á undanförnum árum hafa fyrirtæki greitt raunvexti í bönkum á bilinu 8 til 12 prósent af lánum vegna þess að ríkið hefur spennt upp vexti til að fjármagna fjárlagahallann. Þannig hefur ríkið barið á fyrirtækjum og einstaklingum með hækkun skatta og vaxta á sama tíma og þau reyna að lifa af tap í gjaldþrotahrinu, lifa af minnkandi landsframleiðslu og lifa af harða og eðlilega erlenda samkeppni. Háir vextir ríkisins og auknir skattar minnka getu fýrir- tækja til fjárfestinga sem eru nauðsynlegar til að efla at- vinnulífið og draga úr atvinnuleysi í einkageiranum. Ekki fækkar starfsmönnum hjá ríkinu. Háir vextir og auknir skattar fæla hlutafé frá fyrirtækjum sem eru í mikilli fjár- þörf og þeir koma hart niður á heimulunum sem rétt skrimta í kreppunni. Lánsfjárþörf ríkisins á síðastliðnum sjö árum nemur 68 milljörðum króna. Fjárlagahalli ríkisins hefur á sama tíma numið 51 milljarði á verðlagi þessa árs. Á venjulegu heimili héti þetta gjaldþrot. Því miður tekur þettaekki enda um sinn vegna þess að það er svo gaman að tala um „hjólageymslur" og eyða um efni fram þegar aðrir borga. Þessu lýkur hins vegar þegar þessir aðrir eiga ekkert eftir til að greiða með. ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR; Jón G. Hauksson - AUGLÝSINGASTJÓRAR: Sjöfn Sigurgeirsdóttir og Kristín Eggertsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Grímur Bjamason, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Fróði hf. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 812300, Auglýsingasími 685380 — RITSTJÓRN: Bíldshöfði 18, sími 685380 — STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson — AÐALRITSTJÓRI: SteinarJ. Lúðvíksson - FRAMKVÆMDASTJÓRI: HaUdóra Viktorsdóttir - ÁSKRIFTARVERÐ: 2.814 kr. (469 kr. á eintak) - 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með greiðslukorti. LAUSASÖLUVERÐ: 579 kr. - SETNING, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. prentstofa hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.